Kæra foreldri. Þekkir þú reglurnar sem gilda um notkun léttra bifhjóla? Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 10. apríl 2019 17:23 Vinsældir léttra bifhjóla í flokki I hafa aukist mikið hér á landi og sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Við hjá Samgöngustofu fáum reglulega fyrirspurnir um reglur sem gilda um léttbifhjól eða vespur. Gefinn hefur verið út einblöðungur sem inniheldur upplýsingar um helstu atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Einblöðungurinn hefur verið sendur á alla grunnskóla landsins og er aðgengilegur á heimasíðu Samgöngustofu.Flokkur I og flokkur II Létt bifhjól í flokki I eða rafvespur eru þægilegur ferðamáti og eru þau í senn gagnleg, umhverfisvæn og skemmtileg tæki – ef þau eru notuð rétt. Um er að ræða vélknúin ökutæki sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst. hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Ökumaður bifhjólsins verður að vera orðinn 13 ára en ekki er gerð krafa um bifhjólapróf. Ökumönnum er skylt skv. lögum að vera með hjálm og gott er að nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli. Ökumaður yngri en 20 ára má ekki aka með farþega á hjólinu. Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/klst. er það komið í flokk II þar sem krafist er bifhjólaprófs eða ökuskírteinis. Foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um að hægt er að breyta hámarkshraða hjólanna sé mikill vilji til þess. Einhver dæmi eru um að það sé gert án vitneskju foreldra og ábyrgðarmanna og þar með er hjólið komið í næsta flokk.Deilum stígnum Heimilt er að aka vespum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. Þar sem hámarkshraði þeirra er 25 km/klst. er ekki mælt með því að þau séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst. - þó það sé heimilt. Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka hjólinu á hjólastígnum. Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða. Mikilvægt er að við tökum höndum saman, fækkum slysum með því að leiðbeina ungum vegfarendum um notkun og öryggi á léttum bifhjólum í flokki I. Við viljum sérstaklega höfða til foreldra að sýna ábyrgð í verki og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt. Slysin verða ekki aftur tekin.Kolbrún G. ÞorsteinsdóttirSérfræðingur í öryggis- og fræðsludeildSamgöngustofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Vinsældir léttra bifhjóla í flokki I hafa aukist mikið hér á landi og sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Við hjá Samgöngustofu fáum reglulega fyrirspurnir um reglur sem gilda um léttbifhjól eða vespur. Gefinn hefur verið út einblöðungur sem inniheldur upplýsingar um helstu atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Einblöðungurinn hefur verið sendur á alla grunnskóla landsins og er aðgengilegur á heimasíðu Samgöngustofu.Flokkur I og flokkur II Létt bifhjól í flokki I eða rafvespur eru þægilegur ferðamáti og eru þau í senn gagnleg, umhverfisvæn og skemmtileg tæki – ef þau eru notuð rétt. Um er að ræða vélknúin ökutæki sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst. hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Ökumaður bifhjólsins verður að vera orðinn 13 ára en ekki er gerð krafa um bifhjólapróf. Ökumönnum er skylt skv. lögum að vera með hjálm og gott er að nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli. Ökumaður yngri en 20 ára má ekki aka með farþega á hjólinu. Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/klst. er það komið í flokk II þar sem krafist er bifhjólaprófs eða ökuskírteinis. Foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um að hægt er að breyta hámarkshraða hjólanna sé mikill vilji til þess. Einhver dæmi eru um að það sé gert án vitneskju foreldra og ábyrgðarmanna og þar með er hjólið komið í næsta flokk.Deilum stígnum Heimilt er að aka vespum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. Þar sem hámarkshraði þeirra er 25 km/klst. er ekki mælt með því að þau séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst. - þó það sé heimilt. Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka hjólinu á hjólastígnum. Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða. Mikilvægt er að við tökum höndum saman, fækkum slysum með því að leiðbeina ungum vegfarendum um notkun og öryggi á léttum bifhjólum í flokki I. Við viljum sérstaklega höfða til foreldra að sýna ábyrgð í verki og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt. Slysin verða ekki aftur tekin.Kolbrún G. ÞorsteinsdóttirSérfræðingur í öryggis- og fræðsludeildSamgöngustofu
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar