Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2019 13:45 Ragnar Þór Pétursson er formaður Kennarasambands Íslands. vísir/vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir Lífskjarasamninginn sem almenni vinnumarkaðurinn undirritaði nýverið, ekki byggðan á trausti og því ekki vera forsenda til almennra sátta. Formaður framhaldsskólakennara segir að hækka þurfi opinbera starfsmenn meira í launum en samið var um á almenna vinnumarkaði. Tekist var á um Lífskjarasamninginn svokallaða í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, sagði samninginn undirritaðan í andrúmslofti spennu og átaka - ekki sátta. Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar þessa orðræðu óábyrga. „Þessir samningur eins og hann er, hann er ekkert nema vopnahlé í baráttunni. Ekki þar með sagt að hann geti ekki verið gott innlegg í frekari þjóðarsátt. Það er mjög margt gott í þessum samningi og margt gott í aðdraganda þessa samnings sem hægt er að byggja á. Ég held að við séum í afneitun gagnvart ástandinu ef við getum byggt restina ofan á þetta. Það þarf að laga undirstöðuna“ segir Ragnar Þór.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.Opinberir starfsmenn hækki meira í launum Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir samningin merkilegan og upphaf nýrra leiða í samningagerð. Hún telur þó að samningar hjá hinu opinbera verði ekki steyptir í sama mót. Meta þurfi menntun til launa. Opinberir starfsmenn þurfi því að hækka meira í launum til að halda í við það. „Þá ætla ég að halda því til haga að það er launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins. Þegar við berum saman stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þar sem að opinberi geirinn er lægra launasettur. Það liggja fyrir fyrirheit stjórnvalda að jafna þennan launa mun. Mér finnst bara mikilvægt að halda því til að haga að við erum lögð af stað í þá vegverð að jafna launmun opinbera starfsmanna. Ef að stjórnvöld ætla að standa við það fyrirheit verður það augljóslega að fela það í sér að opinberir starfsmenn hækka hlutfallslega meira í launum núna í þessari samningagerð, og mögulega næstu samningum, heldur en almenni markaðurinn. Öðruvísi getum við ekki jafnað þennan launamun,“ segir Guðríður.Hlusta má á umræðurnar í Sprengisandi að neðan. Kjaramál Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir Lífskjarasamninginn sem almenni vinnumarkaðurinn undirritaði nýverið, ekki byggðan á trausti og því ekki vera forsenda til almennra sátta. Formaður framhaldsskólakennara segir að hækka þurfi opinbera starfsmenn meira í launum en samið var um á almenna vinnumarkaði. Tekist var á um Lífskjarasamninginn svokallaða í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, sagði samninginn undirritaðan í andrúmslofti spennu og átaka - ekki sátta. Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar þessa orðræðu óábyrga. „Þessir samningur eins og hann er, hann er ekkert nema vopnahlé í baráttunni. Ekki þar með sagt að hann geti ekki verið gott innlegg í frekari þjóðarsátt. Það er mjög margt gott í þessum samningi og margt gott í aðdraganda þessa samnings sem hægt er að byggja á. Ég held að við séum í afneitun gagnvart ástandinu ef við getum byggt restina ofan á þetta. Það þarf að laga undirstöðuna“ segir Ragnar Þór.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.Opinberir starfsmenn hækki meira í launum Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir samningin merkilegan og upphaf nýrra leiða í samningagerð. Hún telur þó að samningar hjá hinu opinbera verði ekki steyptir í sama mót. Meta þurfi menntun til launa. Opinberir starfsmenn þurfi því að hækka meira í launum til að halda í við það. „Þá ætla ég að halda því til haga að það er launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins. Þegar við berum saman stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þar sem að opinberi geirinn er lægra launasettur. Það liggja fyrir fyrirheit stjórnvalda að jafna þennan launa mun. Mér finnst bara mikilvægt að halda því til að haga að við erum lögð af stað í þá vegverð að jafna launmun opinbera starfsmanna. Ef að stjórnvöld ætla að standa við það fyrirheit verður það augljóslega að fela það í sér að opinberir starfsmenn hækka hlutfallslega meira í launum núna í þessari samningagerð, og mögulega næstu samningum, heldur en almenni markaðurinn. Öðruvísi getum við ekki jafnað þennan launamun,“ segir Guðríður.Hlusta má á umræðurnar í Sprengisandi að neðan.
Kjaramál Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira