Engir liggja undir grun eftir árás í Elliðaárdal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. apríl 2019 06:45 Rafstöðvarvegur í Elliðaárdal er mjög vinsæll meðal útvistarfólks. Fréttablaðið/heiða „Það er verið að skoða hvort þarna eru myndavélar og hvort finnast vitni,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 4 á Vínlandsleið, um árás í Elliðaárdal í fyrrakvöld. Árásin var gerð um klukkan hálf ellefu á Rafstöðvarvegi sem liggur austan Elliðaáa og upp undir Höfðabakkabrú. Er það vinsæll vettvangur útivistarfólks af öllu tagi. Valgarður segir þann sem tilkynnti árásina vera ungan karlmann en gefur ekki upp nánari deili á honum. Maðurinn hafi sagt við fyrstu skýrslutöku að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn en ekki sé ljóst hversu margir þeir kunni að hafa verið. „Það er algerlega óvíst. Hann talaði um að menn hefðu ráðist að sér,“ segir aðalvarðstjórinn. Fram kom í tilkynningu að maðurinn hefði verið var sleginn í höfuðið og veittir áverkar. Sjálfur hefði hann talið árásina vera ránstilraun. „Hann var ekki alvarlega slasaður en fór í skoðun á slysadeildinni og var svo útskrifaður þaðan. Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það eru einhverjir endar ennþá sem við höfum ekki alveg náð að botna í. Málið er óljóst og er enn til skoðunar í rannsóknardeildinni hjá okkur.“ Þannig segir Valgarður engan liggja undir grun í málinu að svo stöddu. Sá sem ráðist var á hafi ekki þekkt til árásarmannanna. Hann hafi heldur ekki getað veitt lögreglu gagnlegar vísbendingar um hverjir þeir voru. „Hann lýsir því bara þannig að hann sé þarna að hlaupa þegar ráðist var á hann fyrirvaralaust, einhverjir ókunnugir aðilar. Þeir láta sig svo bara hverfa og það er ekki vitað neitt meir. Hann gerir sér sjálfur ekki alveg grein fyrir því hvað gerðist,“ útskýrir Valgarður. Aðspurður segir Valgarður ekki dæmi um að menn hafi áður veist að fólki sem stundar útivist í Elliðaárdal. „Nei, nei. Það eru engin nýleg dæmi um það hjá okkur,“ svarar hann. Um einstakt tilfelli sé að ræða. Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alveg ástæðulaust.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Það er verið að skoða hvort þarna eru myndavélar og hvort finnast vitni,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 4 á Vínlandsleið, um árás í Elliðaárdal í fyrrakvöld. Árásin var gerð um klukkan hálf ellefu á Rafstöðvarvegi sem liggur austan Elliðaáa og upp undir Höfðabakkabrú. Er það vinsæll vettvangur útivistarfólks af öllu tagi. Valgarður segir þann sem tilkynnti árásina vera ungan karlmann en gefur ekki upp nánari deili á honum. Maðurinn hafi sagt við fyrstu skýrslutöku að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn en ekki sé ljóst hversu margir þeir kunni að hafa verið. „Það er algerlega óvíst. Hann talaði um að menn hefðu ráðist að sér,“ segir aðalvarðstjórinn. Fram kom í tilkynningu að maðurinn hefði verið var sleginn í höfuðið og veittir áverkar. Sjálfur hefði hann talið árásina vera ránstilraun. „Hann var ekki alvarlega slasaður en fór í skoðun á slysadeildinni og var svo útskrifaður þaðan. Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það eru einhverjir endar ennþá sem við höfum ekki alveg náð að botna í. Málið er óljóst og er enn til skoðunar í rannsóknardeildinni hjá okkur.“ Þannig segir Valgarður engan liggja undir grun í málinu að svo stöddu. Sá sem ráðist var á hafi ekki þekkt til árásarmannanna. Hann hafi heldur ekki getað veitt lögreglu gagnlegar vísbendingar um hverjir þeir voru. „Hann lýsir því bara þannig að hann sé þarna að hlaupa þegar ráðist var á hann fyrirvaralaust, einhverjir ókunnugir aðilar. Þeir láta sig svo bara hverfa og það er ekki vitað neitt meir. Hann gerir sér sjálfur ekki alveg grein fyrir því hvað gerðist,“ útskýrir Valgarður. Aðspurður segir Valgarður ekki dæmi um að menn hafi áður veist að fólki sem stundar útivist í Elliðaárdal. „Nei, nei. Það eru engin nýleg dæmi um það hjá okkur,“ svarar hann. Um einstakt tilfelli sé að ræða. Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alveg ástæðulaust.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13