Fleiri gæðastundir, færri vinnustundir! Rannveig Ernudóttir skrifar 22. apríl 2019 14:06 Þetta var eitt af slagorðum Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir ári síðan. Með þessu slagorði vildum við kalla eftir vakningu meðal atvinnurekenda. Þeir áttuðu sig á því að allir græða á auknum frítíma starfsfólks yfir sólarhringinn. Íslenska þrælslundin er nefnilega svo rótgróin í okkur að þegar hin stóra bylting varð, að konur færu almennt út á vinnumarkaðinn, þá samþykktum við það mjög fljótlega að báðir foreldrar þyrftu að vinna 100% störf. Það var aldrei markmiðið. Ein af meginkröfunum var sú að feður myndu verða frekari þátttakendur í heimilishaldinu til jafns við mæður. Enda er það mikið meira en 100% starf að vera heimavinnandi foreldri. Báðir foreldrar myndu þá vinna, en minna og sinna fjölskyldulífinu saman. En allt í einu stóðum við uppi með þann veruleika, að 100% innkoma dugði bara ekki lengur, heldur var orðið svo dýrt að reka heimili að í dag þarf 200% innkomu til þess, jafnvel meira. Til þess að eltast við þessar kröfur atvinnulífsins jókst stanslaust þörfin á lengri dagvistun barna. Fjölskyldur gjalda fyrir þróunina með stöðugt færri gæðastundum, á kostnað líðan barnanna sem og starfsfólksins. Allir hafa þurft að hlaupa hraðar með tilheyrandi útbrennslu og kulnun er sívaxandi staðreynd á vinnumarkaðnum. Við þurfum færri vinnustundir og fleiri gæðastundir. Þess vegna er svo merkilegt að hér sé kominn lífskjarasamningur á borðið, undirritaður og tilbúinn fyrir félagsmenn að kjósa um. Nú sýnist sitt hverjum um ákvæðið um styttri vinnuviku í kjarasamningunum. Styttingin er nefnilega valkvæð en ekki bundin og þarf til samtal atvinnurekenda og svo starfsfólks. Engu að síður er verið að stíga stórt skref hér, þar sem vinnuvikan hefur verið 40 stundir frá árinu 1971. Það getur hins vegar verið flókið að stytta vinnuvikuna án þess að skerða réttindi eða framleiðni, en hér er verið að horfast í augu við það að þetta verður einungis gert með samtali. Reykjavíkurborg hefur unnið með þá tilraun á þessum forsendum frá árinu 2015 með góðum árangri, þökk sé útsjónarsemi starfsfólks. Árangurinn stendur ekki á sér, sem dæmi má nefna að feður tala um aukna þátttöku í heimilishaldi og barnauppeldi, sem var jú eitt af lykilatriðunum í upphafi. Einnig hefur starfsánægja aukist og veikindum fækkað.HvatninginSjálf vinn ég hjá Reykjavíkurborg og á mínum vinnustað samþykktum við að stytta vinnuvikuna. Ég tek styttinguna með þeim hætti að mæta seinna á morgnana. Það er fyrir mig afskaplega dýrmætt að geta byrjað daginn á yoga eða sundferð með fjölskyldunni, oftast við hjónin og yngsta barnið en stundum læðast eldri börnin með. Þegar ég mæti í vinnuna er ég s.s. búin að stunda hreyfingu, oftast búin að ganga frá öllu heima og jafnvel þvo eina vél. Ég hef jafnvel náð smá yndislestri eða prjónað áður en ég er svo mætt í vinnuna kl. 9. Ég er mikið úthvíldari og tilbúnari í daginn með öllum þeim verkefnum sem þarf að leysa. Morguninn byrjar rólega og engin pressa er á börnin að drífa sig svo ég verði ekki sein í vinnuna og nú er einnig meira svigrúm til að geyma einkabílinn því við erum ekki í tímaþröng. Í þessu eru falin mikil lífsgæði. Nú er bara að bíða eftir að vinnustaður eiginmannsins byrji á styttri vinnuviku! Hér er því eindregin hvatning til ykkar yfirmanna og fyrirtækjaeigenda. Takið þátt í að sýna gott fordæmi líkt og Reykjavíkurborg, Hugsmiðjan, Hjallastefnan og fleiri vinnustaðir hafa lagt upp með. Keppist við að fá til ykkar hamingjusamt og kappsamt starfsfólk með því að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Eigið frumkvæðið að því að stytta vinnudaginn. Það munu allir græða á fleiri gæðastundum og færri vinnustundum.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og starfsmaður Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þetta var eitt af slagorðum Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir ári síðan. Með þessu slagorði vildum við kalla eftir vakningu meðal atvinnurekenda. Þeir áttuðu sig á því að allir græða á auknum frítíma starfsfólks yfir sólarhringinn. Íslenska þrælslundin er nefnilega svo rótgróin í okkur að þegar hin stóra bylting varð, að konur færu almennt út á vinnumarkaðinn, þá samþykktum við það mjög fljótlega að báðir foreldrar þyrftu að vinna 100% störf. Það var aldrei markmiðið. Ein af meginkröfunum var sú að feður myndu verða frekari þátttakendur í heimilishaldinu til jafns við mæður. Enda er það mikið meira en 100% starf að vera heimavinnandi foreldri. Báðir foreldrar myndu þá vinna, en minna og sinna fjölskyldulífinu saman. En allt í einu stóðum við uppi með þann veruleika, að 100% innkoma dugði bara ekki lengur, heldur var orðið svo dýrt að reka heimili að í dag þarf 200% innkomu til þess, jafnvel meira. Til þess að eltast við þessar kröfur atvinnulífsins jókst stanslaust þörfin á lengri dagvistun barna. Fjölskyldur gjalda fyrir þróunina með stöðugt færri gæðastundum, á kostnað líðan barnanna sem og starfsfólksins. Allir hafa þurft að hlaupa hraðar með tilheyrandi útbrennslu og kulnun er sívaxandi staðreynd á vinnumarkaðnum. Við þurfum færri vinnustundir og fleiri gæðastundir. Þess vegna er svo merkilegt að hér sé kominn lífskjarasamningur á borðið, undirritaður og tilbúinn fyrir félagsmenn að kjósa um. Nú sýnist sitt hverjum um ákvæðið um styttri vinnuviku í kjarasamningunum. Styttingin er nefnilega valkvæð en ekki bundin og þarf til samtal atvinnurekenda og svo starfsfólks. Engu að síður er verið að stíga stórt skref hér, þar sem vinnuvikan hefur verið 40 stundir frá árinu 1971. Það getur hins vegar verið flókið að stytta vinnuvikuna án þess að skerða réttindi eða framleiðni, en hér er verið að horfast í augu við það að þetta verður einungis gert með samtali. Reykjavíkurborg hefur unnið með þá tilraun á þessum forsendum frá árinu 2015 með góðum árangri, þökk sé útsjónarsemi starfsfólks. Árangurinn stendur ekki á sér, sem dæmi má nefna að feður tala um aukna þátttöku í heimilishaldi og barnauppeldi, sem var jú eitt af lykilatriðunum í upphafi. Einnig hefur starfsánægja aukist og veikindum fækkað.HvatninginSjálf vinn ég hjá Reykjavíkurborg og á mínum vinnustað samþykktum við að stytta vinnuvikuna. Ég tek styttinguna með þeim hætti að mæta seinna á morgnana. Það er fyrir mig afskaplega dýrmætt að geta byrjað daginn á yoga eða sundferð með fjölskyldunni, oftast við hjónin og yngsta barnið en stundum læðast eldri börnin með. Þegar ég mæti í vinnuna er ég s.s. búin að stunda hreyfingu, oftast búin að ganga frá öllu heima og jafnvel þvo eina vél. Ég hef jafnvel náð smá yndislestri eða prjónað áður en ég er svo mætt í vinnuna kl. 9. Ég er mikið úthvíldari og tilbúnari í daginn með öllum þeim verkefnum sem þarf að leysa. Morguninn byrjar rólega og engin pressa er á börnin að drífa sig svo ég verði ekki sein í vinnuna og nú er einnig meira svigrúm til að geyma einkabílinn því við erum ekki í tímaþröng. Í þessu eru falin mikil lífsgæði. Nú er bara að bíða eftir að vinnustaður eiginmannsins byrji á styttri vinnuviku! Hér er því eindregin hvatning til ykkar yfirmanna og fyrirtækjaeigenda. Takið þátt í að sýna gott fordæmi líkt og Reykjavíkurborg, Hugsmiðjan, Hjallastefnan og fleiri vinnustaðir hafa lagt upp með. Keppist við að fá til ykkar hamingjusamt og kappsamt starfsfólk með því að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Eigið frumkvæðið að því að stytta vinnudaginn. Það munu allir græða á fleiri gæðastundum og færri vinnustundum.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og starfsmaður Reykjavíkurborgar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun