Hjúkrunarfræðingar afar ósáttir við Katrínu Fjeldsted lækni Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2019 11:02 Katrín strýkur hjúkrunarfræðingum öfugt með pistli sínum. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Pistill Katrínar Fjeldsted læknis, sem birtist nýverið í Læknablaðinu, hefur fallið í afar grýttan jarðveg meðal hjúkrunarfræðinga. Katrín telur tímabært að huga að breytingum og veltir því upp hvort ekki megi stytta grunnnám í hjúkrun í þrjú ár. „Efla þarf klínískan hluta námsins, samskipti við sjúklinga, og draga úr þeirri áherslu sem er á nám í stjórnun.“ Katrín segir sjúkraliða hafa að mestu tekið við því hlutverki að hjúkra sjúklingum en hjúkrunarfræðingar hafa sest við tölvur og sinna í vaxandi mæli stjórnun og skráningu sem er krafa frá stjórnvöldum, en flestum innan heilbrigðiskerfisins finnist hún helst til tímafrek.Katrín sökuð um hroka og fáránleg skrif „Hjúkrunarnám var á sínum tíma flutt á háskólastig. Launabarátta réði þar miklu fremur en fagleg nauðsyn en auk þess stóð metnaður þeirra sem í forsvari voru á þeim tíma til þess að kvennastétt kæmist upp að hlið lækna sem þá voru í meirihluta karlar. Þetta er gjörbreytt; nú er meirihluti læknanema og ungra lækna konur svo þau rök standast ekki lengur,“ segir Katrín meðal annars í grein sinni.Hinn umdeildi pistill Katrínar ber yfirskriftina Rödd góðmennskunnar. En, hjúkrunarfræðingar sjá fátt eitt gott við skrifin, telja þau þvert á móti árás á stéttina.Í lokuðum Facebookhópi hjúkrunarfræðinga eru þessi sjónarmið Katrínar fordæmd með býsna afgerandi hætti. Og eru ef til vill til marks um ríg milli lækna og hjúkrunarfræðinga: „Hvað er Læknablaðið að hugsa með því að birta þessa fáránlegu grein?“ „Ég bara skil ekki af hverju hún var að skrifa þetta.“ „Hrokinn uppmálaður.“ „Læknar í sóknarhug að minnka gildi hjúkrunar – kemur ekki á óvart – finnst þó ég kannist eitthvað við umræðuna.“ Katrín sögð vera að sanna sig sem ein af strákunum Þetta eru dæmi um tóninn í hjúkrunarfræðingum sem eru afar ósáttir margir hverjir við skrif Katrínar. Þetta teljast kaldar kveðjur frá læknum nú þegar kjarasamningar eru á dagskrá. Pistillinn er meira að segja settur í samhengi við sjálft feðraveldið: „Þessi grein væri flokkuð sem hrútskýring ef greinarhöfundur væri karlkyns. Þetta viðhorf sem greinarhöfundur hefur mætti kalla „hryssingu“ = útskýring konu til kynsystur sinnar sem litast af áhrifum feðraveldisins,“ segir þar meðal annars í Facebookhópi hjúkrunarfræðinga, svo dæmi sé tekið. „Það er kannski erfitt fyrir fólk sem hefur mestann sinn starfsferil þurft að sanna sig sem eina af strákunum að horfa nú á vel menntaðar „hjúkrunarkonur“ sinna stjórnunarstöðum og stýra flóknum meðferðarteymum.“ Er grein Katrínar þannig sögð anga af kvenfyrirlitningu. Engin erindi borist Læknablaðinu vegna pistilsins Viðhorf Katrínar teljast þannig forneskjuleg og skilja ýmsir sem til máls taka ekkert í í Læknablaðinu að birta slík skrif? Védís Skarphéðinsdóttir er ritstjórnarfulltrúi á blaðinu og hún segir að ritstjórn hafi ekki borist neinar ábendingar eða að neinn hafi beint óánægju sinni með pistilinn til Læknablaðsins. Enda sé þetta tölublað tiltölulega nýútkomið. Védís segir að um sé að ræða til þess að gera nýlegan dálk í blaðinu; viðhorfspistla lækna um það sem þeim býr í brjósti hverju sinni. Þeim eru engar línur lagðar og pistillinn sem slíkur segi ekkert til um afstöðu blaðsins eða ritstjórnarinnar til hjúkrunarfræðinga. Uppfært 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er stödd úti í Brussel á ráðstefnu. Guðbjörg bendir á að Facebookhópurinn sé ekki á vegum félagsins. Guðbjörg hafði séð pistilinn, sagði að það væri málfrelsi á Íslandi en hún vildi ekkert tjá sig um skrif Katrínar að öðru leyti. Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Pistill Katrínar Fjeldsted læknis, sem birtist nýverið í Læknablaðinu, hefur fallið í afar grýttan jarðveg meðal hjúkrunarfræðinga. Katrín telur tímabært að huga að breytingum og veltir því upp hvort ekki megi stytta grunnnám í hjúkrun í þrjú ár. „Efla þarf klínískan hluta námsins, samskipti við sjúklinga, og draga úr þeirri áherslu sem er á nám í stjórnun.“ Katrín segir sjúkraliða hafa að mestu tekið við því hlutverki að hjúkra sjúklingum en hjúkrunarfræðingar hafa sest við tölvur og sinna í vaxandi mæli stjórnun og skráningu sem er krafa frá stjórnvöldum, en flestum innan heilbrigðiskerfisins finnist hún helst til tímafrek.Katrín sökuð um hroka og fáránleg skrif „Hjúkrunarnám var á sínum tíma flutt á háskólastig. Launabarátta réði þar miklu fremur en fagleg nauðsyn en auk þess stóð metnaður þeirra sem í forsvari voru á þeim tíma til þess að kvennastétt kæmist upp að hlið lækna sem þá voru í meirihluta karlar. Þetta er gjörbreytt; nú er meirihluti læknanema og ungra lækna konur svo þau rök standast ekki lengur,“ segir Katrín meðal annars í grein sinni.Hinn umdeildi pistill Katrínar ber yfirskriftina Rödd góðmennskunnar. En, hjúkrunarfræðingar sjá fátt eitt gott við skrifin, telja þau þvert á móti árás á stéttina.Í lokuðum Facebookhópi hjúkrunarfræðinga eru þessi sjónarmið Katrínar fordæmd með býsna afgerandi hætti. Og eru ef til vill til marks um ríg milli lækna og hjúkrunarfræðinga: „Hvað er Læknablaðið að hugsa með því að birta þessa fáránlegu grein?“ „Ég bara skil ekki af hverju hún var að skrifa þetta.“ „Hrokinn uppmálaður.“ „Læknar í sóknarhug að minnka gildi hjúkrunar – kemur ekki á óvart – finnst þó ég kannist eitthvað við umræðuna.“ Katrín sögð vera að sanna sig sem ein af strákunum Þetta eru dæmi um tóninn í hjúkrunarfræðingum sem eru afar ósáttir margir hverjir við skrif Katrínar. Þetta teljast kaldar kveðjur frá læknum nú þegar kjarasamningar eru á dagskrá. Pistillinn er meira að segja settur í samhengi við sjálft feðraveldið: „Þessi grein væri flokkuð sem hrútskýring ef greinarhöfundur væri karlkyns. Þetta viðhorf sem greinarhöfundur hefur mætti kalla „hryssingu“ = útskýring konu til kynsystur sinnar sem litast af áhrifum feðraveldisins,“ segir þar meðal annars í Facebookhópi hjúkrunarfræðinga, svo dæmi sé tekið. „Það er kannski erfitt fyrir fólk sem hefur mestann sinn starfsferil þurft að sanna sig sem eina af strákunum að horfa nú á vel menntaðar „hjúkrunarkonur“ sinna stjórnunarstöðum og stýra flóknum meðferðarteymum.“ Er grein Katrínar þannig sögð anga af kvenfyrirlitningu. Engin erindi borist Læknablaðinu vegna pistilsins Viðhorf Katrínar teljast þannig forneskjuleg og skilja ýmsir sem til máls taka ekkert í í Læknablaðinu að birta slík skrif? Védís Skarphéðinsdóttir er ritstjórnarfulltrúi á blaðinu og hún segir að ritstjórn hafi ekki borist neinar ábendingar eða að neinn hafi beint óánægju sinni með pistilinn til Læknablaðsins. Enda sé þetta tölublað tiltölulega nýútkomið. Védís segir að um sé að ræða til þess að gera nýlegan dálk í blaðinu; viðhorfspistla lækna um það sem þeim býr í brjósti hverju sinni. Þeim eru engar línur lagðar og pistillinn sem slíkur segi ekkert til um afstöðu blaðsins eða ritstjórnarinnar til hjúkrunarfræðinga. Uppfært 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er stödd úti í Brussel á ráðstefnu. Guðbjörg bendir á að Facebookhópurinn sé ekki á vegum félagsins. Guðbjörg hafði séð pistilinn, sagði að það væri málfrelsi á Íslandi en hún vildi ekkert tjá sig um skrif Katrínar að öðru leyti.
Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira