Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2019 14:15 Pekka Haavisto, leiðtogi Græningja, Jussi Halla-aho, leiðtogi Sannra Finna og Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna. AP Finnar munu ganga að kjörborðinu á morgun eftir óvenjulega átakamikla mánuði í stjórnmálunum þar í landi. Skoðanakannanir benda til að svo gæti farið að enginn flokkur nái að rjúfa 20 prósenta múrinn og eiga flestir von á því að flokkar muni þurfa að leita samstarfs yfir miðju stjórnmálanna, ætli þeir sér að mynda nýja stjórn. Slíkar viðræður gætu dregist á langinn. Juha Sipilä forsætisráðherra og hægristjórn hans sagði af sér um mánuði fyrir kosningarnar eftir að stjórninni mistókst að ná fyrirhuguðum breytingum á heilbrigðiskerfi landsins í gegnum þingið. Vikurnar fyrir kosningar hafa Sannir Finnar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum, verið á mikilli siglingu og er búist við að þeir verði næststærstir á þingi.Alls eiga 200 þingmenn sæti á finnska þinginu.EPAEnginn flokkur með yfir 20 prósent fylgi Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hægri stjórn verið við völd í landinu eftir að Miðflokkur Sipilä, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar (síðar Blá framtíð) náðu saman um myndun stjórnar. Eftir átök innan flokks Sannra Finna árið 2017 sagði rúmur helmingur þingmanna flokksins, þar með talið formaðurinn og utanríkisráðherrann Timo Soini, skilið við þingflokkinn og mynduðu nýjan flokk, Bláa framtíð. Sá flokkur átti þá áfram sæti í ríkisstjórn Sipilä, en þeir sem eftir voru í þingflokki Sannra Finna gengu til liðs við stjórnarandstöðuna. Í skoðanakönnunum nú má finna merki um óánægju Finna með stjórn Sipilä, en Miðflokkur hans, sem fékk 21,1 prósent atkvæða í kosningunum 2017, mælist nú einungis með 14,5 prósent. Hið sama á við um Sameiningarflokkinn sem hlaut 18,5 prósent í kosningunum 2015 en mælist með tæp sextán prósent nú.Juha Sipilä, formaður Miðflokksins, tók við embætti forsætisráðherra Finnlands árið 2015.APVinstrisveifla Vinstriflokkarnir eru á nokkurri siglingu og stefnir allt í að Jafnaðarmenn verði stærstir á þingi, en þeir mælast nú með tæplega tuttugu prósent atkvæða. Þá hafa Græningjar og Vinstrisambandið einnig bætt við sig fylgi. Venjan í finnskum stjórnmálum hefur verið sú að formaður stærsta flokksins á þingi verður forsætisráðherra landsins. Þá hefur það tíðkast að stjórn sé mynduð yfir miðju stjórnmálanna, og má því segja að hægristjórn Sipilä sé undantekning á þeirri reglu þegar tókst að mynda hreina hægristjórn. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmanna, hefur sagst vilja mynda stjórn yfir miðju og hefur hann nefnt Miðflokkinn, Sameiningarflokkinn, Græningja og Vinstrasambandið sem mögulega samstarfsflokka. Rinne hefur heitið því að hækka lífeyrisgreiðslur, atvinnuleysisbætur og styrki til náms.Antti Rinne er formaður finnskra Jafnaðarmanna.APÖfgafyllri undir stjórn Halla-aho Líkt og áður sagði hafa Sannir Finnar verið á mikilli siglingu undir stjórn formannsins Jussi Halla-aho, sem hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Sumarið 2017 mældist flokkurinn með um tíu prósent fylgi í könnunum, en mælist nú með rúmlega sextán prósent fylgi. Allt stefnir hins vegar í að stjórnarflokkurinn, Blá framtíð, muni ekki ná inn einum einasta þingmanni, en Soini sóttist ekki eftir endurkjöri. Fréttaskýrendur hafa margir sagt Sanna Finna hafa orðið öfgafyllri í formennskutíð Halla-aho. Innflytjendamál hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, ekki síst þar sem erlendir ríkisborgarar eru grunaðir um fjölda kynferðisárása í bænum Oulu að undanförnu sem hefur leitt til mikillar umræðu um hælisleitendur í landinu og stöðu þeirra. Loftslagsmálin hafa sömuleiðis verið áberandi þar sem frambjóðendur Sannra Finna hafa tekið aðra afstöðu en aðrir. Segja þeir Finnland hafi þegar skilað sínu framlagi í loftslagsmálum. Litlu skiptir fyrir loftslagið ef Finnar, Svíar og Norður-Evrópumenn gangi að eigin iðnaði dauðum og flytji framleiðsluna til Kína sem svo séu stikkfrí þegar kemur að því að bregðast við loftslagsbreytingum. Finnland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Finnlands segir af sér eftir skipbrot heilbrigðisumbóta Afsögnin kemur eftir að ríkisstjórn Juha Sipilä féll frá umbótum í heilbrigðis- og félagsmálum. 8. mars 2019 08:19 Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Finnar munu ganga að kjörborðinu á morgun eftir óvenjulega átakamikla mánuði í stjórnmálunum þar í landi. Skoðanakannanir benda til að svo gæti farið að enginn flokkur nái að rjúfa 20 prósenta múrinn og eiga flestir von á því að flokkar muni þurfa að leita samstarfs yfir miðju stjórnmálanna, ætli þeir sér að mynda nýja stjórn. Slíkar viðræður gætu dregist á langinn. Juha Sipilä forsætisráðherra og hægristjórn hans sagði af sér um mánuði fyrir kosningarnar eftir að stjórninni mistókst að ná fyrirhuguðum breytingum á heilbrigðiskerfi landsins í gegnum þingið. Vikurnar fyrir kosningar hafa Sannir Finnar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum, verið á mikilli siglingu og er búist við að þeir verði næststærstir á þingi.Alls eiga 200 þingmenn sæti á finnska þinginu.EPAEnginn flokkur með yfir 20 prósent fylgi Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hægri stjórn verið við völd í landinu eftir að Miðflokkur Sipilä, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar (síðar Blá framtíð) náðu saman um myndun stjórnar. Eftir átök innan flokks Sannra Finna árið 2017 sagði rúmur helmingur þingmanna flokksins, þar með talið formaðurinn og utanríkisráðherrann Timo Soini, skilið við þingflokkinn og mynduðu nýjan flokk, Bláa framtíð. Sá flokkur átti þá áfram sæti í ríkisstjórn Sipilä, en þeir sem eftir voru í þingflokki Sannra Finna gengu til liðs við stjórnarandstöðuna. Í skoðanakönnunum nú má finna merki um óánægju Finna með stjórn Sipilä, en Miðflokkur hans, sem fékk 21,1 prósent atkvæða í kosningunum 2017, mælist nú einungis með 14,5 prósent. Hið sama á við um Sameiningarflokkinn sem hlaut 18,5 prósent í kosningunum 2015 en mælist með tæp sextán prósent nú.Juha Sipilä, formaður Miðflokksins, tók við embætti forsætisráðherra Finnlands árið 2015.APVinstrisveifla Vinstriflokkarnir eru á nokkurri siglingu og stefnir allt í að Jafnaðarmenn verði stærstir á þingi, en þeir mælast nú með tæplega tuttugu prósent atkvæða. Þá hafa Græningjar og Vinstrisambandið einnig bætt við sig fylgi. Venjan í finnskum stjórnmálum hefur verið sú að formaður stærsta flokksins á þingi verður forsætisráðherra landsins. Þá hefur það tíðkast að stjórn sé mynduð yfir miðju stjórnmálanna, og má því segja að hægristjórn Sipilä sé undantekning á þeirri reglu þegar tókst að mynda hreina hægristjórn. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmanna, hefur sagst vilja mynda stjórn yfir miðju og hefur hann nefnt Miðflokkinn, Sameiningarflokkinn, Græningja og Vinstrasambandið sem mögulega samstarfsflokka. Rinne hefur heitið því að hækka lífeyrisgreiðslur, atvinnuleysisbætur og styrki til náms.Antti Rinne er formaður finnskra Jafnaðarmanna.APÖfgafyllri undir stjórn Halla-aho Líkt og áður sagði hafa Sannir Finnar verið á mikilli siglingu undir stjórn formannsins Jussi Halla-aho, sem hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Sumarið 2017 mældist flokkurinn með um tíu prósent fylgi í könnunum, en mælist nú með rúmlega sextán prósent fylgi. Allt stefnir hins vegar í að stjórnarflokkurinn, Blá framtíð, muni ekki ná inn einum einasta þingmanni, en Soini sóttist ekki eftir endurkjöri. Fréttaskýrendur hafa margir sagt Sanna Finna hafa orðið öfgafyllri í formennskutíð Halla-aho. Innflytjendamál hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, ekki síst þar sem erlendir ríkisborgarar eru grunaðir um fjölda kynferðisárása í bænum Oulu að undanförnu sem hefur leitt til mikillar umræðu um hælisleitendur í landinu og stöðu þeirra. Loftslagsmálin hafa sömuleiðis verið áberandi þar sem frambjóðendur Sannra Finna hafa tekið aðra afstöðu en aðrir. Segja þeir Finnland hafi þegar skilað sínu framlagi í loftslagsmálum. Litlu skiptir fyrir loftslagið ef Finnar, Svíar og Norður-Evrópumenn gangi að eigin iðnaði dauðum og flytji framleiðsluna til Kína sem svo séu stikkfrí þegar kemur að því að bregðast við loftslagsbreytingum.
Finnland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Finnlands segir af sér eftir skipbrot heilbrigðisumbóta Afsögnin kemur eftir að ríkisstjórn Juha Sipilä féll frá umbótum í heilbrigðis- og félagsmálum. 8. mars 2019 08:19 Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Ríkisstjórn Finnlands segir af sér eftir skipbrot heilbrigðisumbóta Afsögnin kemur eftir að ríkisstjórn Juha Sipilä féll frá umbótum í heilbrigðis- og félagsmálum. 8. mars 2019 08:19
Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08