Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 13:37 Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands vann að rannsókninni hér á landi. Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Stokkhólmi sýnir að fólk sem glímt hefur við áfallastreituröskun á aukna hættu á að greinast síðar með hjarta- og æðasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. Rannsóknin byggist á sænskum heilsufarsgagnagrunnum en á rannsóknartímabilinu, sem spannaði yfir 25 ár, voru yfir 130 þúsund einstaklingar greindir með áfallastreituröskun eða aðrar raskanir tengdum áföllum eða þungbærri lífsreynslu. Áhætta þessara einstaklinga á að greinast síðar með hjarta- og æðasjúkdóma var borin saman við alsystkini þeirra og óskylda einstaklinga á sama aldri og af sama kyni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingar með áfallastreitutengdar raskanir voru að meðaltali meira en 60% líklegri en systkini þeirra að greinast með hjarta- og æðasjúkóm á fyrsta árinu eftir greiningu á áfallatengdum röskunum og nær 30% líklegri á árunum þar á eftir. Hættan á hjartabilun var einstaklega há, eða um sjöföld á við samanburðarsystkini, á fyrsta árinu eftir greiningu áfallatengdra raskana og áhættan á slagæðastíflu um tvöföld á árunum þar á eftir. Að auki kom í ljós að tengsl áfallatengdra raskana voru sterkari við hjarta- og æðasjúkdóma sem áttu sér stað fyrir 50 ára aldur. Þarf að staðfesta niðurstöðurnar með frekari rannsóknum Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni sem er unnin í samstarfi við Guðmund Þorgeirsson, prófessor emeritus og hjartalækni á Landspítala, ásamt fjölda annarra vísindamanna við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Haft er eftir þeim í tilkynningu að niðurstöðurnar séu mikilvægur áfangi í að auka þekkingu á áhrifum áfalla og áfallastreitu á þróun ýmissa hjarta- og æðasjúkdóma. „Fyrri rannsóknir á þessu sviði byggjast flestar á athugunum á bandarískum hermönnum, s.s. aðallega karlmönnum með ákveðnar tegundir áfalla að baki. Sökum smæðar hafa fyrri rannsóknir heldur ekki getað tekið til allra þeirra hjarta- og æðasjúkdóma sem okkar rannsókn hefur nú varpað ljósi á. […] Það þarf vissulega að staðfesta þessar niðurstöður með frekari rannsóknum og varpa frekara ljósi á undirliggjandi skýringarþætti og við erum með ýmsar slíkar rannsóknir í undirbúningi en rannsóknin Áfallasaga kvenna er meðal annars mikilvægur liður í því samhengi,“ segir Unnur. Aðstandendur rannsóknarinnar hér á landi fara yfir niðurstöðurnar á opinni málstofu í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar klukkan 16 í dag. Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Stokkhólmi sýnir að fólk sem glímt hefur við áfallastreituröskun á aukna hættu á að greinast síðar með hjarta- og æðasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. Rannsóknin byggist á sænskum heilsufarsgagnagrunnum en á rannsóknartímabilinu, sem spannaði yfir 25 ár, voru yfir 130 þúsund einstaklingar greindir með áfallastreituröskun eða aðrar raskanir tengdum áföllum eða þungbærri lífsreynslu. Áhætta þessara einstaklinga á að greinast síðar með hjarta- og æðasjúkdóma var borin saman við alsystkini þeirra og óskylda einstaklinga á sama aldri og af sama kyni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingar með áfallastreitutengdar raskanir voru að meðaltali meira en 60% líklegri en systkini þeirra að greinast með hjarta- og æðasjúkóm á fyrsta árinu eftir greiningu á áfallatengdum röskunum og nær 30% líklegri á árunum þar á eftir. Hættan á hjartabilun var einstaklega há, eða um sjöföld á við samanburðarsystkini, á fyrsta árinu eftir greiningu áfallatengdra raskana og áhættan á slagæðastíflu um tvöföld á árunum þar á eftir. Að auki kom í ljós að tengsl áfallatengdra raskana voru sterkari við hjarta- og æðasjúkdóma sem áttu sér stað fyrir 50 ára aldur. Þarf að staðfesta niðurstöðurnar með frekari rannsóknum Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni sem er unnin í samstarfi við Guðmund Þorgeirsson, prófessor emeritus og hjartalækni á Landspítala, ásamt fjölda annarra vísindamanna við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Haft er eftir þeim í tilkynningu að niðurstöðurnar séu mikilvægur áfangi í að auka þekkingu á áhrifum áfalla og áfallastreitu á þróun ýmissa hjarta- og æðasjúkdóma. „Fyrri rannsóknir á þessu sviði byggjast flestar á athugunum á bandarískum hermönnum, s.s. aðallega karlmönnum með ákveðnar tegundir áfalla að baki. Sökum smæðar hafa fyrri rannsóknir heldur ekki getað tekið til allra þeirra hjarta- og æðasjúkdóma sem okkar rannsókn hefur nú varpað ljósi á. […] Það þarf vissulega að staðfesta þessar niðurstöður með frekari rannsóknum og varpa frekara ljósi á undirliggjandi skýringarþætti og við erum með ýmsar slíkar rannsóknir í undirbúningi en rannsóknin Áfallasaga kvenna er meðal annars mikilvægur liður í því samhengi,“ segir Unnur. Aðstandendur rannsóknarinnar hér á landi fara yfir niðurstöðurnar á opinni málstofu í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar klukkan 16 í dag.
Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira