Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar stórlega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 18:51 Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum. Skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys á síðasta ári var kynnt í morgun. Þar kemur fram að markmið um fimm prósenta fækkun alvarlegra slasaðra og látinna náðist ekki. Stefnt var að því að ná fjöldanum niður í 191 en niðurstaðan var 201. Fjærst markmiðum er fjöldi umferðarslysa vegna fíkniefnaaksturs en þeim fjölgar umtalsvert milli ára, eða úr 52 í 85. Aldrei hafa fleiri slasast völdum fíkniefna, en árið á undan var einnig það versta fram að því. Aftur á móti fækkar slösuðum vegna ölvunaraksturs úr 69 í 64 og í fyrra slösuðust í fyrsta sinn fleiri vegna fíkniefnaaksturs. „Ölvunarakstur var alltaf miklu stærra vandamál. Fíkniefnaslysin voru á milli tuttugu og fjörtíu lengst af og eru núna komin upp í 85 á meðan ölvunarakstursslysum hefur fækkað frá því sem mest var í kringum 2007 til 2009," segir Gunnar Geir Gunnarsson. deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu. Erfitt geti reynst að snúa þessari þróun við þar sem vandamálið sé flókið. „Við gerum ráð fyrir að þetta sé birtingarmynd af aukinni fíkniefnaneyslu og sem slíkt er þetta auðvitað breiðara vandamál en umferðaröryggisvandamál," segir Gunnar.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillSamgönguráðherra segir þetta verulegt áhyggjuefni. „Við erum með umferðarlögin til umfjöllunar þar sem verið er að taka á þessum málum með svolítið nýjum hætti og horfa þá til Noregs," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Það er þá aðallega er lítur að brotunum og hvernig á þeim er tekið. Það er verið að miða við það af því þetta er orðin svo fjölbreytt flóra," segir hann. Í norskum lögum eru skilgreind hátt í þrjátíu fíkniefni og leyfileg mörk þeirra í blóði og þvagi ökumanna, líkt og með áfengi hérlendis. „Ég held að við þurfum allavega að ræða það í þinginu hvort við þurfum að skerpa á þessu en ég held að við náum henni þó ekki til baka nema með því að taka á fíkniefnavandanum heildstætt," segir Sigurður Ingi. Umferðaröryggi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum. Skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys á síðasta ári var kynnt í morgun. Þar kemur fram að markmið um fimm prósenta fækkun alvarlegra slasaðra og látinna náðist ekki. Stefnt var að því að ná fjöldanum niður í 191 en niðurstaðan var 201. Fjærst markmiðum er fjöldi umferðarslysa vegna fíkniefnaaksturs en þeim fjölgar umtalsvert milli ára, eða úr 52 í 85. Aldrei hafa fleiri slasast völdum fíkniefna, en árið á undan var einnig það versta fram að því. Aftur á móti fækkar slösuðum vegna ölvunaraksturs úr 69 í 64 og í fyrra slösuðust í fyrsta sinn fleiri vegna fíkniefnaaksturs. „Ölvunarakstur var alltaf miklu stærra vandamál. Fíkniefnaslysin voru á milli tuttugu og fjörtíu lengst af og eru núna komin upp í 85 á meðan ölvunarakstursslysum hefur fækkað frá því sem mest var í kringum 2007 til 2009," segir Gunnar Geir Gunnarsson. deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu. Erfitt geti reynst að snúa þessari þróun við þar sem vandamálið sé flókið. „Við gerum ráð fyrir að þetta sé birtingarmynd af aukinni fíkniefnaneyslu og sem slíkt er þetta auðvitað breiðara vandamál en umferðaröryggisvandamál," segir Gunnar.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillSamgönguráðherra segir þetta verulegt áhyggjuefni. „Við erum með umferðarlögin til umfjöllunar þar sem verið er að taka á þessum málum með svolítið nýjum hætti og horfa þá til Noregs," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Það er þá aðallega er lítur að brotunum og hvernig á þeim er tekið. Það er verið að miða við það af því þetta er orðin svo fjölbreytt flóra," segir hann. Í norskum lögum eru skilgreind hátt í þrjátíu fíkniefni og leyfileg mörk þeirra í blóði og þvagi ökumanna, líkt og með áfengi hérlendis. „Ég held að við þurfum allavega að ræða það í þinginu hvort við þurfum að skerpa á þessu en ég held að við náum henni þó ekki til baka nema með því að taka á fíkniefnavandanum heildstætt," segir Sigurður Ingi.
Umferðaröryggi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira