Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar Samúel Karl Ólason skrifar 10. apríl 2019 22:15 William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að „njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. Barr vísaði ekki til neins tiltekins atviks, né færði hann sannanir fyrir máli sínu en ummælin eru í takt við yfirlýsingar Trump um að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustur hafi njósnað um sig við rannsókn þeirra á afskiptum yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum 2016 og hvort að framboð Trump hefði starfað með þeim. Í ljós hefur komið að FBI fékk heimild til að hlera Carter Page, kosningastjóra Trump, en þó einungis eftir að hann hætti hjá framboðinu. Samkvæmt New York Times er einnig mögulegt að FBI hafi notað heimildarmann til að fá upplýsingar um aðila sem komu að framboðinu en það hefur aldrei fengist staðfest.Trump hefur ítrekað sagt að FBI og leyniþjónusturnar hafi njósnað um sig til að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði forseti og hefur hann jafnvel lýst rannsókninni sem tilraun til valdaráns. Þessar ásakanir hans hefur hann notað til að kalla eftir rannsóknum á andstæðingum sínum.So, it has now been determined, by 18 people that truly hate President Trump, that there was No Collusion with Russia. In fact, it was an illegal investigation that should never have been allowed to start. I fought back hard against this Phony & Treasonous Hoax! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 10, 2019 Undir lok fundar fjárlaganefndar öldungadeildarinnar, þar sem Barr sat fyrir svörum, dró hann þó aðeins í land og sagðist ekki vera að halda því fram að „óviðeigandi eftirlit“ hefði átt sér stað. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að slíkt hafi gerst og sagðist vilja rannsaka það. Barr sagðist ætla að vinna með Christopher A. Wray, yfirmanni FBI, til þess að komast að uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu en hann benti einnig á að bæði þingið og innra eftirlit FBI hefðu rannsakað hvort eitthvað ólöglegt eða óviðeigandi hefði átt sér stað við rannsóknina. Hann vildi þó fara yfir niðurstöður þeirra og sjá hvort einhverjum spurningum væri ósvarað. Líklegt þykir að ummæli Barr, sem eru í takt við ummæli Trump, muni valda usla meðal Demókrata sem hafa þegar sakað hann um að vera leppur Trump og reyna að nota ráðherrastöðu sína til að verja forsetann. Sérstaklega eftir að Rússarannsókninni lauk og Barr gaf út eigið minnisblað um eigin niðurstöður á rannsókninni.Sjá einnig: Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislegaWilliam Barr var skipaður í embætti Dómsmálaráðherra í síðasta mánuði. Hann var á árum áður ráðherra í forsetatíð George H.W. Bush en Trump tilnefndi hann eftir að hann rak Jeff Sessions úr embættinu. Þá hafði Trump lengi verið reiður út í Sessions vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan varðandi Rússarannsóknina eftir að hann sagði ósatt um fundi með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Barr sendi í fyrra 20 tuttugu blaðsíðna minnisblað óumbeðinn til Dómsmálaráðuneytisins þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og sagði hana hafa farið úr böndunum. Hann deildi minnisblaðinu einnig með lögmönnum Trump. Síðan hann birti fjögurra blaðsíðna samantekt sína um 400 blaðsíðna skýrslu Robert Mueller hafa Demókratar kallað eftir því að skýrslan sjálf verði opinberuð. Barr segist ætla að birta skýrsluna að hluta til þar sem búið verður að gera hluta hennar ólæsilega. Það gæti jafnvel gerst í næstu viku. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu en fram að þessu hefur aðeins mat dómsmálaráðherra Trump á meginniðurstöðunum komið fram opinberlega. 9. apríl 2019 15:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að „njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. Barr vísaði ekki til neins tiltekins atviks, né færði hann sannanir fyrir máli sínu en ummælin eru í takt við yfirlýsingar Trump um að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustur hafi njósnað um sig við rannsókn þeirra á afskiptum yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum 2016 og hvort að framboð Trump hefði starfað með þeim. Í ljós hefur komið að FBI fékk heimild til að hlera Carter Page, kosningastjóra Trump, en þó einungis eftir að hann hætti hjá framboðinu. Samkvæmt New York Times er einnig mögulegt að FBI hafi notað heimildarmann til að fá upplýsingar um aðila sem komu að framboðinu en það hefur aldrei fengist staðfest.Trump hefur ítrekað sagt að FBI og leyniþjónusturnar hafi njósnað um sig til að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði forseti og hefur hann jafnvel lýst rannsókninni sem tilraun til valdaráns. Þessar ásakanir hans hefur hann notað til að kalla eftir rannsóknum á andstæðingum sínum.So, it has now been determined, by 18 people that truly hate President Trump, that there was No Collusion with Russia. In fact, it was an illegal investigation that should never have been allowed to start. I fought back hard against this Phony & Treasonous Hoax! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 10, 2019 Undir lok fundar fjárlaganefndar öldungadeildarinnar, þar sem Barr sat fyrir svörum, dró hann þó aðeins í land og sagðist ekki vera að halda því fram að „óviðeigandi eftirlit“ hefði átt sér stað. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að slíkt hafi gerst og sagðist vilja rannsaka það. Barr sagðist ætla að vinna með Christopher A. Wray, yfirmanni FBI, til þess að komast að uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu en hann benti einnig á að bæði þingið og innra eftirlit FBI hefðu rannsakað hvort eitthvað ólöglegt eða óviðeigandi hefði átt sér stað við rannsóknina. Hann vildi þó fara yfir niðurstöður þeirra og sjá hvort einhverjum spurningum væri ósvarað. Líklegt þykir að ummæli Barr, sem eru í takt við ummæli Trump, muni valda usla meðal Demókrata sem hafa þegar sakað hann um að vera leppur Trump og reyna að nota ráðherrastöðu sína til að verja forsetann. Sérstaklega eftir að Rússarannsókninni lauk og Barr gaf út eigið minnisblað um eigin niðurstöður á rannsókninni.Sjá einnig: Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislegaWilliam Barr var skipaður í embætti Dómsmálaráðherra í síðasta mánuði. Hann var á árum áður ráðherra í forsetatíð George H.W. Bush en Trump tilnefndi hann eftir að hann rak Jeff Sessions úr embættinu. Þá hafði Trump lengi verið reiður út í Sessions vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan varðandi Rússarannsóknina eftir að hann sagði ósatt um fundi með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Barr sendi í fyrra 20 tuttugu blaðsíðna minnisblað óumbeðinn til Dómsmálaráðuneytisins þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og sagði hana hafa farið úr böndunum. Hann deildi minnisblaðinu einnig með lögmönnum Trump. Síðan hann birti fjögurra blaðsíðna samantekt sína um 400 blaðsíðna skýrslu Robert Mueller hafa Demókratar kallað eftir því að skýrslan sjálf verði opinberuð. Barr segist ætla að birta skýrsluna að hluta til þar sem búið verður að gera hluta hennar ólæsilega. Það gæti jafnvel gerst í næstu viku.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu en fram að þessu hefur aðeins mat dómsmálaráðherra Trump á meginniðurstöðunum komið fram opinberlega. 9. apríl 2019 15:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21
Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu en fram að þessu hefur aðeins mat dómsmálaráðherra Trump á meginniðurstöðunum komið fram opinberlega. 9. apríl 2019 15:07