Miklar áhyggjur vegna vopnaðra hægri-öfgahópa Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 15:26 Flóttafólki haldið af landamæraeftirlitinu við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. Getty/ David Peinado Mexíkóska ríkið sagði í tilkynningu miklar áhyggjur vera vegna vopnaðra einkahersveita sem hafa tekið flóttafólk föngum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Tilkynningin var birt stuttu eftir að the American Civil Liberties Union (ACLU) og öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins kölluðu eftir rannsókn á aðgerðum almennra borgara til að stöðva flóttafólk á leið sinni yfir landamærin. Þetta kemur fram á vef Reuters. „Svona aðgerðir geta leitt til mannréttindabrota á flóttafólki og hælisleitendum í Bandaríkjunum,“ sagði í tilkynningu alþjóðasamskiptaráðuneytis Mexíkó í tengslum við hersveitir í Nýju Mexíkó. Á fimmtudag fordæmdi ACLU í Nýju Mexíkó hópinn the United Constitutional Patriots (UCP), en hann hefur haldið úti gæslu á landamærunum, og lýsti ACLU hópnum sem „fasískri hersveit,“ sem starfaði utan við lögin. Hópurinn hefur birt myndbönd þar sem meðlimir hans eru sýndir klæðast hermanna fatnaði, vopnaðir hálfsjálfvirkum rifflum og haldandi hópum flóttamanna föngum, þar til landamæraeftirlit Bandaríkjanna mætir á staðin til að taka flóttafólkið í varðhald. Hópurinn segist sjálfur vera að veita landamæraeftirlitinu aðstoð við að bregðast við „flóðbylgju“ ólöglegra flóttamanna á landamærunum í suðri. Núverandi stjórn landsins, undir forystu Donalds Trump forseta, hefur hert stefnu landsins í innflytjendamálum sem og beitt Mexíkó þrýsting til að stöðva flóttafólk sem leggur leið sína í gegn um Mexíkó. Auk ACLU birtu öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í Nýju Mexíkó, Martin Heinrich og Tom Udall, sameiginlega yfirlýsingu á Twitter á föstudag þar sem þeir sögðu „Að ógna saklausum börnum og fjölskyldum sem flýja ofbeldi og sækjast eftir hæli er óásættanlegt og stendur gegn öllum gildum okkar sem ríkis og þjóðar.“ Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Mexíkóska ríkið sagði í tilkynningu miklar áhyggjur vera vegna vopnaðra einkahersveita sem hafa tekið flóttafólk föngum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Tilkynningin var birt stuttu eftir að the American Civil Liberties Union (ACLU) og öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins kölluðu eftir rannsókn á aðgerðum almennra borgara til að stöðva flóttafólk á leið sinni yfir landamærin. Þetta kemur fram á vef Reuters. „Svona aðgerðir geta leitt til mannréttindabrota á flóttafólki og hælisleitendum í Bandaríkjunum,“ sagði í tilkynningu alþjóðasamskiptaráðuneytis Mexíkó í tengslum við hersveitir í Nýju Mexíkó. Á fimmtudag fordæmdi ACLU í Nýju Mexíkó hópinn the United Constitutional Patriots (UCP), en hann hefur haldið úti gæslu á landamærunum, og lýsti ACLU hópnum sem „fasískri hersveit,“ sem starfaði utan við lögin. Hópurinn hefur birt myndbönd þar sem meðlimir hans eru sýndir klæðast hermanna fatnaði, vopnaðir hálfsjálfvirkum rifflum og haldandi hópum flóttamanna föngum, þar til landamæraeftirlit Bandaríkjanna mætir á staðin til að taka flóttafólkið í varðhald. Hópurinn segist sjálfur vera að veita landamæraeftirlitinu aðstoð við að bregðast við „flóðbylgju“ ólöglegra flóttamanna á landamærunum í suðri. Núverandi stjórn landsins, undir forystu Donalds Trump forseta, hefur hert stefnu landsins í innflytjendamálum sem og beitt Mexíkó þrýsting til að stöðva flóttafólk sem leggur leið sína í gegn um Mexíkó. Auk ACLU birtu öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í Nýju Mexíkó, Martin Heinrich og Tom Udall, sameiginlega yfirlýsingu á Twitter á föstudag þar sem þeir sögðu „Að ógna saklausum börnum og fjölskyldum sem flýja ofbeldi og sækjast eftir hæli er óásættanlegt og stendur gegn öllum gildum okkar sem ríkis og þjóðar.“
Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13