Segir sjúkraliða ekki hafa sömu rödd innan Landspítalans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2019 13:01 Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Egill Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir að félagsmenn hafi ekki sömu rödd innan Landspítalans og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem séu aðilar að Hjúkrunarráði spítalans sem standi vörð um hagsmuni þeirra. Sjúkraliðafélagið hafi sótt um aðild að hjúkrunarráði en umsókninni hafi verið hafnað. Formaður kennir hugsunarleysi stjórnvalda um. Hjúkrunarráð Landspítalans starfar í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu en í því eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans. Ráðið er forstjóra og framkvæmdastjórn spítalans til ráðuneytis varðandi málefni hjúkrunar, rekstur, stjórnun uppbyggingu og nýtingu sjúkrahússins. Þá er það stjórnendum heilbrigðismála utan spítalans til ráðuneytis sé eftir því leitað. Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir mikilvægt að félagið eigi aðild að hjúkrunarráði. „Við sóttum formlega um aðild að ráðinu og það mál hefur verið tekið fyrir á aðalfundi ráðsins. Það fékk í raun og veru ekki brautargengi þar því að menn töldu að þetta mál þyrfti að kynna betur, bæði fyrir sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra. Hún telur um hugsunarleysi stjórnvalda að ræða. „Ég hugsa að þetta hafi nú verið bara ákveðið hugsunarleysi stjórnvalda um að ráðið myndi ekki gera ráð fyrir öllum hjúkrunarstéttum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.“Hún segir að aðild að félagsmanna að hjúkrunarráði spítalans myndi breyta miklu. „Það myndi breyta því að þá hefðu þeir allavega aðkomu að þessum vettvangi um að láta sina rödd heyrast um hvað eina sem brennur á þeim hverju sinni, líkt og hjúkrunarfræðingar gera.“ Sandra B. Franks bindur vonir við að þessu verði breytt og félagsmenn sínir fái rödd innan Landspítalans. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir að félagsmenn hafi ekki sömu rödd innan Landspítalans og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem séu aðilar að Hjúkrunarráði spítalans sem standi vörð um hagsmuni þeirra. Sjúkraliðafélagið hafi sótt um aðild að hjúkrunarráði en umsókninni hafi verið hafnað. Formaður kennir hugsunarleysi stjórnvalda um. Hjúkrunarráð Landspítalans starfar í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu en í því eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans. Ráðið er forstjóra og framkvæmdastjórn spítalans til ráðuneytis varðandi málefni hjúkrunar, rekstur, stjórnun uppbyggingu og nýtingu sjúkrahússins. Þá er það stjórnendum heilbrigðismála utan spítalans til ráðuneytis sé eftir því leitað. Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir mikilvægt að félagið eigi aðild að hjúkrunarráði. „Við sóttum formlega um aðild að ráðinu og það mál hefur verið tekið fyrir á aðalfundi ráðsins. Það fékk í raun og veru ekki brautargengi þar því að menn töldu að þetta mál þyrfti að kynna betur, bæði fyrir sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra. Hún telur um hugsunarleysi stjórnvalda að ræða. „Ég hugsa að þetta hafi nú verið bara ákveðið hugsunarleysi stjórnvalda um að ráðið myndi ekki gera ráð fyrir öllum hjúkrunarstéttum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.“Hún segir að aðild að félagsmanna að hjúkrunarráði spítalans myndi breyta miklu. „Það myndi breyta því að þá hefðu þeir allavega aðkomu að þessum vettvangi um að láta sina rödd heyrast um hvað eina sem brennur á þeim hverju sinni, líkt og hjúkrunarfræðingar gera.“ Sandra B. Franks bindur vonir við að þessu verði breytt og félagsmenn sínir fái rödd innan Landspítalans.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira