SPENNUSPILLIR! (Öskrað með röddum þessara gaura)
Kitlan sýnir Winterfell í rúst og er greinilegt að stærðarinnar orrusta hafi átt sér stað. Þrátt fyrir það er kannski eitt lík sýnilegt. Þá sést rétt svo í bakið á einni persónu þáttanna.
Fyrsti þáttur áttundu þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon.
Við sjáum ör úr hrafntinnu (Dragonglass), næluna hans Tyrion, Needle, sverðið hennar Aryu, fjöður, brotin hjólastól Bran, gylltu hendi Jaime, keðju Daenerys og Longclaw, sverð Jon Snow.
Það sem vekur þó athygli er að Longclaw, sem er sverð Jon, virðist liggja á líki sem er búið að snjóa yfir. Ef þið pírið augun vel, þá sjáið þið einnig Næturkonunginn ganga út um hlið Winterfell í lok kitlunnar.
Hér að neðan má svo sjá tvær stuttar sjónvarpsauglýsingar sem birtar voru í gær. Það er þó lítið sem ekkert nýtt sem kemur fram í þeim.
Sjá einnig: Fyrsta stikla Game of Thrones og hvað þar er að finna