Vísindaglerþak Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Ein sorglegasta staðreynd vísindasögunnar er án efa æpandi ósýnileiki kvenna. Öldum saman voru dyr vísindanna lokaðar konum, og þegar þær fengu loks tækifæri til að athafna sig og blómstra í háskólum og á rannsóknarstofum voru framfarir þeirra og uppgötvanir oft og tíðum hunsaðar, eða jafnvel skráðar á karlkyns kollega þeirra. Einhverjir halda því fram að það sé eðlilegt, í ljósi sögunnar, að nöfn merkra vísindakvenna séu ekki vel þekkt; enn eimi eftir af syndum feðranna. Þetta er þó ekki nema að hluta til rétt. Vissulega voru konur í náttúruvísindum færri á árum áður, en þær voru sannarlega til staðar og höfðu oft gríðarleg áhrif á sín fræðasvið. Þar á meðal eru Rosalind Franklin, sem tók þátt í uppgötvun DNA, Chien-Shiung Wu, sem var einn fremsti kjarneðlisfræðingur sögunnar, kvenréttindakonan Mary Putnam Jacobi sem var einn fremsti læknir sinnar kynslóðar og stjörnufræðingurinn Vera Rubin, sem spáði fyrir um tilvist hulduefnis. Þetta eru aðeins örfá dæmi um konur sem mótuðu náttúruvísindin, en eru engu að síður ekki jafn þekktar og karlkyns kollegar þeirra. Líklega er besta dæmið um þau skökku kynjahlutföll sem lengi vel hafa einkennt vísindin að finna í árlegu vali Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar á merkum framförum á sviðum læknisfræði, efnafræði og eðlisfræði. Frá því að fyrstu Nóbelsverðlaunin í efnafræði voru afhent árið 1901 hafa aðeins 5 konur fengið þessa miklu viðurkenningu, eða rétt rúmlega 2,8 prósent. Af þeim 210 sem fengið hafa Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hafa aðeins þrjár konur fengið viðurkenningu, eða 1,4 prósent. Margar konur sem réttilega hefðu átt að fá Nóbelsverðlaun fyrir framfarir í vísindum hafa verið hlunnfarnar og karlkyns vísindamönnum, sem jafnvel byggðu rannsóknir sínar á uppgötvunum kvenkyns kollega sinna, var hampað á þeirra kostnað. Hugsanlega er fjöldi Nóbelsverðlauna ekki besti mælikvarði á árangur kvenna á sviði náttúruvísinda, en sá fjöldi er að minnsta kosti vitnisburður um það hvernig hallar á konur, og aðra jaðarhópa, innan vísindanna. Nægir að horfa til Háskóla Íslands þar sem konur hafa verið helmingur nemenda síðustu áratugi en karlar eru á sama tíma um 70 prósent prófessora. Hlutfall karla í prófessorastöðum á sviðum náttúruvísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði nálgast 90 prósent. Þegar aðrar æðri stjórnendastöður á þessum fræðasviðum eru skoðaðar blasir við svipuð mynd. Aðra birtingarmynd þess hvernig hallar á konur er að finna í úthlutun rannsóknarstyrkja. Ítrekað eru fleiri karlar sem fá úthlutað en konur, þó svo að bæði kyn sýni svipaðan árangur í rannsóknum. Þar sem mat á umsækjendum byggist að hluta á bakgrunni þeirra og fyrri rannsóknum, þá er líklegra að háskólafólk í æðri stöðum sæki um styrk, og líklegra að það fái úthlutað. Það verður því aldrei nóg að hampa vísindakonum sem skara fram úr. Það er sannarlega mikilvægt, en á sama tíma verður að skapa rétt umhverfi svo konur geti stundað vísindi á jafnréttisgrundvelli. Það er barnaskapur að halda því fram að glerþakið sé ekki til staðar í hlutlægum heimi náttúruvísindanna. Á meðan kynin mætast ekki á jafningjagrundvelli er ástríðu og hæfileikum stórs hóps sóað, og samfélagið allt rænt mikilvægum tækifærum til framþróunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ein sorglegasta staðreynd vísindasögunnar er án efa æpandi ósýnileiki kvenna. Öldum saman voru dyr vísindanna lokaðar konum, og þegar þær fengu loks tækifæri til að athafna sig og blómstra í háskólum og á rannsóknarstofum voru framfarir þeirra og uppgötvanir oft og tíðum hunsaðar, eða jafnvel skráðar á karlkyns kollega þeirra. Einhverjir halda því fram að það sé eðlilegt, í ljósi sögunnar, að nöfn merkra vísindakvenna séu ekki vel þekkt; enn eimi eftir af syndum feðranna. Þetta er þó ekki nema að hluta til rétt. Vissulega voru konur í náttúruvísindum færri á árum áður, en þær voru sannarlega til staðar og höfðu oft gríðarleg áhrif á sín fræðasvið. Þar á meðal eru Rosalind Franklin, sem tók þátt í uppgötvun DNA, Chien-Shiung Wu, sem var einn fremsti kjarneðlisfræðingur sögunnar, kvenréttindakonan Mary Putnam Jacobi sem var einn fremsti læknir sinnar kynslóðar og stjörnufræðingurinn Vera Rubin, sem spáði fyrir um tilvist hulduefnis. Þetta eru aðeins örfá dæmi um konur sem mótuðu náttúruvísindin, en eru engu að síður ekki jafn þekktar og karlkyns kollegar þeirra. Líklega er besta dæmið um þau skökku kynjahlutföll sem lengi vel hafa einkennt vísindin að finna í árlegu vali Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar á merkum framförum á sviðum læknisfræði, efnafræði og eðlisfræði. Frá því að fyrstu Nóbelsverðlaunin í efnafræði voru afhent árið 1901 hafa aðeins 5 konur fengið þessa miklu viðurkenningu, eða rétt rúmlega 2,8 prósent. Af þeim 210 sem fengið hafa Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hafa aðeins þrjár konur fengið viðurkenningu, eða 1,4 prósent. Margar konur sem réttilega hefðu átt að fá Nóbelsverðlaun fyrir framfarir í vísindum hafa verið hlunnfarnar og karlkyns vísindamönnum, sem jafnvel byggðu rannsóknir sínar á uppgötvunum kvenkyns kollega sinna, var hampað á þeirra kostnað. Hugsanlega er fjöldi Nóbelsverðlauna ekki besti mælikvarði á árangur kvenna á sviði náttúruvísinda, en sá fjöldi er að minnsta kosti vitnisburður um það hvernig hallar á konur, og aðra jaðarhópa, innan vísindanna. Nægir að horfa til Háskóla Íslands þar sem konur hafa verið helmingur nemenda síðustu áratugi en karlar eru á sama tíma um 70 prósent prófessora. Hlutfall karla í prófessorastöðum á sviðum náttúruvísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði nálgast 90 prósent. Þegar aðrar æðri stjórnendastöður á þessum fræðasviðum eru skoðaðar blasir við svipuð mynd. Aðra birtingarmynd þess hvernig hallar á konur er að finna í úthlutun rannsóknarstyrkja. Ítrekað eru fleiri karlar sem fá úthlutað en konur, þó svo að bæði kyn sýni svipaðan árangur í rannsóknum. Þar sem mat á umsækjendum byggist að hluta á bakgrunni þeirra og fyrri rannsóknum, þá er líklegra að háskólafólk í æðri stöðum sæki um styrk, og líklegra að það fái úthlutað. Það verður því aldrei nóg að hampa vísindakonum sem skara fram úr. Það er sannarlega mikilvægt, en á sama tíma verður að skapa rétt umhverfi svo konur geti stundað vísindi á jafnréttisgrundvelli. Það er barnaskapur að halda því fram að glerþakið sé ekki til staðar í hlutlægum heimi náttúruvísindanna. Á meðan kynin mætast ekki á jafningjagrundvelli er ástríðu og hæfileikum stórs hóps sóað, og samfélagið allt rænt mikilvægum tækifærum til framþróunar.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun