Gæsahúðin varði lengi eftir óvænta innkomu ráðherra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 20:00 Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang. Stofnandi Headspace í Ástralíu segir þetta stóra stund fyrir Ísland. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Þangað getur ungt fólk leitað með öll sín vandamál, stór sem smá. Sigurþóra Bergsdóttir er ein af stofnendum þess. Sonur hennar Bergur Snær, svipti sig lífi aðeins nítján ára gamall. Síðan þá hefur Sigurþóra barist fyrir svona úrræði og eftir þrotlausa vinnu síðustu tvö ár, var stór stund í dag. „Að hálf ríkistjórn Íslands hafi mætt hér á málþingið okkar í dag, beint af ríkisstjórnarfundi, ég bara er ennþá með gæsahúð. Þetta var ótrúlega fallegt móment,“ segir hún brosandi. Headspace leiðin var upphaflega stofnuð í Ástralíu árið 2006 og eru 110 starfandi miðstöðvar þar. Stofnandinn segir mikilvægt að grípa inn í hjá ungu fólki um leið og vandamálin gera vart við sig. „Andleg heilsa ungs fólks er það svið sem mest hefur verið varnrækt í heilbrigðiskerfi okkar, áratugum saman. Andleg heilsa ungs fólks fer versnandi svo ríki eru nú farin aðátta sig á að ef þau takast á viðþessi vandamál auðga þau samfélagið, byggja upp fyrir framtíðina og takast á við sennilega stærsta heilsuvanda sem rík lönd standa frammi fyrir, sem er léleg andleg heilsa,“ segir Patrick. Daníel Þór nýtt Samúelsson er ungur maður sem hefur átt við geð- og fíknivanda að stríða. Hann snéri við blaðinu fyrir tveimur árum og segir Bergið tímamóta úrræði og það sem ungt fólk þurfi hér á landi. „Ísland hefur svo mikið alltaf bara verið að tala og tala og tala um eitthvað en síðan er aldrei neitt gert. Svo koma bara þessar konur upp á sitt einsdæmi og gerðu bara eitthvað geggjað. Ég held bara, eins og ég segi, að þetta sé eitthvað sem landið er búið að vera að bíða eftir,“ segir hann. Heilbrigðismál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang. Stofnandi Headspace í Ástralíu segir þetta stóra stund fyrir Ísland. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Þangað getur ungt fólk leitað með öll sín vandamál, stór sem smá. Sigurþóra Bergsdóttir er ein af stofnendum þess. Sonur hennar Bergur Snær, svipti sig lífi aðeins nítján ára gamall. Síðan þá hefur Sigurþóra barist fyrir svona úrræði og eftir þrotlausa vinnu síðustu tvö ár, var stór stund í dag. „Að hálf ríkistjórn Íslands hafi mætt hér á málþingið okkar í dag, beint af ríkisstjórnarfundi, ég bara er ennþá með gæsahúð. Þetta var ótrúlega fallegt móment,“ segir hún brosandi. Headspace leiðin var upphaflega stofnuð í Ástralíu árið 2006 og eru 110 starfandi miðstöðvar þar. Stofnandinn segir mikilvægt að grípa inn í hjá ungu fólki um leið og vandamálin gera vart við sig. „Andleg heilsa ungs fólks er það svið sem mest hefur verið varnrækt í heilbrigðiskerfi okkar, áratugum saman. Andleg heilsa ungs fólks fer versnandi svo ríki eru nú farin aðátta sig á að ef þau takast á viðþessi vandamál auðga þau samfélagið, byggja upp fyrir framtíðina og takast á við sennilega stærsta heilsuvanda sem rík lönd standa frammi fyrir, sem er léleg andleg heilsa,“ segir Patrick. Daníel Þór nýtt Samúelsson er ungur maður sem hefur átt við geð- og fíknivanda að stríða. Hann snéri við blaðinu fyrir tveimur árum og segir Bergið tímamóta úrræði og það sem ungt fólk þurfi hér á landi. „Ísland hefur svo mikið alltaf bara verið að tala og tala og tala um eitthvað en síðan er aldrei neitt gert. Svo koma bara þessar konur upp á sitt einsdæmi og gerðu bara eitthvað geggjað. Ég held bara, eins og ég segi, að þetta sé eitthvað sem landið er búið að vera að bíða eftir,“ segir hann.
Heilbrigðismál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira