Bæta þarf úrræði fyrir konur sem koma úr fangelsum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 20:30 Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Konur geta vissulega fengið inni á Vernd, áfangaheimili fyrir fanga, en þar er meirihluti íbúanna karlmenn, enda eru þeir einnig meirihluti fanga. Konur sem koma á Vernd geta átt við fíknivanda að stríða, geðræn vandamál og hafa jafnvel búið við ofbeldi. Það getur því reynst þeim erfitt að þurfa jafnvel að búa einar innan um hóp karlmanna. Velferðarráð Reykjavíkurborgar kynnti í morgun nýja aðgerðaráætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfi. Formaður ráðsins segir ráðið hafa farið yfir alla þá þjónustu sem þegar er til staðar og rætt við bæði heimilislausa sem og meðferðaraðila til að henda reiður á því hvar vöntun sé til að mæta vandanum á réttan hátt. Stefnt sé á að stórauka búsetuúrræði og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisleysi. Finna á þá sem eru í áhættuhópi til að þróa með sér heimilisleysi og veita þeim fræðslu og stuðning. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda, bendir á að fleiri úrræði séu í boði fyrir karla en konur og vonast til að breytingar verði þar á. „Úrræðin hafa svolítið hentað körlunum betur. Þar af leiðandi erum við að týna konum svolítið inn í kerfinum. Til dæmis að konur sem koma úr fangelsi fara inn í úrræði þar sem eru bara karlar. Það er ekki öruggur staður fyrir konur. Svona hluti þurfum við að skoða miklu betur og tryggja öryggi kvenna,“ segir Kristín. Valgerður Bjarnadóttir, yfirlæknir á Vogi, tekur í sama streng. Hún fagnar því að huga eigi að stóru myndinni og ráðast í fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Konur hafi staðið höllum fæti hvað varðar úrræði. Nauðsynlegt sé að mæta öllum með fordómaleysi sama hvaðan þeir koma. „Það á að fá sömu þjónustu og aðrir. Hvort sem það kemur á Landspítalann, heilsugæsluna, meðferð eða í félagslegakerfið. Við erum góð á Íslandi, en við getum gert enn betur,“ segir Valgerður. Fangelsismál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Konur geta vissulega fengið inni á Vernd, áfangaheimili fyrir fanga, en þar er meirihluti íbúanna karlmenn, enda eru þeir einnig meirihluti fanga. Konur sem koma á Vernd geta átt við fíknivanda að stríða, geðræn vandamál og hafa jafnvel búið við ofbeldi. Það getur því reynst þeim erfitt að þurfa jafnvel að búa einar innan um hóp karlmanna. Velferðarráð Reykjavíkurborgar kynnti í morgun nýja aðgerðaráætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfi. Formaður ráðsins segir ráðið hafa farið yfir alla þá þjónustu sem þegar er til staðar og rætt við bæði heimilislausa sem og meðferðaraðila til að henda reiður á því hvar vöntun sé til að mæta vandanum á réttan hátt. Stefnt sé á að stórauka búsetuúrræði og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisleysi. Finna á þá sem eru í áhættuhópi til að þróa með sér heimilisleysi og veita þeim fræðslu og stuðning. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda, bendir á að fleiri úrræði séu í boði fyrir karla en konur og vonast til að breytingar verði þar á. „Úrræðin hafa svolítið hentað körlunum betur. Þar af leiðandi erum við að týna konum svolítið inn í kerfinum. Til dæmis að konur sem koma úr fangelsi fara inn í úrræði þar sem eru bara karlar. Það er ekki öruggur staður fyrir konur. Svona hluti þurfum við að skoða miklu betur og tryggja öryggi kvenna,“ segir Kristín. Valgerður Bjarnadóttir, yfirlæknir á Vogi, tekur í sama streng. Hún fagnar því að huga eigi að stóru myndinni og ráðast í fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Konur hafi staðið höllum fæti hvað varðar úrræði. Nauðsynlegt sé að mæta öllum með fordómaleysi sama hvaðan þeir koma. „Það á að fá sömu þjónustu og aðrir. Hvort sem það kemur á Landspítalann, heilsugæsluna, meðferð eða í félagslegakerfið. Við erum góð á Íslandi, en við getum gert enn betur,“ segir Valgerður.
Fangelsismál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira