Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2019 19:00 Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. Tilfellum listeríusmits hefur fjölgað á undanförnum árum. Embætti landlæknis greindi frá því á dögum að kona á fimmtugsaldri, með undirliggjandi ónæmisbælingu, hafi veikst af listeríusýkingu í upphafi ársins og látist um hálfum mánuði síðar af völdum sýkingarinnar. Þetta er fyrsta dauðsfallið á þessu ári en í fyrra veiktust þrír og árið 2017 létust fjórir af þeim sjö sem veiktust. Sóttvarnarlæknir segir sjúkdóminn sjaldgæfan og að tilfellin komi séu í hrinum. „Þegar maður lítur nokkur ár aftur í tímann að þá virðist sem svo að þessum tilfellum sé að fjölga en þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar og þeir hafa tilhneigingu til að koma í hrinum. Gerist ekkert í einhver ár og svo koma þau nokkrum saman ein árin. En þeim gæti verið að fjölga já,” segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/BaldurNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitastNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitast og má þar nefna þungaðar konur og fólk á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Við ífarandi sýkingu getur bakterían borist út í blóðið og valdið blóðsýkingu, en einnig sækir hún í miðtaugakerfið og leiðir í þeim tilfellum til heilahimnubólgu. Einkenni geta í upphafi verið mismikil og lýst sér sem vanþrif og léleg matarlyst hjá nýfæddum börnum. Einkennin geta líka verið bráð með hita, höfuðverk, ógleði, uppköstum og alvarlegu blóðþrýstingsfalli. Konan sem lést á þessu ári hafði neytt reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfang. Við eftirlit Matvælastofnunnar fannst listeríusmit víða á starfstöð fyrirtækisins og var öll starfsemi stöðvuð í byrjun febrúar en hófst aftur, undir eftirliti undir lok sama mánaðar.Nú hefur neyslumynstur þjóðarinnar verið að breytast. Hrámeti er orðið vinsælla. Telur þú að fólk þurfi að hafa varan á? “Allur almenningur þarf í sjálfu sér ekki að gera það og þetta er ekki baktería sem að sýkir öllu jöfnu hraust fólk en það er fyrst og fremst þessi einstaklingar með ónæmisbælandi sjúkdóma og á ónæmisbælandi lyfjum og svo þungaðar konur sem að þurfa að huga að sínu mataræði,” segir Þórólfur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. Tilfellum listeríusmits hefur fjölgað á undanförnum árum. Embætti landlæknis greindi frá því á dögum að kona á fimmtugsaldri, með undirliggjandi ónæmisbælingu, hafi veikst af listeríusýkingu í upphafi ársins og látist um hálfum mánuði síðar af völdum sýkingarinnar. Þetta er fyrsta dauðsfallið á þessu ári en í fyrra veiktust þrír og árið 2017 létust fjórir af þeim sjö sem veiktust. Sóttvarnarlæknir segir sjúkdóminn sjaldgæfan og að tilfellin komi séu í hrinum. „Þegar maður lítur nokkur ár aftur í tímann að þá virðist sem svo að þessum tilfellum sé að fjölga en þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar og þeir hafa tilhneigingu til að koma í hrinum. Gerist ekkert í einhver ár og svo koma þau nokkrum saman ein árin. En þeim gæti verið að fjölga já,” segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/BaldurNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitastNokkrir hópar eru útsettir fyrir því að smitast og má þar nefna þungaðar konur og fólk á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Við ífarandi sýkingu getur bakterían borist út í blóðið og valdið blóðsýkingu, en einnig sækir hún í miðtaugakerfið og leiðir í þeim tilfellum til heilahimnubólgu. Einkenni geta í upphafi verið mismikil og lýst sér sem vanþrif og léleg matarlyst hjá nýfæddum börnum. Einkennin geta líka verið bráð með hita, höfuðverk, ógleði, uppköstum og alvarlegu blóðþrýstingsfalli. Konan sem lést á þessu ári hafði neytt reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfang. Við eftirlit Matvælastofnunnar fannst listeríusmit víða á starfstöð fyrirtækisins og var öll starfsemi stöðvuð í byrjun febrúar en hófst aftur, undir eftirliti undir lok sama mánaðar.Nú hefur neyslumynstur þjóðarinnar verið að breytast. Hrámeti er orðið vinsælla. Telur þú að fólk þurfi að hafa varan á? “Allur almenningur þarf í sjálfu sér ekki að gera það og þetta er ekki baktería sem að sýkir öllu jöfnu hraust fólk en það er fyrst og fremst þessi einstaklingar með ónæmisbælandi sjúkdóma og á ónæmisbælandi lyfjum og svo þungaðar konur sem að þurfa að huga að sínu mataræði,” segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira
Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15