Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Ari Brynjólfsson skrifar 17. apríl 2019 06:45 Sóllilja Ásgeirsdóttir er sjö mánaða gömul. Mynd/Ásgeir Yngvi ásgeirsson Plássleysi á gjörgæslu Landspítalans verður til þess að sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð þangað til í lok mánaðarins. Foreldrar Sóllilju Ásgeirsdóttur eru ekki sáttir við að þurfa að bíða, verið sé að setja óþarfa álag bæði á þau og dóttur þeirra. Hyggjast þau skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast fljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu,“ segir Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju. Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að framkvæma aðgerðina strax og var hún bókuð í aðgerð í mars síðastliðnum. „Hún varð veik nóttina fyrir aðgerðina og það var ekki við neinn að sakast að aðgerðinni var frestað,“ segir Ásgeir. Þegar þau voru komin á spítalann á mánudaginn var þeim svo vísað frá þar sem ekki var pláss á gjörgæslu. Það er hægara sagt en gert að fara í svona aðgerð, Sóllilja þarf að vera alveg frísk og koma nokkrum dögum áður í blóðprufu. „Þegar maður er lítill, þá er mjög sársaukafullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið.“ Fyrir aðgerðina þarf Sóllilja að fasta um nóttina. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni.“ Eftir aðgerðina mun hún svo þurfa að liggja inni á gjörgæslu undir eftirliti. Fjölskyldan stendur frammi fyrir mikilli óvissu. „Við spurðum að því þegar þetta var útskýrt fyrir okkur, hvort það mætti fresta þessu um tvo mánuði og hvers vegna aðgerðin var þá ekki bókuð í lok apríl. Þeir segja á sama tíma að það þurfi að fara í þetta sem fyrst, svo segja þeir á móti að það breyti ekki öllu. Við höfum ekki fengið skýr svör við þessu.“ Fjölskyldan býr í Borgarfirði og þarf að keyra til og frá Reykjavík til að sækja sér þjónustu. Ásgeir segir þau heppin að hafa aðgang að gistingu á höfuðborgarsvæðinu. „Burtséð frá kostnaðinum við að keyra frá Borgarfirði og gista í bænum með tilheyrandi vinnutapi, þá er það andlegi þátturinn. Það er mjög erfitt fyrir foreldra með lítið barn að standa í þessu. Auðvitað var ekki hægt annað en að fresta þessu í fyrsta skiptið, en að þurfa að fresta þessu aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ Foreldrarnir hyggjast skrifa Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Starfsmenn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítalanum.“ Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum við vinnslu fréttarinnar um hversu mörgum aðgerðum hefur verið frestað. Ásgeir segir að ekki sé við starfsfólk Landspítalans að sakast. „Þegar við förum með hana í aðgerðina næst, þá verður það sjötta Reykjavíkurferðin til að fara í aðgerðina. Fyrir utan allar rannsóknirnar á undan til að staðfesta að hún þurfi að fara í aðgerðina. Þetta er mikið álag og alveg ömurlegt. Að trilla barninu langa ganginn, það er ekki skemmtilegt. Hvað þá að gera það í þriðja skiptið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira
Plássleysi á gjörgæslu Landspítalans verður til þess að sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð þangað til í lok mánaðarins. Foreldrar Sóllilju Ásgeirsdóttur eru ekki sáttir við að þurfa að bíða, verið sé að setja óþarfa álag bæði á þau og dóttur þeirra. Hyggjast þau skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast fljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu,“ segir Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju. Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að framkvæma aðgerðina strax og var hún bókuð í aðgerð í mars síðastliðnum. „Hún varð veik nóttina fyrir aðgerðina og það var ekki við neinn að sakast að aðgerðinni var frestað,“ segir Ásgeir. Þegar þau voru komin á spítalann á mánudaginn var þeim svo vísað frá þar sem ekki var pláss á gjörgæslu. Það er hægara sagt en gert að fara í svona aðgerð, Sóllilja þarf að vera alveg frísk og koma nokkrum dögum áður í blóðprufu. „Þegar maður er lítill, þá er mjög sársaukafullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið.“ Fyrir aðgerðina þarf Sóllilja að fasta um nóttina. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni.“ Eftir aðgerðina mun hún svo þurfa að liggja inni á gjörgæslu undir eftirliti. Fjölskyldan stendur frammi fyrir mikilli óvissu. „Við spurðum að því þegar þetta var útskýrt fyrir okkur, hvort það mætti fresta þessu um tvo mánuði og hvers vegna aðgerðin var þá ekki bókuð í lok apríl. Þeir segja á sama tíma að það þurfi að fara í þetta sem fyrst, svo segja þeir á móti að það breyti ekki öllu. Við höfum ekki fengið skýr svör við þessu.“ Fjölskyldan býr í Borgarfirði og þarf að keyra til og frá Reykjavík til að sækja sér þjónustu. Ásgeir segir þau heppin að hafa aðgang að gistingu á höfuðborgarsvæðinu. „Burtséð frá kostnaðinum við að keyra frá Borgarfirði og gista í bænum með tilheyrandi vinnutapi, þá er það andlegi þátturinn. Það er mjög erfitt fyrir foreldra með lítið barn að standa í þessu. Auðvitað var ekki hægt annað en að fresta þessu í fyrsta skiptið, en að þurfa að fresta þessu aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ Foreldrarnir hyggjast skrifa Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. „Starfsmenn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítalanum.“ Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum við vinnslu fréttarinnar um hversu mörgum aðgerðum hefur verið frestað. Ásgeir segir að ekki sé við starfsfólk Landspítalans að sakast. „Þegar við förum með hana í aðgerðina næst, þá verður það sjötta Reykjavíkurferðin til að fara í aðgerðina. Fyrir utan allar rannsóknirnar á undan til að staðfesta að hún þurfi að fara í aðgerðina. Þetta er mikið álag og alveg ömurlegt. Að trilla barninu langa ganginn, það er ekki skemmtilegt. Hvað þá að gera það í þriðja skiptið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira