Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. apríl 2019 06:15 Framboð kókaíns og styrkur hefur aukist síðustu ár. Nordicphotos/Getty „Á síðustu þremur árum höfum við séð styrkinn fara upp á við og þróunin á fleiri ára tímabili er upp á við,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) um þau sýni af haldlögðu kókaíni sem stofnunin fær til rannsóknar. Þróunin sé sambærileg á heimsvísu, framboðið mikið og styrkleikinn að aukast. Dómar sem fallið hafa í smyglmálum sýna að nær hreint kókaín er að koma til landsins. Undanfarin ár hafa tollverðir lagt hald á tugi kílóa af kókaíni í Leifsstöð og varð sprenging í þeim efnum árið 2017. Aukið framboð og eftirspurn er að mati sérfræðinga til vitnis um góðæri undangenginna ára enda notkun kókaíns gjarnan beintengd efnahagsaðstæðum hverju sinni. Fréttablaðið hefur áður fjallað um metinnflutning á kókaíni á liðnum árum og lögreglan staðfest að þar á bæ taki menn eftir sífellt meira af efninu í umferð. Í síðasta mánuði hafði RÚV eftir sérfræðingum RLE að magn kókaíns hefði nærri fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík á tveimur árum ef marka má rannsókn á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum. Önnur heimild um magnið og styrkleika efnanna er í dómskjölum hér á landi. Fréttablaðið fór í gegnum alla kókaíntengda dóma sem féllu í fyrra, þar sem efnin voru ýmist haldlögð við innflutning eða í stærri húsleitum. Í fimmtán dómsmálum var um að tefla alls 11 kíló af haldlögðu kókaíni. Í tólf þessara mála var styrkleiki efnanna birtur í dómnum og reyndist hann að meðaltali 66 prósent. Styrkleikinn var allt frá 31 prósenti upp í 86 prósent og verður vart meiri en það. Athygli vekur að í tvígang mældist styrkleiki kókaíns svo hár. Í öðru málinu var um að ræða smygl á 2,1 kílói frá Barcelona á Spáni en í því síðara var um 141 gramm sem var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Frá Zürich í Sviss kom svo rúmt kíló að 84 prósenta styrkleika.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Fréttablaðið/Anton Brink Til að setja hreinleika efnis að 86 prósenta styrkleika í samhengi þá fengust þær upplýsingar frá RLE að það sé svo gott sem hreint kókaín. Fræðilega geti gildið ekki orðið hærra en 89 prósent, sem væri samsvarandi hreinu – eða 100 prósent kókaínklóríði. Þessi aukni styrkleiki efna er áhyggjuefni. Árið 2017 gerðist það í Bretlandi að lögregluyfirvöld í Eastbourne sáu sig tilneydd til að vara sérstaklega við sérlega hreinu kókaíni í umferð þar enda notendur líklega vanari vægari skömmtum og neysla sama magns af hreinu kókaíni gæti endað með ósköpum. Því sterkara sem kókaínið er þeim mun meiri líkur eru á eitrunareinkennum, vægari jafnt sem alvarlegum, en við þær aðstæður er leitað á bráðamóttökuna. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir fjölgun á komum vegna fíkniefna almennt. „En það er klár aukning frá því sem var fyrir fimm árum,“ segir Jón Magnús um kókaínið sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
„Á síðustu þremur árum höfum við séð styrkinn fara upp á við og þróunin á fleiri ára tímabili er upp á við,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) um þau sýni af haldlögðu kókaíni sem stofnunin fær til rannsóknar. Þróunin sé sambærileg á heimsvísu, framboðið mikið og styrkleikinn að aukast. Dómar sem fallið hafa í smyglmálum sýna að nær hreint kókaín er að koma til landsins. Undanfarin ár hafa tollverðir lagt hald á tugi kílóa af kókaíni í Leifsstöð og varð sprenging í þeim efnum árið 2017. Aukið framboð og eftirspurn er að mati sérfræðinga til vitnis um góðæri undangenginna ára enda notkun kókaíns gjarnan beintengd efnahagsaðstæðum hverju sinni. Fréttablaðið hefur áður fjallað um metinnflutning á kókaíni á liðnum árum og lögreglan staðfest að þar á bæ taki menn eftir sífellt meira af efninu í umferð. Í síðasta mánuði hafði RÚV eftir sérfræðingum RLE að magn kókaíns hefði nærri fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík á tveimur árum ef marka má rannsókn á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum. Önnur heimild um magnið og styrkleika efnanna er í dómskjölum hér á landi. Fréttablaðið fór í gegnum alla kókaíntengda dóma sem féllu í fyrra, þar sem efnin voru ýmist haldlögð við innflutning eða í stærri húsleitum. Í fimmtán dómsmálum var um að tefla alls 11 kíló af haldlögðu kókaíni. Í tólf þessara mála var styrkleiki efnanna birtur í dómnum og reyndist hann að meðaltali 66 prósent. Styrkleikinn var allt frá 31 prósenti upp í 86 prósent og verður vart meiri en það. Athygli vekur að í tvígang mældist styrkleiki kókaíns svo hár. Í öðru málinu var um að ræða smygl á 2,1 kílói frá Barcelona á Spáni en í því síðara var um 141 gramm sem var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Frá Zürich í Sviss kom svo rúmt kíló að 84 prósenta styrkleika.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Fréttablaðið/Anton Brink Til að setja hreinleika efnis að 86 prósenta styrkleika í samhengi þá fengust þær upplýsingar frá RLE að það sé svo gott sem hreint kókaín. Fræðilega geti gildið ekki orðið hærra en 89 prósent, sem væri samsvarandi hreinu – eða 100 prósent kókaínklóríði. Þessi aukni styrkleiki efna er áhyggjuefni. Árið 2017 gerðist það í Bretlandi að lögregluyfirvöld í Eastbourne sáu sig tilneydd til að vara sérstaklega við sérlega hreinu kókaíni í umferð þar enda notendur líklega vanari vægari skömmtum og neysla sama magns af hreinu kókaíni gæti endað með ósköpum. Því sterkara sem kókaínið er þeim mun meiri líkur eru á eitrunareinkennum, vægari jafnt sem alvarlegum, en við þær aðstæður er leitað á bráðamóttökuna. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir fjölgun á komum vegna fíkniefna almennt. „En það er klár aukning frá því sem var fyrir fimm árum,“ segir Jón Magnús um kókaínið sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira