Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2019 10:28 Berglind Svavarsdóttir segir málið snúast um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari. „Þetta mál snýst um stöðu félagsins sem slíks,“ segir Berglind Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands.Vísir greindi í gær fá áfrýjunarbeiðni Lögmannafélags Íslands í máli þess gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Hann hlaut áminningu frá félaginu, sem hann kærði. Landsréttur snéri nýlega við dómi sem féll í héraði Jóni í vil; niðurstaðan er sú að Lögmannafélagið hefði ekki lögsögu í téðu máli.Hafnar því alfarið að um aðför sé að ræða Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Jóns Steinars, gagnrýndi harðlega þá ákvörðun stjórnar að leitast við að málið rati fyrir Hæstarétt Íslands, hann sagði nóg komið og málið væri reyndar félaginu til skammar. Berglind segir það rétt, að þeir félagar Björgvin og Jón Steinar séu ekkert lambið að leika sér við.Jón Steinar og Björgvin skilja ekkert á hvaða vegferð Lögmannafélagið er. Þar er formaður Berglind Svavarsdótti sem hér sést ásamt þeim Davíð Þór Björgvinssyni og Benedikt Bogasyni á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli dómara Landsréttar.„En, þetta snýst um heimild félagsins til að fylgja eftir eftirlits og agavaldi sem því er fengið samkvæmt lögum, samþykktum og siðareglum. Snýst bara um heimild félagsins – ekki um persónuna.“En, nú telur Jón Steinar þetta einhvers konar hluta af aðför að sér í kjölfar gagnrýni hans á dómstóla?„Ég mótmæli því algerlega. Málið er lagatæknilegs eðlis frekar en að þetta snúist um persónu. Þetta snýst um stöðu félagsins. Svo er það þannig að stjórnin hefur ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi. Við vitum ekki hvort það verður veitt. Og meðan það er til meðferðar í kerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig nánar um það,“ segir Berglind. Hún vill alls ekki persónugera málið.Kostnaðurinn mun koma í ljós á aðalfundiEn, almennt frá sjónarhóli leikmanns þá skýtur það skökku við, sé litið til hinnar nauðsynlegu virðingar sem dómstólar þurfa að njóta í réttarríki, að Lögmannafélagið efist um niðurstöðu Landsréttar? „Já, það er sjónarmið. En, við erum nú komin með þessi þrjú dómsstig. Við teljum að þetta mál hafi annars vegar verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni félagsins; að fá vitneskju um stöðu þess. Þannig teljum skilyrði að sækja um þetta áfrýjunarleyfi. Sem verður bara að koma í ljós hvort verður veitt.“ Björgvin spyr hvað þetta kosti félagið?„Ég er bara því miður ekki með takteinum. En, þetta kemur væntanlega upp á aðalfundi félagsins, um leið og farið verður yfir reikninga félagsins. Þá upplýsist það. Þeir munu væntanlega mæta þar.“ Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
„Þetta mál snýst um stöðu félagsins sem slíks,“ segir Berglind Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands.Vísir greindi í gær fá áfrýjunarbeiðni Lögmannafélags Íslands í máli þess gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Hann hlaut áminningu frá félaginu, sem hann kærði. Landsréttur snéri nýlega við dómi sem féll í héraði Jóni í vil; niðurstaðan er sú að Lögmannafélagið hefði ekki lögsögu í téðu máli.Hafnar því alfarið að um aðför sé að ræða Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Jóns Steinars, gagnrýndi harðlega þá ákvörðun stjórnar að leitast við að málið rati fyrir Hæstarétt Íslands, hann sagði nóg komið og málið væri reyndar félaginu til skammar. Berglind segir það rétt, að þeir félagar Björgvin og Jón Steinar séu ekkert lambið að leika sér við.Jón Steinar og Björgvin skilja ekkert á hvaða vegferð Lögmannafélagið er. Þar er formaður Berglind Svavarsdótti sem hér sést ásamt þeim Davíð Þór Björgvinssyni og Benedikt Bogasyni á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli dómara Landsréttar.„En, þetta snýst um heimild félagsins til að fylgja eftir eftirlits og agavaldi sem því er fengið samkvæmt lögum, samþykktum og siðareglum. Snýst bara um heimild félagsins – ekki um persónuna.“En, nú telur Jón Steinar þetta einhvers konar hluta af aðför að sér í kjölfar gagnrýni hans á dómstóla?„Ég mótmæli því algerlega. Málið er lagatæknilegs eðlis frekar en að þetta snúist um persónu. Þetta snýst um stöðu félagsins. Svo er það þannig að stjórnin hefur ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi. Við vitum ekki hvort það verður veitt. Og meðan það er til meðferðar í kerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig nánar um það,“ segir Berglind. Hún vill alls ekki persónugera málið.Kostnaðurinn mun koma í ljós á aðalfundiEn, almennt frá sjónarhóli leikmanns þá skýtur það skökku við, sé litið til hinnar nauðsynlegu virðingar sem dómstólar þurfa að njóta í réttarríki, að Lögmannafélagið efist um niðurstöðu Landsréttar? „Já, það er sjónarmið. En, við erum nú komin með þessi þrjú dómsstig. Við teljum að þetta mál hafi annars vegar verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni félagsins; að fá vitneskju um stöðu þess. Þannig teljum skilyrði að sækja um þetta áfrýjunarleyfi. Sem verður bara að koma í ljós hvort verður veitt.“ Björgvin spyr hvað þetta kosti félagið?„Ég er bara því miður ekki með takteinum. En, þetta kemur væntanlega upp á aðalfundi félagsins, um leið og farið verður yfir reikninga félagsins. Þá upplýsist það. Þeir munu væntanlega mæta þar.“
Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53