Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Kristján Már Unnarsson skrifar 17. apríl 2019 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við munna Dýrafjarðarganga í dag. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis, og aðeins liðu nítján mánuðir frá fyrstu sprengingu til þeirrar síðustu í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum. Sýnt var frá gegnumslaginu í fréttum Stöðvar 2. Stuðmannalagið „Slá í gegn“, sem Karlakórinn Ernir söng við athöfnina, þótti hæfa tilefninu, að vísu með breyttum og staðfærðum texta, sem sjá má hér.Karlakórinn Ernir syngur "slá í gegn" inni í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Um þrjúhundruð manns mættu til að fylgjast með og eftirvæntingin skein úr andlitum viðstaddra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, sprengdu síðasta haftið, en Hreinn var með þeim fyrstu sem komu að verkinu sem ungur jarðfræðingur árið 1983 að rannsaka heppilegt jarðgangastæði.Síðasta haftið sprengt, aðeins nítján mánuðum eftir fyrstu sprengingu.St0öð 2/Sigurjón Ólason.-Það hefur gengið á ýmsu í jarðgangagerð og menn eru tiltölulega nýlega búnir að klára Vaðlaheiðargöng, sem fóru framúr í tíma og öllu. En hérna, menn hafa sjaldan séð annað eins hérna? „Þetta er eiginlega alveg stórkostlegt verkefni og hefur gengið ótrúlega hratt og vel, - og kannski sönnun þess að síðasta verkefni, ónefnt, hafi verið frekar undantekningin frá því sem við höfum ellegar séð. En verktakarnir hér, og allt sem við höfum séð, er aldeilis frábært,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Dýrafjarðargöngin stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra og leysa af Hrafnseyrarheiði.Grafík/Tótla.Dýrafjarðargöngum fylgir mikil samgöngubót. Þau leysa af einhvern erfiðasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Og við sáum ekki betur en að það væri flaggað á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum í dag. „Já, þetta er bara hátíðleg stund. Það er hátíð í bæ og það er hátíð í heilum fjórðungi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er ólýsanlegt. Maður er búinn að hitta svo marga í dag sem hafa einmitt sagt: Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag sem við hófum framkvæmdir. Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag þegar þetta var draumsýn, þegar þetta var eitthvað sem menn voru að horfa á tuttugu ár fram í tímann. Þeir myndu ekki lifa þetta,“ sagði bæjarstjórinn. Menn telja að sjaldan eða aldrei hafi jarðgangagerð hérlendis gengið jafn vel og þessi. Verktakarnir Metrostav og Suðurverk rufu haftið tveimur mánuðum á undan áætlun. Það er samt mikið enn eftir.Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við erum á undan áætlun og ég vona bara að hún geti haldist,“ sagði Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks. Þegar spurt er hvenær göngin verði opnuð fyrir almenna umferð, þá nefndi ráðherrann ákveðna dagsetningu í dag, 14. september 2020. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum Síðasta haftið sprengt. 17. apríl 2019 16:34 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis, og aðeins liðu nítján mánuðir frá fyrstu sprengingu til þeirrar síðustu í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum. Sýnt var frá gegnumslaginu í fréttum Stöðvar 2. Stuðmannalagið „Slá í gegn“, sem Karlakórinn Ernir söng við athöfnina, þótti hæfa tilefninu, að vísu með breyttum og staðfærðum texta, sem sjá má hér.Karlakórinn Ernir syngur "slá í gegn" inni í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Um þrjúhundruð manns mættu til að fylgjast með og eftirvæntingin skein úr andlitum viðstaddra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, sprengdu síðasta haftið, en Hreinn var með þeim fyrstu sem komu að verkinu sem ungur jarðfræðingur árið 1983 að rannsaka heppilegt jarðgangastæði.Síðasta haftið sprengt, aðeins nítján mánuðum eftir fyrstu sprengingu.St0öð 2/Sigurjón Ólason.-Það hefur gengið á ýmsu í jarðgangagerð og menn eru tiltölulega nýlega búnir að klára Vaðlaheiðargöng, sem fóru framúr í tíma og öllu. En hérna, menn hafa sjaldan séð annað eins hérna? „Þetta er eiginlega alveg stórkostlegt verkefni og hefur gengið ótrúlega hratt og vel, - og kannski sönnun þess að síðasta verkefni, ónefnt, hafi verið frekar undantekningin frá því sem við höfum ellegar séð. En verktakarnir hér, og allt sem við höfum séð, er aldeilis frábært,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Dýrafjarðargöngin stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra og leysa af Hrafnseyrarheiði.Grafík/Tótla.Dýrafjarðargöngum fylgir mikil samgöngubót. Þau leysa af einhvern erfiðasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Og við sáum ekki betur en að það væri flaggað á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum í dag. „Já, þetta er bara hátíðleg stund. Það er hátíð í bæ og það er hátíð í heilum fjórðungi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er ólýsanlegt. Maður er búinn að hitta svo marga í dag sem hafa einmitt sagt: Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag sem við hófum framkvæmdir. Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag þegar þetta var draumsýn, þegar þetta var eitthvað sem menn voru að horfa á tuttugu ár fram í tímann. Þeir myndu ekki lifa þetta,“ sagði bæjarstjórinn. Menn telja að sjaldan eða aldrei hafi jarðgangagerð hérlendis gengið jafn vel og þessi. Verktakarnir Metrostav og Suðurverk rufu haftið tveimur mánuðum á undan áætlun. Það er samt mikið enn eftir.Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við erum á undan áætlun og ég vona bara að hún geti haldist,“ sagði Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks. Þegar spurt er hvenær göngin verði opnuð fyrir almenna umferð, þá nefndi ráðherrann ákveðna dagsetningu í dag, 14. september 2020. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum Síðasta haftið sprengt. 17. apríl 2019 16:34 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45