Milli lífs og dauða Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. apríl 2019 07:00 Mörkin milli lífs og dauða eru í besta falli óljós og óræð. Hver getur raunverulega fullyrt um það hvar annað byrjar, og hitt endar?“ Þetta voru hugleiðingar sögumannsins í smásögu Edgars Allan Poe frá árinu 1844, Kviksettur. Þessi mörk, sem í hugum fæstra nútímamanna eru óljós, voru vafalaust mörgum hugleikin um liðna helgi, þegar sigri Jesú yfir dauðanum var minnst; upprisu hans og loforði um eilíft líf fagnað. Þvert á það sem fólk þekkti um miðja nítjándu öld, þegar margir voru haldnir fullkomlega skiljanlegum ótta við að vera grafnir lifandi, þá höfum við í dag staðlaðar og sannreyndar aðferðir þegar kemur að því að skera úr um hvort einstaklingur er lífs eða liðinn. Mörkin eru hreint ekki óræð. En þar með er ekki sagt að þau séu einföld. Rétt fyrir páskahelgi birti hópur taugavísindamanna við Yale-háskóla merkilega, en um leið afar undarlega, rannsókn í vísindaritinu Nature. Í vísindagreininni útskýrir hópurinn hvernig þeim tókst að endurlífga heila í svínum sem hafði verið slátrað nokkrum klukkustundum áður. Svínsheilarnir fengu enga næringu í fjórar klukkustundir, ekkert súrefni og engan glúkósa. Með orðinu „endurlífga“ er átt við að eðlileg efnaskipti voru endurvakin í heilum svínanna og að hrörnun heilans eftir dauða var að mestu stöðvuð. Þetta tókst vísindamönnunum með því að dæla tilbúnum blóðvökva í heilana og þannig koma súrefni og næringarefnum til frumnanna. Þrátt fyrir að um „endurlífgun“ hafi verið að ræða þá greindi heilariti aldrei vísbendingar um meðvitund eða heilvirkni. Engin svörun á heilariti var reyndar hluti af hönnun rannsóknarinnar, enda voru ákveðin efni notuð til að bæla starfsemi taugakerfisins í svínsheilunum. Þó svo að brýn þörf sé á að endurtaka rannsóknina og kanna niðurstöður hennar betur, þá vekja niðurstöður vísindamannanna við Yale upp ýmsar flóknar siðferðilegar spurningar. Nita A. Farahany, prófessor í siðfræði við Duke sagði í Nature að stóráfanga sé að ræða. Heilarnir voru, nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið skornir úr líkama sínu, um tíma ekki algjörlega dauðir. Sannarlega voru þeir ekki algjörlega lifandi heldur. Eins og Kraftaverka Max sagði í The Princess Bride: „Að mestu dauður er örlítið lifandi.“ Það að heili í stóru spendýri eins og svíni hafi verið endurvakinn, og það 32 sinnum eins og í tilfelli Yale-hópsins, kallar á að flóknum spurningum um dauðann, meðvitund og heilann verði svarað. Um leið gefa þessar niðurstöður tilefni til bjartsýni um framfarir á sviði meðferða við heilaskaða. Rannsókn Yale-hópsins er tímamótaverk, en umtalsvert fleiri rannsókna og tilrauna er þörf áður en stærri og víðtækari ályktanir eru dregnar. Það mun ekki gerast í bráð. En rannsóknin staðfestir þó að enn á ný er sú krafa gerð á okkur mannfólkið að taka til endurskoðunar hvar mörkin milli lífs og dauða liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Mörkin milli lífs og dauða eru í besta falli óljós og óræð. Hver getur raunverulega fullyrt um það hvar annað byrjar, og hitt endar?“ Þetta voru hugleiðingar sögumannsins í smásögu Edgars Allan Poe frá árinu 1844, Kviksettur. Þessi mörk, sem í hugum fæstra nútímamanna eru óljós, voru vafalaust mörgum hugleikin um liðna helgi, þegar sigri Jesú yfir dauðanum var minnst; upprisu hans og loforði um eilíft líf fagnað. Þvert á það sem fólk þekkti um miðja nítjándu öld, þegar margir voru haldnir fullkomlega skiljanlegum ótta við að vera grafnir lifandi, þá höfum við í dag staðlaðar og sannreyndar aðferðir þegar kemur að því að skera úr um hvort einstaklingur er lífs eða liðinn. Mörkin eru hreint ekki óræð. En þar með er ekki sagt að þau séu einföld. Rétt fyrir páskahelgi birti hópur taugavísindamanna við Yale-háskóla merkilega, en um leið afar undarlega, rannsókn í vísindaritinu Nature. Í vísindagreininni útskýrir hópurinn hvernig þeim tókst að endurlífga heila í svínum sem hafði verið slátrað nokkrum klukkustundum áður. Svínsheilarnir fengu enga næringu í fjórar klukkustundir, ekkert súrefni og engan glúkósa. Með orðinu „endurlífga“ er átt við að eðlileg efnaskipti voru endurvakin í heilum svínanna og að hrörnun heilans eftir dauða var að mestu stöðvuð. Þetta tókst vísindamönnunum með því að dæla tilbúnum blóðvökva í heilana og þannig koma súrefni og næringarefnum til frumnanna. Þrátt fyrir að um „endurlífgun“ hafi verið að ræða þá greindi heilariti aldrei vísbendingar um meðvitund eða heilvirkni. Engin svörun á heilariti var reyndar hluti af hönnun rannsóknarinnar, enda voru ákveðin efni notuð til að bæla starfsemi taugakerfisins í svínsheilunum. Þó svo að brýn þörf sé á að endurtaka rannsóknina og kanna niðurstöður hennar betur, þá vekja niðurstöður vísindamannanna við Yale upp ýmsar flóknar siðferðilegar spurningar. Nita A. Farahany, prófessor í siðfræði við Duke sagði í Nature að stóráfanga sé að ræða. Heilarnir voru, nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið skornir úr líkama sínu, um tíma ekki algjörlega dauðir. Sannarlega voru þeir ekki algjörlega lifandi heldur. Eins og Kraftaverka Max sagði í The Princess Bride: „Að mestu dauður er örlítið lifandi.“ Það að heili í stóru spendýri eins og svíni hafi verið endurvakinn, og það 32 sinnum eins og í tilfelli Yale-hópsins, kallar á að flóknum spurningum um dauðann, meðvitund og heilann verði svarað. Um leið gefa þessar niðurstöður tilefni til bjartsýni um framfarir á sviði meðferða við heilaskaða. Rannsókn Yale-hópsins er tímamótaverk, en umtalsvert fleiri rannsókna og tilrauna er þörf áður en stærri og víðtækari ályktanir eru dregnar. Það mun ekki gerast í bráð. En rannsóknin staðfestir þó að enn á ný er sú krafa gerð á okkur mannfólkið að taka til endurskoðunar hvar mörkin milli lífs og dauða liggja.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun