„Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 13:43 Jón Gunnarsson og Svandís Svavarsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þetta mál,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Málið varðar biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm hér á landi en þúsundir Íslendinga bíða eftir að komast í slíka aðgerð. Jón væntir þess að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar sem kemur saman eftir páska. Hann ritaði grein í Morgunblaðið síðastliðið haust ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjari Níelssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þar sem þau töldu að núverandi heilbrigðisráðherra væri að auka starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og dregið sé úr framlagi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og heilbrigðisstofnana. Er það röng stefna að þeirra mati.Sendir erlendis í dýrari aðgerð Staðan sé þannig í dag að ef fólk er búið að bíða í þrjá mánuði eftir liðskiptaaðgerð þá eigi það kost á að fara til Svíþjóðar í slíka aðgerð sem Jón segir að sé tvöfalt dýrara en að láta það gangast undir slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum og heilbrigðisstofnunum hér á landi. Jón og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að bregðast við vandanum með því að bjóða út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðissviði og starfsfólk þeirra getur leyst. Hann segir tvo biðlista í gangi hér á landi vegna slíkra aðgerða. Annars vegar þeir sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir sem bíða eftir að komast í greiningu til að komast á biðlista eftir aðgerð.Mikið tjón fyrir samfélagið Jón segir þetta mikið tjón fyrir samfélagið. Fólk sé frá vinnu og verður fyrir stórkostlegri lífskjaraskerðingu. „Það fer ekki alveg saman mynd og texti þegar við erum með sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem geta hjálpa til í þessu en ráðherra segir að það sé ekki hægt að versla við þá því það vanti meira fjármagn. Á sama tíma er hægt að senda sjúklinga erlendis en það er dýrara fyrir samfélagið og kemur vert niður á þeim sem minna mega sín.“ Hann segir þetta pólitíska ákvörðun, að senda sjúklinga fremur erlendis en að láta sjálfstætt starfandi framkvæma aðgerðirnar hér á landi. „Þolinmæði mín og annarra er á þrotum.“ Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
„Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þetta mál,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Málið varðar biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm hér á landi en þúsundir Íslendinga bíða eftir að komast í slíka aðgerð. Jón væntir þess að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar sem kemur saman eftir páska. Hann ritaði grein í Morgunblaðið síðastliðið haust ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjari Níelssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þar sem þau töldu að núverandi heilbrigðisráðherra væri að auka starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og dregið sé úr framlagi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og heilbrigðisstofnana. Er það röng stefna að þeirra mati.Sendir erlendis í dýrari aðgerð Staðan sé þannig í dag að ef fólk er búið að bíða í þrjá mánuði eftir liðskiptaaðgerð þá eigi það kost á að fara til Svíþjóðar í slíka aðgerð sem Jón segir að sé tvöfalt dýrara en að láta það gangast undir slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum og heilbrigðisstofnunum hér á landi. Jón og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að bregðast við vandanum með því að bjóða út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðissviði og starfsfólk þeirra getur leyst. Hann segir tvo biðlista í gangi hér á landi vegna slíkra aðgerða. Annars vegar þeir sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir sem bíða eftir að komast í greiningu til að komast á biðlista eftir aðgerð.Mikið tjón fyrir samfélagið Jón segir þetta mikið tjón fyrir samfélagið. Fólk sé frá vinnu og verður fyrir stórkostlegri lífskjaraskerðingu. „Það fer ekki alveg saman mynd og texti þegar við erum með sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem geta hjálpa til í þessu en ráðherra segir að það sé ekki hægt að versla við þá því það vanti meira fjármagn. Á sama tíma er hægt að senda sjúklinga erlendis en það er dýrara fyrir samfélagið og kemur vert niður á þeim sem minna mega sín.“ Hann segir þetta pólitíska ákvörðun, að senda sjúklinga fremur erlendis en að láta sjálfstætt starfandi framkvæma aðgerðirnar hér á landi. „Þolinmæði mín og annarra er á þrotum.“
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira