Orkupakkinn í samræmi við stjórnarskrá Samúel Karl Ólason skrifar 10. apríl 2019 19:06 Stefán Már Stefánsson. prófessor. Fréttablaðið/Pjetur Enginn lögfræðilegur vafi er á því að þriðji orkupakkinn svokallaði er í samræmi við stjórnarskrá Íslands og fyrirvarar í pakkanum valdi því að valdheimildir Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) muni ekkert hafa um að segja hvort að sæstrengur verði lagður hingað til lands. Alþingi muni taka ákvörðun um tengingu Íslands við raforkumarkað ESB með sæstreng komi fram áætlanir um það. Þetta segja þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur, í bréfi sem þeir sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. Bréfið má finna á vef ráðuneytisins en Guðlaugur óskaði skýringa frá þeim eftir fyrri umræðu um þingsályktunartillögu hans varðandi þriðja orkupakkann á Alþingi í gær.Stefán Már og Friðrik telja að ESA muni ekki mótmæla þessum fyrirvörum og segja nokkrar ástæður fyrir því.a. Viðkomandi reglugerð er tekin upp og innleidd.b. Ákvæði hennar sem varða raforkutengingar milli landa koma ekki til framkvæmda nema slíkri tengingu verði komið á.c. Slíkri tengingu verður ekki komið á nema með samþykki Alþingis, samkvæmt þeim lagalega fyrirvara sem gerður er við innleiðinguna.d. Valdheimildir ACER (ESA) ná ekki til ákvarðana um hvort sæstrengur verður lagður. Þær valdheimildir gilda einungis þegar slík tenging er til staðar. Því mun ekki reyna á þessi ákvæði nema Alþingi ákveði að tengja Ísland við raforkumarkað ESB með sæstreng og því getur enginn byggt rétt sinn á þessum ákvæðum.e. Yfirlýsing orkumálastjóra ESB um að framangreindar reglur gildi ekki og hafi enga raunhæfa þýðingu hér á landi, í ljósi þess að Ísland er ekki tengt innri orkumarkaði ESB, dregur að okkar mati mjög úr líkunum á því að ESA geri athugasemdir við innleiðinguna. Þótt slík yfirlýsing sé pólitísk í eðli sínu þá hefur hún engu að síður verulegt gildi og þýðingu í þessu samhengi.Þriðji orkupakkinn er framhald á markaðsvæðingu, framleiðslu og sölu á raforku, sem innleidd var hér á landi með fyrsta og öðrum pakkanum í gegnum raforkulög árin 2003 og 2008.Sjá einnig: Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforkuTekist er á um það á Alþingi hvort að Ísland afsali sér valdheimildir og ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins yfir íslenskri raforku verði þriðji orkupakkinn samþykktur. Mögulegt afsal fullveldis Íslands hefur í því samhengi verið rætt og þá hafa ýmsir kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53 Þingmenn þrátta um innihald í opnum orkupakka Útlit er fyrir að fyrstu umræður um mál sem tengjast þriðja orkupakkann standi að minnsta kosti alla þessa viku á Alþingi. Andstæðingar málsins eru sakaðir um að fara með rangt mál og sá tortryggni. 9. apríl 2019 20:32 Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB. 10. apríl 2019 08:45 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Enginn lögfræðilegur vafi er á því að þriðji orkupakkinn svokallaði er í samræmi við stjórnarskrá Íslands og fyrirvarar í pakkanum valdi því að valdheimildir Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) muni ekkert hafa um að segja hvort að sæstrengur verði lagður hingað til lands. Alþingi muni taka ákvörðun um tengingu Íslands við raforkumarkað ESB með sæstreng komi fram áætlanir um það. Þetta segja þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur, í bréfi sem þeir sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. Bréfið má finna á vef ráðuneytisins en Guðlaugur óskaði skýringa frá þeim eftir fyrri umræðu um þingsályktunartillögu hans varðandi þriðja orkupakkann á Alþingi í gær.Stefán Már og Friðrik telja að ESA muni ekki mótmæla þessum fyrirvörum og segja nokkrar ástæður fyrir því.a. Viðkomandi reglugerð er tekin upp og innleidd.b. Ákvæði hennar sem varða raforkutengingar milli landa koma ekki til framkvæmda nema slíkri tengingu verði komið á.c. Slíkri tengingu verður ekki komið á nema með samþykki Alþingis, samkvæmt þeim lagalega fyrirvara sem gerður er við innleiðinguna.d. Valdheimildir ACER (ESA) ná ekki til ákvarðana um hvort sæstrengur verður lagður. Þær valdheimildir gilda einungis þegar slík tenging er til staðar. Því mun ekki reyna á þessi ákvæði nema Alþingi ákveði að tengja Ísland við raforkumarkað ESB með sæstreng og því getur enginn byggt rétt sinn á þessum ákvæðum.e. Yfirlýsing orkumálastjóra ESB um að framangreindar reglur gildi ekki og hafi enga raunhæfa þýðingu hér á landi, í ljósi þess að Ísland er ekki tengt innri orkumarkaði ESB, dregur að okkar mati mjög úr líkunum á því að ESA geri athugasemdir við innleiðinguna. Þótt slík yfirlýsing sé pólitísk í eðli sínu þá hefur hún engu að síður verulegt gildi og þýðingu í þessu samhengi.Þriðji orkupakkinn er framhald á markaðsvæðingu, framleiðslu og sölu á raforku, sem innleidd var hér á landi með fyrsta og öðrum pakkanum í gegnum raforkulög árin 2003 og 2008.Sjá einnig: Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforkuTekist er á um það á Alþingi hvort að Ísland afsali sér valdheimildir og ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins yfir íslenskri raforku verði þriðji orkupakkinn samþykktur. Mögulegt afsal fullveldis Íslands hefur í því samhengi verið rætt og þá hafa ýmsir kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53 Þingmenn þrátta um innihald í opnum orkupakka Útlit er fyrir að fyrstu umræður um mál sem tengjast þriðja orkupakkann standi að minnsta kosti alla þessa viku á Alþingi. Andstæðingar málsins eru sakaðir um að fara með rangt mál og sá tortryggni. 9. apríl 2019 20:32 Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB. 10. apríl 2019 08:45 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00
Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53
Þingmenn þrátta um innihald í opnum orkupakka Útlit er fyrir að fyrstu umræður um mál sem tengjast þriðja orkupakkann standi að minnsta kosti alla þessa viku á Alþingi. Andstæðingar málsins eru sakaðir um að fara með rangt mál og sá tortryggni. 9. apríl 2019 20:32
Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB. 10. apríl 2019 08:45
Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19