Íslendingar regluglaðastir OECD þjóða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2019 19:30 Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD-þjóða. Verkefnastjóri hjá OECD segir íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til þess að ofregluvæða og segir fyrirkomulagið íþyngjandi fyrir efnahagslífið. Úttekt efnahags- og framfararstofnunar Evrópu, eða OECD, á eftirlitsreglum aðildarþjóða var kynnt á fundi um eftirlitsmenningu á Íslandi í morgun. Þar kemur fram að Íslendingar búa við flóknasta regluverkið. „Á öllum þessum sviðum, hverju einasta þeirra, að þá er miklu meira af regluverki á Íslandi, en annars staðar í OECD. Þetta er það hagkerfi í OECD þar sem regluverkið er mest," segir Ania Thiemann, verkefnisstjóri samkeppnismats OECD. Hún segir að svo flókið regluverk geti hamlað hagvexti. „Við höfum áþreifanlegar sannanir sem sýna okkur að eftir því sem hagkerfi er bundið af fleiri reglum, þeim mun afkastaminna er það. Við vitum af reynslunni að ef maður dregur úr stjórnunarbyrðinni og ef maður losnar við þunga reglusetningu, þá eykst framleiðni og til langframa eykst hagvöxtur," segir Ania. Stjórnvöld þurfi betur að áhrifunum áður en nýjar reglur séu settar. „Það sem við sjáum á Íslandi er tilhneiging til að setja of margar reglur og setja of marga staðla sem eru kannski ekki nauðsynlegir," segir hún. Verkefnastjóri á samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins telur að auka mætti skilvirkni með samþættingu. „Við erum til dæmis að eiga við tíu heilbrigðisumdæmi á Íslandi og hvert og eitt þeirra er stjórnvald sem fylgir sínum eigin reglum," segir Heiðrún Björk Gísladóttir. „Við höfum allavega lagt til að það verði í rauninni bara eitt heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sem myndi þá jafnvel taka yfir fleiri stofnanir, eins og Fiskistofu, allt matvælaeftirlit og Vinnueftirlitið þess vegna," segir Heiðrún. Efnahagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD-þjóða. Verkefnastjóri hjá OECD segir íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til þess að ofregluvæða og segir fyrirkomulagið íþyngjandi fyrir efnahagslífið. Úttekt efnahags- og framfararstofnunar Evrópu, eða OECD, á eftirlitsreglum aðildarþjóða var kynnt á fundi um eftirlitsmenningu á Íslandi í morgun. Þar kemur fram að Íslendingar búa við flóknasta regluverkið. „Á öllum þessum sviðum, hverju einasta þeirra, að þá er miklu meira af regluverki á Íslandi, en annars staðar í OECD. Þetta er það hagkerfi í OECD þar sem regluverkið er mest," segir Ania Thiemann, verkefnisstjóri samkeppnismats OECD. Hún segir að svo flókið regluverk geti hamlað hagvexti. „Við höfum áþreifanlegar sannanir sem sýna okkur að eftir því sem hagkerfi er bundið af fleiri reglum, þeim mun afkastaminna er það. Við vitum af reynslunni að ef maður dregur úr stjórnunarbyrðinni og ef maður losnar við þunga reglusetningu, þá eykst framleiðni og til langframa eykst hagvöxtur," segir Ania. Stjórnvöld þurfi betur að áhrifunum áður en nýjar reglur séu settar. „Það sem við sjáum á Íslandi er tilhneiging til að setja of margar reglur og setja of marga staðla sem eru kannski ekki nauðsynlegir," segir hún. Verkefnastjóri á samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins telur að auka mætti skilvirkni með samþættingu. „Við erum til dæmis að eiga við tíu heilbrigðisumdæmi á Íslandi og hvert og eitt þeirra er stjórnvald sem fylgir sínum eigin reglum," segir Heiðrún Björk Gísladóttir. „Við höfum allavega lagt til að það verði í rauninni bara eitt heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sem myndi þá jafnvel taka yfir fleiri stofnanir, eins og Fiskistofu, allt matvælaeftirlit og Vinnueftirlitið þess vegna," segir Heiðrún.
Efnahagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira