Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Ari Brynjólfsson skrifar 27. apríl 2019 07:00 Börnum á leikskólum borgarinnar hefur fækkað um rúmlega 700 á síðustu fjórum árum. Fréttablaðið/Anton Brink Leikskólakennurum í Reykjavík hefur fækkað um 89 á fjórum árum á sama tíma og fjöldi stöðugilda hefur staðið í stað. Samkvæmt tölum skóla- og frístundasviðs sem koma fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur leikskólakennurum fækkað um 22 á ári að meðaltali á árunum 2015 til 2018. Börnum hefur á sama tíma fækkað um rúmlega 700, úr 5.700 í 5.000. Stjórnendum hefur fækkað um níu á tímabilinu. Árið 2015 störfuðu 348 leikskólakennarar á 62 leikskólum í Reykjavík, árið 2018 voru þeir 259. Valgerður Sigurðardóttir, skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavíkurborg þurfi að ráðast í naflaskoðun til að stöðva fólksflóttann. „Þetta er ástand sem Reykjavíkurborg þarf að bregðast við. Það þarf að tala við fagfólkið, leikskólakennarana, um hvað sé best að gera,“ segir Valgerður. „Við höfum misst 22,25 menntaða leikskólakennara á hverju ári síðustu fjögur ár. Það er fólksflótti úr stéttinni, það er virkilega sláandi að sjá fagfólki fækka svona mikið á svona stuttum tíma. Stöðugildunum er ekki að fækka, svo er öðru starfsfólki með uppeldismenntun ekki að fjölga til að vega upp á móti.“Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt lögum eiga tveir af hverjum þremur starfsmönnum í leikskólum að vera menntaðir leikskólakennarar. Þegar stjórnendur eru taldir með var hlutfallið 32 prósent árið 2015 en var komið niður í tæplega 26 prósent árið 2018. „Þegar við deilum þeim kennurum sem eru eftir niður á alla leikskóla borgarinnar þá erum við að tala um fjóra leikskólakennara í hverjum skóla. Það gleymist að leikskólarnir eru fyrsta skólastigið. Ef þetta heldur svona áfram þá mun faglegt starf leggjast af og leikskólarnir okkar breytast í gæsluvelli,“ segir Valgerður. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta vandamál einskorðast alls ekki bara við borgina. Að fjölga leikskólakennurum er stærsta áskorun sveitarfélaganna. Það mun ekki einungis bæta gæði náms í leikskólum heldur einnig bæta starfsaðstæður leikskólakennara því einn af álagsþáttunum í starfinu er tíð starfsmannavelta,“ segir Haraldur. „Þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi er nýliðun langt frá því að vera nægileg.“ Það þurfi að gera laun samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga, fækka börnum á hvern starfsmann og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma. Segir hann það verða verkefni næstu kjarasamninga sem losna í lok júní. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Leikskólakennurum í Reykjavík hefur fækkað um 89 á fjórum árum á sama tíma og fjöldi stöðugilda hefur staðið í stað. Samkvæmt tölum skóla- og frístundasviðs sem koma fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur leikskólakennurum fækkað um 22 á ári að meðaltali á árunum 2015 til 2018. Börnum hefur á sama tíma fækkað um rúmlega 700, úr 5.700 í 5.000. Stjórnendum hefur fækkað um níu á tímabilinu. Árið 2015 störfuðu 348 leikskólakennarar á 62 leikskólum í Reykjavík, árið 2018 voru þeir 259. Valgerður Sigurðardóttir, skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavíkurborg þurfi að ráðast í naflaskoðun til að stöðva fólksflóttann. „Þetta er ástand sem Reykjavíkurborg þarf að bregðast við. Það þarf að tala við fagfólkið, leikskólakennarana, um hvað sé best að gera,“ segir Valgerður. „Við höfum misst 22,25 menntaða leikskólakennara á hverju ári síðustu fjögur ár. Það er fólksflótti úr stéttinni, það er virkilega sláandi að sjá fagfólki fækka svona mikið á svona stuttum tíma. Stöðugildunum er ekki að fækka, svo er öðru starfsfólki með uppeldismenntun ekki að fjölga til að vega upp á móti.“Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt lögum eiga tveir af hverjum þremur starfsmönnum í leikskólum að vera menntaðir leikskólakennarar. Þegar stjórnendur eru taldir með var hlutfallið 32 prósent árið 2015 en var komið niður í tæplega 26 prósent árið 2018. „Þegar við deilum þeim kennurum sem eru eftir niður á alla leikskóla borgarinnar þá erum við að tala um fjóra leikskólakennara í hverjum skóla. Það gleymist að leikskólarnir eru fyrsta skólastigið. Ef þetta heldur svona áfram þá mun faglegt starf leggjast af og leikskólarnir okkar breytast í gæsluvelli,“ segir Valgerður. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta vandamál einskorðast alls ekki bara við borgina. Að fjölga leikskólakennurum er stærsta áskorun sveitarfélaganna. Það mun ekki einungis bæta gæði náms í leikskólum heldur einnig bæta starfsaðstæður leikskólakennara því einn af álagsþáttunum í starfinu er tíð starfsmannavelta,“ segir Haraldur. „Þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi er nýliðun langt frá því að vera nægileg.“ Það þurfi að gera laun samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga, fækka börnum á hvern starfsmann og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma. Segir hann það verða verkefni næstu kjarasamninga sem losna í lok júní.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira