Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 21:00 Aarohi Pandit er 23 ára atvinnuflugmaður sem hyggst fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn. Vísir/Egill 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. Aarohi Pandit lagði af stað frá Indlandi þann 30. júlí í fyrra og fimmtíu og einum degi síðar var hún komin til Grænlands og hafði lokið fyrri hluta ferðarinnar. Hún hefur undanfarnar vikur verið við undirbúning í Vestmannaeyjum en er stödd í Reykjavík þessa stundina og hyggst halda áfram til Grænlands síðar í vikunni. „Ég stoppaði á 27 stöðum í 17 löndum. Ég varð að stoppa eftir fyrri hlutann hérna og svo er seinni hlutinn frá Norðurslóðum og aftur heim,“ segir Aarohi. Ferðin til baka til Indlands ætti að taka um 45 daga. „Í upphafi ferðar hafði ég aðstoðarflugmann með mér en hún varð að fara úr í Skotlandi vegna leggsins yfir Atlantshafið. Þar verð ég að fljúga ein því ég verð að hafa björgunarbát í sæti aðstoðarflugmannsins. Leiðina yfir Atlantshafið og annars staðar yfir sjó verður að fljúga sóló,“ segir Aarohi en hún er ein aðeins fjögurra Indverja sem hefur réttindi til að fljúga vél sem þessari. „Það er alveg magnað að fljúga svona vél. Ég er atvinnuflugmaður í Múmbaí og þetta er minnsta flugvél sem ég hef flogið.“ Ef allt gengur eftir er hún líkleg til að slá heimsmet. „Þessi flugvél mun slá heimsmet fyrir flug umhverfis jörðina með áhöfn sem er bara konur. Ég á líka met fyrir að fljúga ein yfir Atlantshafið, ég er fyrsta indverska konan sem flýgur ein yfir Atlantshafið í svona léttri flugvél,“ útskýrir Aarohi sem hlakkar til að halda för sinni áfram. Ferðalagið er hluti af verkefni sem tengist valdeflingu kvenna sem kallast einfaldlega Women Empowerment eða WE. „Ég vil að allar stelpur eigi sér stóra drauma, leggi hart að sér og nái markmiðum sínum.“ Fréttir af flugi Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. Aarohi Pandit lagði af stað frá Indlandi þann 30. júlí í fyrra og fimmtíu og einum degi síðar var hún komin til Grænlands og hafði lokið fyrri hluta ferðarinnar. Hún hefur undanfarnar vikur verið við undirbúning í Vestmannaeyjum en er stödd í Reykjavík þessa stundina og hyggst halda áfram til Grænlands síðar í vikunni. „Ég stoppaði á 27 stöðum í 17 löndum. Ég varð að stoppa eftir fyrri hlutann hérna og svo er seinni hlutinn frá Norðurslóðum og aftur heim,“ segir Aarohi. Ferðin til baka til Indlands ætti að taka um 45 daga. „Í upphafi ferðar hafði ég aðstoðarflugmann með mér en hún varð að fara úr í Skotlandi vegna leggsins yfir Atlantshafið. Þar verð ég að fljúga ein því ég verð að hafa björgunarbát í sæti aðstoðarflugmannsins. Leiðina yfir Atlantshafið og annars staðar yfir sjó verður að fljúga sóló,“ segir Aarohi en hún er ein aðeins fjögurra Indverja sem hefur réttindi til að fljúga vél sem þessari. „Það er alveg magnað að fljúga svona vél. Ég er atvinnuflugmaður í Múmbaí og þetta er minnsta flugvél sem ég hef flogið.“ Ef allt gengur eftir er hún líkleg til að slá heimsmet. „Þessi flugvél mun slá heimsmet fyrir flug umhverfis jörðina með áhöfn sem er bara konur. Ég á líka met fyrir að fljúga ein yfir Atlantshafið, ég er fyrsta indverska konan sem flýgur ein yfir Atlantshafið í svona léttri flugvél,“ útskýrir Aarohi sem hlakkar til að halda för sinni áfram. Ferðalagið er hluti af verkefni sem tengist valdeflingu kvenna sem kallast einfaldlega Women Empowerment eða WE. „Ég vil að allar stelpur eigi sér stóra drauma, leggi hart að sér og nái markmiðum sínum.“
Fréttir af flugi Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira