Í bænum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. maí 2019 10:00 Göngugötur eru nauðsynlegur og um leið skemmtilegur þáttur í því að skapa aðlaðandi miðbæ. Á sólríkum dögum í Reykjavík blasir þetta við öllum. Slíkir dagar eru reyndar of fáir en þegar þeir koma ganga íbúar glaðir í bragði út úr húsum sínum og streyma í bæinn um leið og þeir fagna því hversu sjarmerandi, notalegur og skemmtilegur hann er. Þegar sólin bregður birtu yfir bæinn gerir hún hann sjálfkrafa að góðum stað en fleira kemur til, ekki síst göngugötur. Slíkar götur eru nauðsynlegar í öllum borgum og það er engin tilviljun að erlendir ferðamenn leita þær uppi og borgarbúar spóka sig þar. Göngugötur gera verslunarumhverfi meira aðlaðandi en það alla jafna er og eiga stóran þátt í að skapa líflegan miðbæ með iðandi mannlífi, fjarri bílaumferð. Unnendur einkabílsins andvarpa margir mæðulega í hvert sinn sem tilkynnt er um opnun göngugatna í Reykjavík enda takmarka þær óneitanlega möguleika þeirra á því að geta lagt bíl sínum fyrir framan áfangastað sinn. Bílaeigendur eiga ekki að hafa slíka þráhyggjukennda ást á farartæki sínu að þeir flokki það sem svívirðu að þurfa að leggja bílnum og ganga einhvern spöl. Hreyfing er holl, auk þess má margt sjá á göngu og þar mætist fólk og oft verða fagnaðarfundir. Svo er ekki eins og ómögulegt sé að fá bílastæði í miðborginni. Kvartanir bílóðra landsmanna um að þeir komist ekki leiðar sinnar í miðbænum vegna bílastæðaskorts eru einfaldlega ekki byggðar á traustum grunni. Í miðborginni eru 1.144 stæði í bílahúsum bílastæðasjóðs, 250 stæði í bílakjallara Hafnartorgs og í Hörpu eru 545 stæði. Bílaeigendur verða að sætta sig við þann raunveruleika, sem er alls ekki sársaukafullur, að það er pláss fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum en annars staðar á hún ekki erindi. Þá verða bílaeigendur að skilja bíla sína eftir á bílastæðum og af þeim er nóg. Svo geta þeir náttúrlega líka tekið strætó. Allir hafa gott af því að fara einstaka sinnum í strætisvagn. Strætó er miklu betri kostur en margir ætla. Ekki er ýkja langt síðan alltof langt var á milli ferða en það hefur stórlagast. Nú er yfirleitt hægt að komast leiðar sinnar á þægilegan hátt á skömmum tíma. Viðhorfið til strætisvagnaferða hér á landi einkennist þó af furðulegu snobbi, það er eins og ekki þyki fínt að temja sér þann ferðamáta. Hefur einhver séð forstjóra í strætó? Ráðamenn þjóðarinnar, sem bera ábyrgð í mörgum málum, ættu að gera sitt til að breyta þessu viðhorfi. Þeir sem eru með einkabílstjóra ættu að gefa honum frí í eins og eina viku og þau fyrirmenni sem sýna þá hógværð að keyra sjálf ættu að leggja bíl sínum og taka strætó eins og alþýðan. Algjörlega nýr reynsluheimur myndi opnast fyrir fína fólkinu. Í strætó væri skyndilega stétt með stétt. Sannarlega skemmtileg tilbreyting. Síðan má svo vippa sér út úr vagninum, spássera um göngugöturnar og kynnast mannlífinu og fólkinu í borginni. Ráðamenn hafa tekið sér margt vitlausara fyrir hendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Göngugötur eru nauðsynlegur og um leið skemmtilegur þáttur í því að skapa aðlaðandi miðbæ. Á sólríkum dögum í Reykjavík blasir þetta við öllum. Slíkir dagar eru reyndar of fáir en þegar þeir koma ganga íbúar glaðir í bragði út úr húsum sínum og streyma í bæinn um leið og þeir fagna því hversu sjarmerandi, notalegur og skemmtilegur hann er. Þegar sólin bregður birtu yfir bæinn gerir hún hann sjálfkrafa að góðum stað en fleira kemur til, ekki síst göngugötur. Slíkar götur eru nauðsynlegar í öllum borgum og það er engin tilviljun að erlendir ferðamenn leita þær uppi og borgarbúar spóka sig þar. Göngugötur gera verslunarumhverfi meira aðlaðandi en það alla jafna er og eiga stóran þátt í að skapa líflegan miðbæ með iðandi mannlífi, fjarri bílaumferð. Unnendur einkabílsins andvarpa margir mæðulega í hvert sinn sem tilkynnt er um opnun göngugatna í Reykjavík enda takmarka þær óneitanlega möguleika þeirra á því að geta lagt bíl sínum fyrir framan áfangastað sinn. Bílaeigendur eiga ekki að hafa slíka þráhyggjukennda ást á farartæki sínu að þeir flokki það sem svívirðu að þurfa að leggja bílnum og ganga einhvern spöl. Hreyfing er holl, auk þess má margt sjá á göngu og þar mætist fólk og oft verða fagnaðarfundir. Svo er ekki eins og ómögulegt sé að fá bílastæði í miðborginni. Kvartanir bílóðra landsmanna um að þeir komist ekki leiðar sinnar í miðbænum vegna bílastæðaskorts eru einfaldlega ekki byggðar á traustum grunni. Í miðborginni eru 1.144 stæði í bílahúsum bílastæðasjóðs, 250 stæði í bílakjallara Hafnartorgs og í Hörpu eru 545 stæði. Bílaeigendur verða að sætta sig við þann raunveruleika, sem er alls ekki sársaukafullur, að það er pláss fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum en annars staðar á hún ekki erindi. Þá verða bílaeigendur að skilja bíla sína eftir á bílastæðum og af þeim er nóg. Svo geta þeir náttúrlega líka tekið strætó. Allir hafa gott af því að fara einstaka sinnum í strætisvagn. Strætó er miklu betri kostur en margir ætla. Ekki er ýkja langt síðan alltof langt var á milli ferða en það hefur stórlagast. Nú er yfirleitt hægt að komast leiðar sinnar á þægilegan hátt á skömmum tíma. Viðhorfið til strætisvagnaferða hér á landi einkennist þó af furðulegu snobbi, það er eins og ekki þyki fínt að temja sér þann ferðamáta. Hefur einhver séð forstjóra í strætó? Ráðamenn þjóðarinnar, sem bera ábyrgð í mörgum málum, ættu að gera sitt til að breyta þessu viðhorfi. Þeir sem eru með einkabílstjóra ættu að gefa honum frí í eins og eina viku og þau fyrirmenni sem sýna þá hógværð að keyra sjálf ættu að leggja bíl sínum og taka strætó eins og alþýðan. Algjörlega nýr reynsluheimur myndi opnast fyrir fína fólkinu. Í strætó væri skyndilega stétt með stétt. Sannarlega skemmtileg tilbreyting. Síðan má svo vippa sér út úr vagninum, spássera um göngugöturnar og kynnast mannlífinu og fólkinu í borginni. Ráðamenn hafa tekið sér margt vitlausara fyrir hendur.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar