Tek fjölmargt jákvætt frá Hollandi Hjörvar Ólafsson skrifar 26. apríl 2019 12:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fréttablaðið/getty Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðsframherji í knattspyrnu, leikur í dag sinn síðasta leik í bili hið minnsta fyrir hollenska liðið PSV Eindhoven þegar liðið mætir Twente í toppslag hollensku úrvalsdeildarinnar. Berglind Björg gekk í raðir PSV ásamt samherja sínum hjá landsliðinu, Önnu Björk Kristjánsdóttur, í byrjun febrúar en Berglind kom á láni frá Breiðabliki. Berglind fékk draumabyrjun í sínum fyrsta leik en hún opnaði þar markareikning fyrir félagið en það er eina markið sem hún hefur skorað fyrir liðið. Hún hefur einungis leikið sex leiki á þeim þremur mánuðum sem hún hefur verið í herbúðum PSV. Þrátt fyrir það lítur hún jákvæðum augum á veru sína í Eindhoven og telur sig hafa bætt sig á þeim tíma sem hún hefur verið þar. Hún er spennt fyrir komandi tímum með Breiðabliki en hún kemur heim á morgun og verður klár í slaginn þegar Blikar leika við ÍBV í fyrstu umferð Pepsi Maxdeildarinnar á föstudaginn eftir slétta viku. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og lærdómsríkur fyrir mig. Það er bæði gaman og þroskandi að stíga út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt. Æfingarnar hér eru í háum gæðaflokki og ég tel mig hafa bætt mig og kem í mjög góðu líkamlegu formi inn í deildina heima,“ segir Berglind Björg um tíma sinn í Hollandi. „Ég byrjaði mjög vel og skoraði í mínum fyrsta leik og spilaði svolítið eftir það. Svo fór mínútum að fækka eftir að ég fór í landsliðsverkefnið um mánaðamótin febrúar-mars. Ég kom náttúrulega á miðju tímabili og á tíma þar sem liðinu hafði gengið vel. Þess vegna skil ég það vel að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri þótt ég hefði vissulega viljað spila meira,“ segir framherjinn um spiltíma sinn. „Deildin hérna er mjög misskipt þar sem þrjú efstu liðin eru í háum gæðaflokki en liðin þar fyrir neðan eru töluvert slakari. Toppslagirnir eru betri leikir en í deildinni heima en liðin þar fyrir neðan í svipuðum klassa og einhver slakari en liðin í Pepsi Max-deildinni,“ segir hún um hollensku úrvalsdeildina. „Það væri frábært að kveðja með því að spila og leggja mitt af mörkum í lokaleiknum. Ég hlakka svo mjög til þess að koma aftur heim og byrja að spila með Blikum á nýjan leik. Það stefnir í spennandi toppbaráttu í sumar og að deildin verði sterkari en í fyrra. Ég er mjög spennt og vildi frekar ná fyrsta leiknum með Breiðabliki en leiknum í lokaumferðinni með PSV,“ segir Berglind um framhaldið. „Forráðamenn PSV hafa rætt við mig um hvað ég ætli að gera næsta haust en ég ætla bara að bíða og sjá til. Ég veit að það verða þó nokkrar breytingar á leikmannahópnum eftir tímabilið. Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur utan á lán eftir að leiktíðinni lýkur hér heima næsta haust. Þá myndi ég hins vegar vilja vera í stærra hlutverki og spila meira,“ segir hún enn fremur um möguleikann á því að hún leiki aftur með PSV. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðsframherji í knattspyrnu, leikur í dag sinn síðasta leik í bili hið minnsta fyrir hollenska liðið PSV Eindhoven þegar liðið mætir Twente í toppslag hollensku úrvalsdeildarinnar. Berglind Björg gekk í raðir PSV ásamt samherja sínum hjá landsliðinu, Önnu Björk Kristjánsdóttur, í byrjun febrúar en Berglind kom á láni frá Breiðabliki. Berglind fékk draumabyrjun í sínum fyrsta leik en hún opnaði þar markareikning fyrir félagið en það er eina markið sem hún hefur skorað fyrir liðið. Hún hefur einungis leikið sex leiki á þeim þremur mánuðum sem hún hefur verið í herbúðum PSV. Þrátt fyrir það lítur hún jákvæðum augum á veru sína í Eindhoven og telur sig hafa bætt sig á þeim tíma sem hún hefur verið þar. Hún er spennt fyrir komandi tímum með Breiðabliki en hún kemur heim á morgun og verður klár í slaginn þegar Blikar leika við ÍBV í fyrstu umferð Pepsi Maxdeildarinnar á föstudaginn eftir slétta viku. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og lærdómsríkur fyrir mig. Það er bæði gaman og þroskandi að stíga út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt. Æfingarnar hér eru í háum gæðaflokki og ég tel mig hafa bætt mig og kem í mjög góðu líkamlegu formi inn í deildina heima,“ segir Berglind Björg um tíma sinn í Hollandi. „Ég byrjaði mjög vel og skoraði í mínum fyrsta leik og spilaði svolítið eftir það. Svo fór mínútum að fækka eftir að ég fór í landsliðsverkefnið um mánaðamótin febrúar-mars. Ég kom náttúrulega á miðju tímabili og á tíma þar sem liðinu hafði gengið vel. Þess vegna skil ég það vel að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri þótt ég hefði vissulega viljað spila meira,“ segir framherjinn um spiltíma sinn. „Deildin hérna er mjög misskipt þar sem þrjú efstu liðin eru í háum gæðaflokki en liðin þar fyrir neðan eru töluvert slakari. Toppslagirnir eru betri leikir en í deildinni heima en liðin þar fyrir neðan í svipuðum klassa og einhver slakari en liðin í Pepsi Max-deildinni,“ segir hún um hollensku úrvalsdeildina. „Það væri frábært að kveðja með því að spila og leggja mitt af mörkum í lokaleiknum. Ég hlakka svo mjög til þess að koma aftur heim og byrja að spila með Blikum á nýjan leik. Það stefnir í spennandi toppbaráttu í sumar og að deildin verði sterkari en í fyrra. Ég er mjög spennt og vildi frekar ná fyrsta leiknum með Breiðabliki en leiknum í lokaumferðinni með PSV,“ segir Berglind um framhaldið. „Forráðamenn PSV hafa rætt við mig um hvað ég ætli að gera næsta haust en ég ætla bara að bíða og sjá til. Ég veit að það verða þó nokkrar breytingar á leikmannahópnum eftir tímabilið. Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur utan á lán eftir að leiktíðinni lýkur hér heima næsta haust. Þá myndi ég hins vegar vilja vera í stærra hlutverki og spila meira,“ segir hún enn fremur um möguleikann á því að hún leiki aftur með PSV.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira