Forvitin augu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. apríl 2019 08:00 Sama hvaða skoðun fólk hefur á Julian Assange, útgefanda Wikileaks, þá blasir við að fangelsun hans nýverið og yfirvofandi framsal til Bandaríkjanna er meiriháttar ógn við sjálfstæði og öryggi blaðamanna, ritstjóra og útgefenda vítt og breitt um heiminn. Fari svo að Bretar verði við ósk bandarískra dómsmálayfirvalda um framsal — á grundvelli óljósrar ákæru á hendur Assange um netglæpi — er næsta víst að margra ára átök taki við um gildi og aðferðir blaðamennsku á stafrænni öld, um vernd heimildarmanna og hvernig þeir koma upplýsingum til blaðamanna. Eins og er stendur ekki til að sækja Assange til saka fyrir birtingu trúnaðargagna, heldur er honum gefið að sök að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að hylja stafræna slóð sína er hún kom gögnum í hendur Wikileaks. Þetta eru gögn sem áttu ótvírætt erindi í fjölmiðla og var fyrst greint frá hér á landi. Sú birting sýndi hvernig bandarískir hermenn hlógu er þeir skutu á og drápu hermenn, óbreytta borgara og tvo blaðamenn Reuters úr herþyrlu í Írak árið 2010. Manning sat á bak við lás og slá í sjö ár eftir að hafa verið dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum til Wikileaks. Hún hefur á ný verið fangelsuð, að þessu sinni fyrir að neita að tjá sig um glæpi sem Obama Bandaríkjaforseti hafði náðað hana fyrir. Linnulaus barátta bandarískra yfirvalda til að koma Assange á bak við lás og slá er birtingarmynd þeirra eitruðu stjórnmála sem stunduð eru í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þar sem frjálsir fjölmiðlar eru sagðir vera verstu óvinir almennings, eins og Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir. Heiftin er slík að hún þekkir ekki landamæri. Enginn er öruggur ef hann er sagður vinna gegn hagsmunum stjórnvalda. Þannig varðar mál Julian Assange alla blaðamenn, og þar með alla þá sem kjósa að búa í upplýstu og frjálsu samfélagi. Hámarksrefsing fyrir þau brot sem Assange er sakaður um núna er fimm ár. Hins vegar er ekki útilokað, og ætti þar með að vera álitið öruggt, að Assange verði á seinni stigum málsins ákærður fyrir brot á bandarísku njósnalöggjöfinni. Brot sem fela í sér þann möguleika að Assange verði fangelsaður fyrir lífstíð, eða jafnvel tekinn af lífi. Fari það svo að Bretar framselji Assange til Bandaríkjanna, þá mun það verða þeim sem eru við stjórnvölinn þar í landi til ævarandi skammar enda blasir við að málið gegn Assange er knúið áfram af annarlegum pólitískum hvötum og til þess eins að refsa blaðamönnum og heimildarmönnum þeirra. Það er vel við hæfi að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að mál Assange verði leyst með þeim hætti sem sæmir siðuðum ríkjum, slíkt væri viðeigandi á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Eins ættu blaðamenn hér á landi að láta mál Assange sig varða, enda tekur það til atriða sem liggja til grundvallar í starfi blaðamanna á 21. öldinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mál Julians Assange Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Sama hvaða skoðun fólk hefur á Julian Assange, útgefanda Wikileaks, þá blasir við að fangelsun hans nýverið og yfirvofandi framsal til Bandaríkjanna er meiriháttar ógn við sjálfstæði og öryggi blaðamanna, ritstjóra og útgefenda vítt og breitt um heiminn. Fari svo að Bretar verði við ósk bandarískra dómsmálayfirvalda um framsal — á grundvelli óljósrar ákæru á hendur Assange um netglæpi — er næsta víst að margra ára átök taki við um gildi og aðferðir blaðamennsku á stafrænni öld, um vernd heimildarmanna og hvernig þeir koma upplýsingum til blaðamanna. Eins og er stendur ekki til að sækja Assange til saka fyrir birtingu trúnaðargagna, heldur er honum gefið að sök að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að hylja stafræna slóð sína er hún kom gögnum í hendur Wikileaks. Þetta eru gögn sem áttu ótvírætt erindi í fjölmiðla og var fyrst greint frá hér á landi. Sú birting sýndi hvernig bandarískir hermenn hlógu er þeir skutu á og drápu hermenn, óbreytta borgara og tvo blaðamenn Reuters úr herþyrlu í Írak árið 2010. Manning sat á bak við lás og slá í sjö ár eftir að hafa verið dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum til Wikileaks. Hún hefur á ný verið fangelsuð, að þessu sinni fyrir að neita að tjá sig um glæpi sem Obama Bandaríkjaforseti hafði náðað hana fyrir. Linnulaus barátta bandarískra yfirvalda til að koma Assange á bak við lás og slá er birtingarmynd þeirra eitruðu stjórnmála sem stunduð eru í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þar sem frjálsir fjölmiðlar eru sagðir vera verstu óvinir almennings, eins og Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir. Heiftin er slík að hún þekkir ekki landamæri. Enginn er öruggur ef hann er sagður vinna gegn hagsmunum stjórnvalda. Þannig varðar mál Julian Assange alla blaðamenn, og þar með alla þá sem kjósa að búa í upplýstu og frjálsu samfélagi. Hámarksrefsing fyrir þau brot sem Assange er sakaður um núna er fimm ár. Hins vegar er ekki útilokað, og ætti þar með að vera álitið öruggt, að Assange verði á seinni stigum málsins ákærður fyrir brot á bandarísku njósnalöggjöfinni. Brot sem fela í sér þann möguleika að Assange verði fangelsaður fyrir lífstíð, eða jafnvel tekinn af lífi. Fari það svo að Bretar framselji Assange til Bandaríkjanna, þá mun það verða þeim sem eru við stjórnvölinn þar í landi til ævarandi skammar enda blasir við að málið gegn Assange er knúið áfram af annarlegum pólitískum hvötum og til þess eins að refsa blaðamönnum og heimildarmönnum þeirra. Það er vel við hæfi að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að mál Assange verði leyst með þeim hætti sem sæmir siðuðum ríkjum, slíkt væri viðeigandi á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Eins ættu blaðamenn hér á landi að láta mál Assange sig varða, enda tekur það til atriða sem liggja til grundvallar í starfi blaðamanna á 21. öldinni.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun