Trump dregur Bandaríkin út úr vopnaviðskiptasáttmála Sameinuðu þjóðanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2019 20:44 Trump ávarpar hér samkomu Landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, eða NRA. Daniel Acker/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkin muni láta af stuðningi sínum við sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að fylgjast með og koma reglu á vopnamarkaði heimsins. Þetta tilkynnti Trump í ræðu þar sem forsetinn ávarpaði fund Landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, (e. NRA) í Indianapolis í dag. Bandaríkin höfðu áður ritað undir stuðningsyfirlýsingu við sáttmálann en svo virðist sem Trump hafi nú snúist hugur. „Ríkisstjórn mín mun aldrei fullgilda vopnaviðskiptasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við ætlum að taka undirskrift okkar til baka. SÞ mun brátt fá formlega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin hafni þessum sáttmála. Trump bætti svo við að meðan hann væri við stjórnvölinn væri engin hætta á að fullveldi Bandaríkjanna yrði afsalað til nokkurs. „Við munum ekki leyfa erlendum kerfiskörlum að traðka á rétti ykkar sem bundinn er í annan viðauka stjórnarskrárinnar. Það tilkynnist því hér með að Bandaríkin draga til baka þau áhrif sem undirskrift okkar við þennan afvegaleidda sáttmála hefur.“ Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, en hann var þó aldrei formlega tekinn í gildi. Síðan þá hefur Landssamband byssueigenda í Bandaríkjunum haldið því fram að sáttmálinn ógni öðrum viðauka stjórnarskrárinnar, en hann kveður einmitt á um að réttur þjóðarinnar „til að eiga og bera vopn óskertur látinn.“ Vert er þó að taka fram að með innleiðingu sáttmálans í Bandaríkjunum hyrfi annar viðauki stjórnarskrárinnar ekki á braut. Sáttmálanum er ætlað að auka eftirlit og reglugerðir á hendur vopnaframleiðendum. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkin muni láta af stuðningi sínum við sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að fylgjast með og koma reglu á vopnamarkaði heimsins. Þetta tilkynnti Trump í ræðu þar sem forsetinn ávarpaði fund Landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, (e. NRA) í Indianapolis í dag. Bandaríkin höfðu áður ritað undir stuðningsyfirlýsingu við sáttmálann en svo virðist sem Trump hafi nú snúist hugur. „Ríkisstjórn mín mun aldrei fullgilda vopnaviðskiptasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við ætlum að taka undirskrift okkar til baka. SÞ mun brátt fá formlega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin hafni þessum sáttmála. Trump bætti svo við að meðan hann væri við stjórnvölinn væri engin hætta á að fullveldi Bandaríkjanna yrði afsalað til nokkurs. „Við munum ekki leyfa erlendum kerfiskörlum að traðka á rétti ykkar sem bundinn er í annan viðauka stjórnarskrárinnar. Það tilkynnist því hér með að Bandaríkin draga til baka þau áhrif sem undirskrift okkar við þennan afvegaleidda sáttmála hefur.“ Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, en hann var þó aldrei formlega tekinn í gildi. Síðan þá hefur Landssamband byssueigenda í Bandaríkjunum haldið því fram að sáttmálinn ógni öðrum viðauka stjórnarskrárinnar, en hann kveður einmitt á um að réttur þjóðarinnar „til að eiga og bera vopn óskertur látinn.“ Vert er þó að taka fram að með innleiðingu sáttmálans í Bandaríkjunum hyrfi annar viðauki stjórnarskrárinnar ekki á braut. Sáttmálanum er ætlað að auka eftirlit og reglugerðir á hendur vopnaframleiðendum.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira