Næstum þriðjungur útskriftarnemenda Lýðháskólans á Flateyri vill vera áfram á svæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 9. maí 2019 11:20 28 nemendur útskrifaðir reynslunni ríkari. Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust frá Lýðháskólanum á Flateyri síðastliðinn laugardag og hefur fyrsta starfsvetri skólans verið slitið með viðeigandi hætti. Athöfnin fór fram á björtum og fallegum degi að viðstöddum nemendum, fjölskyldum og vinum þeirra og vinum og velunnurum skólans og samanstóð af ræðum, skemmtiatriðum, vitnisburði nemenda og skrúðgöngu á útskriftarsýningu nemenda í Höllinni og Sundlaug Flateyrar. Í tilkynningu frá Lýðháskólanum segir að nemendurnir hafi glætt samfélagið á Flateyri lífi svo um munar síðasta vetur og sett taktinn í skólahald til framtíðar. „Fyrsta skólaárið hefur gengið vonum framar og óhætt er að segja að þeir 28 nemendur sem útskrifast að þessu sinni fari héðan reynslunni ríkari og sem sterkari einstaklingar,“ segir í tilkynningunni. Tvær ólíkar brautir voru í boði fyrir nemendur Lýðháskólans þennan fyrsta vetur: Hugmyndir, heimurinn og þú og Hafið, fjöllin og þú. Á námsbrautinni Hugmyndir, heimurinn og þú vann sterkur hópur nemenda í vetur að hugmyndavinnu, listsköpun og miðlun og hafa nemendur þróað sig sem skapandi einstaklinga og hyggja mörg hver á frekara nám í skapandi greinum. Þau enduðu svo skólaárið á sýningar- og skemmtiferð til Patreksfjarðar þar sem þau settu upp sýningu í Húsinu á Patreksfirði og heimsóttu grunnskólann og miðluðu því sem þau hafa lært til nemenda hans.Námsbrautin Hafið, fjöllin og þú hefur víðari skírskotun og þar liggur ekki eins beint við nemendum að sækja um sértækt nám í framhaldinu en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa öðlast mikla færni í að nýta afurðir náttúrunnar, ferðast um í henni og njóta hennar á öruggan og umhverfisvænan hátt. Útskriftarferðina skipulögðu þau svo alfarið sjálf og dvöldu í þrjár nætur á Snæfjallaströnd þar sem þau m.a. gengu upp á Drangajökul. „Gaman er frá því að segja að næstum þriðjungur þeirra nemenda sem lauk námi núna í vor ætlar að vera áfram á Flateyri eða á svæðinu. Flateyringar og nærsveitamenn hafa enda tekið skólanum og nemendum opnum örmum og því ekki skrítið að mörg þeirra vilji vera hér áfram,“ segir í tilkynningunni. Flateyringum og öðrum velunnurum er þakkað í tilkynningunni. „Hér hafa íbúar staðið við bakið á okkur, rétt okkur hjálparhönd þegar við höfum þurft á að halda, mætt á alla þá viðburði sem við höfum staðið fyrir og síðast en ekki síst opnað faðm sinn og þorpsins til að taka á móti okkur. Án þeirra hefði þetta ekki gerst. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðháskóla,“ segir í tilkynningunni. Opið er fyrir umsóknir í Lýðháskólann á Flateyri. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Tekið er við umsóknum á vefsvæði skólans hér. Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust frá Lýðháskólanum á Flateyri síðastliðinn laugardag og hefur fyrsta starfsvetri skólans verið slitið með viðeigandi hætti. Athöfnin fór fram á björtum og fallegum degi að viðstöddum nemendum, fjölskyldum og vinum þeirra og vinum og velunnurum skólans og samanstóð af ræðum, skemmtiatriðum, vitnisburði nemenda og skrúðgöngu á útskriftarsýningu nemenda í Höllinni og Sundlaug Flateyrar. Í tilkynningu frá Lýðháskólanum segir að nemendurnir hafi glætt samfélagið á Flateyri lífi svo um munar síðasta vetur og sett taktinn í skólahald til framtíðar. „Fyrsta skólaárið hefur gengið vonum framar og óhætt er að segja að þeir 28 nemendur sem útskrifast að þessu sinni fari héðan reynslunni ríkari og sem sterkari einstaklingar,“ segir í tilkynningunni. Tvær ólíkar brautir voru í boði fyrir nemendur Lýðháskólans þennan fyrsta vetur: Hugmyndir, heimurinn og þú og Hafið, fjöllin og þú. Á námsbrautinni Hugmyndir, heimurinn og þú vann sterkur hópur nemenda í vetur að hugmyndavinnu, listsköpun og miðlun og hafa nemendur þróað sig sem skapandi einstaklinga og hyggja mörg hver á frekara nám í skapandi greinum. Þau enduðu svo skólaárið á sýningar- og skemmtiferð til Patreksfjarðar þar sem þau settu upp sýningu í Húsinu á Patreksfirði og heimsóttu grunnskólann og miðluðu því sem þau hafa lært til nemenda hans.Námsbrautin Hafið, fjöllin og þú hefur víðari skírskotun og þar liggur ekki eins beint við nemendum að sækja um sértækt nám í framhaldinu en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa öðlast mikla færni í að nýta afurðir náttúrunnar, ferðast um í henni og njóta hennar á öruggan og umhverfisvænan hátt. Útskriftarferðina skipulögðu þau svo alfarið sjálf og dvöldu í þrjár nætur á Snæfjallaströnd þar sem þau m.a. gengu upp á Drangajökul. „Gaman er frá því að segja að næstum þriðjungur þeirra nemenda sem lauk námi núna í vor ætlar að vera áfram á Flateyri eða á svæðinu. Flateyringar og nærsveitamenn hafa enda tekið skólanum og nemendum opnum örmum og því ekki skrítið að mörg þeirra vilji vera hér áfram,“ segir í tilkynningunni. Flateyringum og öðrum velunnurum er þakkað í tilkynningunni. „Hér hafa íbúar staðið við bakið á okkur, rétt okkur hjálparhönd þegar við höfum þurft á að halda, mætt á alla þá viðburði sem við höfum staðið fyrir og síðast en ekki síst opnað faðm sinn og þorpsins til að taka á móti okkur. Án þeirra hefði þetta ekki gerst. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðháskóla,“ segir í tilkynningunni. Opið er fyrir umsóknir í Lýðháskólann á Flateyri. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Tekið er við umsóknum á vefsvæði skólans hér.
Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira