Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2019 19:15 Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. Töluverðs titrings gætir á stjórnarheimilinu vegna biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi. Í gær var haft eftir Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra væri fullkunnugt um óánægju þingmanna flokksins vegna málsins. Hann gagnrýnir að fólk sé sent erlendis í dýrari aðgerðí staðþess að fara á einkareknar stofur hér á landi. Í forstjórapistli Páls Matthíassonar í gær kemur enn fremur fram að aukafjármagn til liðskiptaaðgerða hafi verið nýtt á Landspítalanum en þörfin sé meiri og fari vaxandi. Ákveði stjórnvöld ráðast í átak til að eyða biðlistum taki spítalinn þátt. Ein af þeim hátt íþúsund manns sem bíða eftir liðskiptaaðgerð er Helga Möller söngkona sem fékk að vita í desember að hún þyrfti nauðsynlega á slíkri aðgerð að halda. „Í desember fékk ég að vita að liðbrjóskið væri alveg farið í mjöðminni þannig að þetta væri komið bein við bein. Þetta hefur þýtt að nú er ég óvinnufær eins og gefur að skilja,“.Ákvað að greiða sjálf fyrir aðgerð Helga er fullfrísk að öðru leyti og vill komast sem fyrst að vinna og í eðlilega virkni. Hún gat valið um að bíða í rúmt ár eftir aðgerð á Landspítalanum, fara til Svíþjóðar í maí eða fara á einkarekna stofu á næstu vikum. Hún ákvað eftir mikla umhugsun að taka þriðja kostinn. „Ég var hreinlega ekki til í að fara til ókunnugs læknis í Svíþjóð þar sem engin eftirmeðferð er í boði og fljúga svo heim sárkvalin þannig að ég valdi að fara á Klíníkina hér heima og greiða sjálf fyrir aðgerðina. Það er hins vegar afskaplega skrítið að ríkið skuli vera tilbúið að senda sjúklinga eins og mig fyrir þrjár milljónir til Svíþjóðar, vera þar í viku með aðstoðarmann sem er á hóteli allan tímann og fara svo á Saga Class heim. Á sama tíma eru þau ekki tilbúin að greiða tólf hundruð þúsund fyrir aðgerð á Klíníkinni hér heima og fá meira segja hluta af þeirri upphæð til baka í skatta. Ég bara skil ekki af hverju stjórnvöld eru ekki til í að taka þátt í þessum kostnaði eða að minnsta kosti hluta af honum,“ segir Helga. Ætlar að sér að komast í form sem fyrst eftir aðgerð „Ég ætla að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og finnst að ráðamenn ættu einmitt að vera að hugsa um það að fólk komist sem fyrst að starfa. Þeir eru hins vegar ekkert að pæla í fólki eins og mér, fólki sem lifir á verkjalyfjum og bólgueyðandi og þarf stundum svefnlyf til að geta sofið fyrir verkjum,“ segir Helga. Ráðamenn geta fundið leið Hún segir stjórnvöld skorta heildarsýn í málaflokknum. „Ég biðla til ríkisstjórnarinnar, ég biðla til ráðamanna, það er hægt að finna leið út úr þessu. Gerið nú eitthvað í þessum málum, það er hægt að finna leið, við vitum það,“ segir Helga að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. Töluverðs titrings gætir á stjórnarheimilinu vegna biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi. Í gær var haft eftir Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra væri fullkunnugt um óánægju þingmanna flokksins vegna málsins. Hann gagnrýnir að fólk sé sent erlendis í dýrari aðgerðí staðþess að fara á einkareknar stofur hér á landi. Í forstjórapistli Páls Matthíassonar í gær kemur enn fremur fram að aukafjármagn til liðskiptaaðgerða hafi verið nýtt á Landspítalanum en þörfin sé meiri og fari vaxandi. Ákveði stjórnvöld ráðast í átak til að eyða biðlistum taki spítalinn þátt. Ein af þeim hátt íþúsund manns sem bíða eftir liðskiptaaðgerð er Helga Möller söngkona sem fékk að vita í desember að hún þyrfti nauðsynlega á slíkri aðgerð að halda. „Í desember fékk ég að vita að liðbrjóskið væri alveg farið í mjöðminni þannig að þetta væri komið bein við bein. Þetta hefur þýtt að nú er ég óvinnufær eins og gefur að skilja,“.Ákvað að greiða sjálf fyrir aðgerð Helga er fullfrísk að öðru leyti og vill komast sem fyrst að vinna og í eðlilega virkni. Hún gat valið um að bíða í rúmt ár eftir aðgerð á Landspítalanum, fara til Svíþjóðar í maí eða fara á einkarekna stofu á næstu vikum. Hún ákvað eftir mikla umhugsun að taka þriðja kostinn. „Ég var hreinlega ekki til í að fara til ókunnugs læknis í Svíþjóð þar sem engin eftirmeðferð er í boði og fljúga svo heim sárkvalin þannig að ég valdi að fara á Klíníkina hér heima og greiða sjálf fyrir aðgerðina. Það er hins vegar afskaplega skrítið að ríkið skuli vera tilbúið að senda sjúklinga eins og mig fyrir þrjár milljónir til Svíþjóðar, vera þar í viku með aðstoðarmann sem er á hóteli allan tímann og fara svo á Saga Class heim. Á sama tíma eru þau ekki tilbúin að greiða tólf hundruð þúsund fyrir aðgerð á Klíníkinni hér heima og fá meira segja hluta af þeirri upphæð til baka í skatta. Ég bara skil ekki af hverju stjórnvöld eru ekki til í að taka þátt í þessum kostnaði eða að minnsta kosti hluta af honum,“ segir Helga. Ætlar að sér að komast í form sem fyrst eftir aðgerð „Ég ætla að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og finnst að ráðamenn ættu einmitt að vera að hugsa um það að fólk komist sem fyrst að starfa. Þeir eru hins vegar ekkert að pæla í fólki eins og mér, fólki sem lifir á verkjalyfjum og bólgueyðandi og þarf stundum svefnlyf til að geta sofið fyrir verkjum,“ segir Helga. Ráðamenn geta fundið leið Hún segir stjórnvöld skorta heildarsýn í málaflokknum. „Ég biðla til ríkisstjórnarinnar, ég biðla til ráðamanna, það er hægt að finna leið út úr þessu. Gerið nú eitthvað í þessum málum, það er hægt að finna leið, við vitum það,“ segir Helga að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira