Brenglun Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. apríl 2019 11:00 Til stendur að gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu, en tilraunir og útfærslur í þá átt hafa verið prófaðar undanfarin ár. Eins og endranær vakna gamalkunnar umkvörtunarraddir þegar þessi mál ber á góma. Í furðulega framsettri forsíðufrétt Morgunblaðsins var því meira að segja haldið fram fullum fetum að allir kaupmenn á Laugavegi sem vettlingi geta valdið séu á sömu skoðun: Varanleg göngugata muni „stórskaða rekstur og ýta undir hnignun“. Hægt er að búa til hvaða fyrirsögn sem er ef viðmælendahópurinn er handvalinn. Í þessu tilviki virðist það raunin. Viðbrögðin sýna að kaupmenn við Laugaveg eru alls ekki á einu máli. Raunar benda faglegar kannanir til þess að meirihluti kaupmanna við Laugaveg sé fylgjandi götulokunum. Einnig er því ósvarað hvort borgaryfirvöld eigi almennt að miða stefnumótandi ákvarðanir við hagsmuni lítilla, skipulagðra og háværra hópa, eða hvort almennari mælikvarða eigi að nota. Það er almenn stefna borgaryfirvalda í nánast öllum málsmetandi borgum að þrengja að bílaumferð og setja gangandi vegfarendur í öndvegi. Þetta hafa hægrisinnuðustu stjórnmálamenn verið að gera í áratugi víða um lönd. Það virðist séríslenskur siður að rugla skilyrðislausri ást á einkabílnum saman við hægristefnu. Auðvitað þarf að taka tillit til kaupmanna við stefnumótun. Gallinn í málflutningi þeirra er bara sá að miðborg Reykjavíkur er sennilega sá borgarkjarni í heiminum sem hvað auðveldast er að komast um á einkabíl. Óháð því hvort bílar komist um Laugaveg eða ekki. Það er ofgnótt bílastæða og bílastæðahúsa, en frá slíkum húsum þarf að ganga um 350 metra að hámarki til að komast í verslanir. Hversu mikið nær þarf að komast, eða eru þessir kaupmenn að mælast til þess að þeim verði heimilt að starfrækja bílalúgur? Hvað rekstrarvanda verslana varðar þá er það vissulega rétt að við Laugaveg og nærliggjandi götur er ofgnótt af tómu verslunarhúsnæði. Það er ekki séríslensk þróun, heldur tengist hún alþjóðlegu munstri og innreið netverslana. Sami vandi er uppi á Manhattan og í miðborg Lundúna. Og meira að segja í Kringlunni og Smáralind. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja. Á Íslandi sem annars staðar. Í Reykjavík hafa skipulagsákvarðanir borgaryfirvalda ekki hjálpað til, en þau hafa gert óraunhæfar kröfur um verslunarhúsnæði í nýbyggingum. Þetta hefur valdið framboði umfram eftirspurn. Vinda þarf ofan af því. Kvabbið í kaupmönnunum er algerlega á skjön við raunveruleikann. Verst er þó að þeir draga upp svarta mynd af miðbæ Reykjavíkur sem þeir sem þar eiga leið um daglega kannast ekki við. Með því ganga þeir ekki bara á eigin hagsmuni heldur líka kollega þeirra sem eru á öndverðum meiði, og vinna hörðum höndum að því að gera miðbæinn að eftirsóknarverðum samkomustað fyrir okkur öll og þá sem sækja okkur heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Reykjavík Skipulag Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Til stendur að gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu, en tilraunir og útfærslur í þá átt hafa verið prófaðar undanfarin ár. Eins og endranær vakna gamalkunnar umkvörtunarraddir þegar þessi mál ber á góma. Í furðulega framsettri forsíðufrétt Morgunblaðsins var því meira að segja haldið fram fullum fetum að allir kaupmenn á Laugavegi sem vettlingi geta valdið séu á sömu skoðun: Varanleg göngugata muni „stórskaða rekstur og ýta undir hnignun“. Hægt er að búa til hvaða fyrirsögn sem er ef viðmælendahópurinn er handvalinn. Í þessu tilviki virðist það raunin. Viðbrögðin sýna að kaupmenn við Laugaveg eru alls ekki á einu máli. Raunar benda faglegar kannanir til þess að meirihluti kaupmanna við Laugaveg sé fylgjandi götulokunum. Einnig er því ósvarað hvort borgaryfirvöld eigi almennt að miða stefnumótandi ákvarðanir við hagsmuni lítilla, skipulagðra og háværra hópa, eða hvort almennari mælikvarða eigi að nota. Það er almenn stefna borgaryfirvalda í nánast öllum málsmetandi borgum að þrengja að bílaumferð og setja gangandi vegfarendur í öndvegi. Þetta hafa hægrisinnuðustu stjórnmálamenn verið að gera í áratugi víða um lönd. Það virðist séríslenskur siður að rugla skilyrðislausri ást á einkabílnum saman við hægristefnu. Auðvitað þarf að taka tillit til kaupmanna við stefnumótun. Gallinn í málflutningi þeirra er bara sá að miðborg Reykjavíkur er sennilega sá borgarkjarni í heiminum sem hvað auðveldast er að komast um á einkabíl. Óháð því hvort bílar komist um Laugaveg eða ekki. Það er ofgnótt bílastæða og bílastæðahúsa, en frá slíkum húsum þarf að ganga um 350 metra að hámarki til að komast í verslanir. Hversu mikið nær þarf að komast, eða eru þessir kaupmenn að mælast til þess að þeim verði heimilt að starfrækja bílalúgur? Hvað rekstrarvanda verslana varðar þá er það vissulega rétt að við Laugaveg og nærliggjandi götur er ofgnótt af tómu verslunarhúsnæði. Það er ekki séríslensk þróun, heldur tengist hún alþjóðlegu munstri og innreið netverslana. Sami vandi er uppi á Manhattan og í miðborg Lundúna. Og meira að segja í Kringlunni og Smáralind. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja. Á Íslandi sem annars staðar. Í Reykjavík hafa skipulagsákvarðanir borgaryfirvalda ekki hjálpað til, en þau hafa gert óraunhæfar kröfur um verslunarhúsnæði í nýbyggingum. Þetta hefur valdið framboði umfram eftirspurn. Vinda þarf ofan af því. Kvabbið í kaupmönnunum er algerlega á skjön við raunveruleikann. Verst er þó að þeir draga upp svarta mynd af miðbæ Reykjavíkur sem þeir sem þar eiga leið um daglega kannast ekki við. Með því ganga þeir ekki bara á eigin hagsmuni heldur líka kollega þeirra sem eru á öndverðum meiði, og vinna hörðum höndum að því að gera miðbæinn að eftirsóknarverðum samkomustað fyrir okkur öll og þá sem sækja okkur heim.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun