Miklar áhyggjur vegna vopnaðra hægri-öfgahópa Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 15:26 Flóttafólki haldið af landamæraeftirlitinu við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. Getty/ David Peinado Mexíkóska ríkið sagði í tilkynningu miklar áhyggjur vera vegna vopnaðra einkahersveita sem hafa tekið flóttafólk föngum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Tilkynningin var birt stuttu eftir að the American Civil Liberties Union (ACLU) og öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins kölluðu eftir rannsókn á aðgerðum almennra borgara til að stöðva flóttafólk á leið sinni yfir landamærin. Þetta kemur fram á vef Reuters. „Svona aðgerðir geta leitt til mannréttindabrota á flóttafólki og hælisleitendum í Bandaríkjunum,“ sagði í tilkynningu alþjóðasamskiptaráðuneytis Mexíkó í tengslum við hersveitir í Nýju Mexíkó. Á fimmtudag fordæmdi ACLU í Nýju Mexíkó hópinn the United Constitutional Patriots (UCP), en hann hefur haldið úti gæslu á landamærunum, og lýsti ACLU hópnum sem „fasískri hersveit,“ sem starfaði utan við lögin. Hópurinn hefur birt myndbönd þar sem meðlimir hans eru sýndir klæðast hermanna fatnaði, vopnaðir hálfsjálfvirkum rifflum og haldandi hópum flóttamanna föngum, þar til landamæraeftirlit Bandaríkjanna mætir á staðin til að taka flóttafólkið í varðhald. Hópurinn segist sjálfur vera að veita landamæraeftirlitinu aðstoð við að bregðast við „flóðbylgju“ ólöglegra flóttamanna á landamærunum í suðri. Núverandi stjórn landsins, undir forystu Donalds Trump forseta, hefur hert stefnu landsins í innflytjendamálum sem og beitt Mexíkó þrýsting til að stöðva flóttafólk sem leggur leið sína í gegn um Mexíkó. Auk ACLU birtu öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í Nýju Mexíkó, Martin Heinrich og Tom Udall, sameiginlega yfirlýsingu á Twitter á föstudag þar sem þeir sögðu „Að ógna saklausum börnum og fjölskyldum sem flýja ofbeldi og sækjast eftir hæli er óásættanlegt og stendur gegn öllum gildum okkar sem ríkis og þjóðar.“ Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Mexíkóska ríkið sagði í tilkynningu miklar áhyggjur vera vegna vopnaðra einkahersveita sem hafa tekið flóttafólk föngum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Tilkynningin var birt stuttu eftir að the American Civil Liberties Union (ACLU) og öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins kölluðu eftir rannsókn á aðgerðum almennra borgara til að stöðva flóttafólk á leið sinni yfir landamærin. Þetta kemur fram á vef Reuters. „Svona aðgerðir geta leitt til mannréttindabrota á flóttafólki og hælisleitendum í Bandaríkjunum,“ sagði í tilkynningu alþjóðasamskiptaráðuneytis Mexíkó í tengslum við hersveitir í Nýju Mexíkó. Á fimmtudag fordæmdi ACLU í Nýju Mexíkó hópinn the United Constitutional Patriots (UCP), en hann hefur haldið úti gæslu á landamærunum, og lýsti ACLU hópnum sem „fasískri hersveit,“ sem starfaði utan við lögin. Hópurinn hefur birt myndbönd þar sem meðlimir hans eru sýndir klæðast hermanna fatnaði, vopnaðir hálfsjálfvirkum rifflum og haldandi hópum flóttamanna föngum, þar til landamæraeftirlit Bandaríkjanna mætir á staðin til að taka flóttafólkið í varðhald. Hópurinn segist sjálfur vera að veita landamæraeftirlitinu aðstoð við að bregðast við „flóðbylgju“ ólöglegra flóttamanna á landamærunum í suðri. Núverandi stjórn landsins, undir forystu Donalds Trump forseta, hefur hert stefnu landsins í innflytjendamálum sem og beitt Mexíkó þrýsting til að stöðva flóttafólk sem leggur leið sína í gegn um Mexíkó. Auk ACLU birtu öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í Nýju Mexíkó, Martin Heinrich og Tom Udall, sameiginlega yfirlýsingu á Twitter á föstudag þar sem þeir sögðu „Að ógna saklausum börnum og fjölskyldum sem flýja ofbeldi og sækjast eftir hæli er óásættanlegt og stendur gegn öllum gildum okkar sem ríkis og þjóðar.“
Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13