Fjölgun listeríusýkinga Sighvatur Jónsson skrifar 24. apríl 2019 12:15 Listeríubakteríur ræktaðar. Vísir/Getty Í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins kemur fram að kona á fimmtugsaldri lést eftir að hún greindist með listeríusýkingu hér á landi eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax um síðustu jól. Þar kemur fram að konan hafi verið með undirliggjandi ónæmisbælingu. Listeríusýking var staðfest með því að rækta bakteríuna úr leifum laxins sem voru geymdar í frysti á heimilinu. Á vef embættis landlæknis kemur fram að listería sé baktería sem finnist hjá fjölda dýrategunda. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. Nýfædd börn og fóstur í móðurkviði eru í aukinni hættu á að sýkjast sem getur leitt til fósturláts eða dauða.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.vísir/valliListeríusýkingar sjaldgæfar Á síðasta ári voru listeríusýkingar þrjár en sjö árið þar áður. Árin 2015 og 2016 komu engin tilfelli upp. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að fullyrða um aukningu listeríusýkinga en segir vísbendingar þar um. „Það er einkum tvennt sem gæti stuðlað að aukningu. Í fyrsta lagi breyttar matarvenjur fólks, fólk er farið að borða meira af hráu kjöt og hráum fiski en áður var. Svo erum við líka með aukinn fjölda af einstaklingum sem eru annaðhvort á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Þegar þetta tvennt fer saman þá gætum við verið að sjá aukningu á svona sýkingum.“ Þórólfur segir að í venjulegum tilfellum eigi heilbrigt fólk að geta borðað hrátt kjöt og hráan fisk án ótta við listeríusýkingu. Brýna þurfi fyrir ófrískum konum að fara varlega með hrátt fæði. Heilbrigðismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins kemur fram að kona á fimmtugsaldri lést eftir að hún greindist með listeríusýkingu hér á landi eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax um síðustu jól. Þar kemur fram að konan hafi verið með undirliggjandi ónæmisbælingu. Listeríusýking var staðfest með því að rækta bakteríuna úr leifum laxins sem voru geymdar í frysti á heimilinu. Á vef embættis landlæknis kemur fram að listería sé baktería sem finnist hjá fjölda dýrategunda. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. Nýfædd börn og fóstur í móðurkviði eru í aukinni hættu á að sýkjast sem getur leitt til fósturláts eða dauða.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.vísir/valliListeríusýkingar sjaldgæfar Á síðasta ári voru listeríusýkingar þrjár en sjö árið þar áður. Árin 2015 og 2016 komu engin tilfelli upp. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að fullyrða um aukningu listeríusýkinga en segir vísbendingar þar um. „Það er einkum tvennt sem gæti stuðlað að aukningu. Í fyrsta lagi breyttar matarvenjur fólks, fólk er farið að borða meira af hráu kjöt og hráum fiski en áður var. Svo erum við líka með aukinn fjölda af einstaklingum sem eru annaðhvort á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Þegar þetta tvennt fer saman þá gætum við verið að sjá aukningu á svona sýkingum.“ Þórólfur segir að í venjulegum tilfellum eigi heilbrigt fólk að geta borðað hrátt kjöt og hráan fisk án ótta við listeríusýkingu. Brýna þurfi fyrir ófrískum konum að fara varlega með hrátt fæði.
Heilbrigðismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira