Segir Landspítalann hafa tekið við slæmu búi eftir einkarekstur Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2019 06:15 Pétur H Hannesson yfirmaður röntgendeild LSH Landspítali Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, segir það af og frá að ástæður þess að biðtími eftir þjónustu við krabbameinsleit hafi lengst séu þær að þjónustan hafi flust til Landspítala. Hið rétta sé að þjónustan flutti til spítalans þar sem þeir sem höfðu hana á hendi hafi gefist upp og spítalinn því tekið við erfiðu búi. „Árið 2015 var Krabbameinsfélag Íslands komið í þrot með starfsemina að veita klíníska myndgreiningu og greiningu á brjóstum við grun um brjóstakrabbamein,“ segir Pétur. „Ein ástæða þess var að aðili sem tók þátt í að veita læknisþjónustuna, Röngen Domus Medica, hætti að bjóða fram lækna í þessa starfsemi.“ Segir Pétur að þetta sé einn af vanköntum þess að nýta einkarekstur í sérhæfða læknisþjónustu. „Þeir aðilar geta sagt upp samningum og hætt að veita þjónustu með skömmum fyrirvara og verið af því ábyrgðarlausir.“ „Í kjölfar þrots KÍ hvað varðar þessa þjónustu leitaði ráðuneytið til Landspítala um læknisþjónustuna og var í kjölfarið gerður samningur,“ bætir Pétur við. „Þetta bar brátt að og á þessum tímapunkti voru engir læknar á LSH þjálfaðir í þessari starfsemi en hér er um læknisstörf að ræða sem krefjast umtalsverðrar sérhæfingar.“ Segir hann biðtímann hafa á stundum verið helst til langan sem eigi sér eðlilegar skýringar. „Þjónustan hefur verið styrkt með góðu samstarfi við erlenda lækna sem hafa komið frá ýmsum Evrópulöndum en einnig lækni frá sjúkrahúsi Akureyrar sem er sérmenntaður í þessum rannsóknum og er biðtími nú ásættanlegur.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, segir það af og frá að ástæður þess að biðtími eftir þjónustu við krabbameinsleit hafi lengst séu þær að þjónustan hafi flust til Landspítala. Hið rétta sé að þjónustan flutti til spítalans þar sem þeir sem höfðu hana á hendi hafi gefist upp og spítalinn því tekið við erfiðu búi. „Árið 2015 var Krabbameinsfélag Íslands komið í þrot með starfsemina að veita klíníska myndgreiningu og greiningu á brjóstum við grun um brjóstakrabbamein,“ segir Pétur. „Ein ástæða þess var að aðili sem tók þátt í að veita læknisþjónustuna, Röngen Domus Medica, hætti að bjóða fram lækna í þessa starfsemi.“ Segir Pétur að þetta sé einn af vanköntum þess að nýta einkarekstur í sérhæfða læknisþjónustu. „Þeir aðilar geta sagt upp samningum og hætt að veita þjónustu með skömmum fyrirvara og verið af því ábyrgðarlausir.“ „Í kjölfar þrots KÍ hvað varðar þessa þjónustu leitaði ráðuneytið til Landspítala um læknisþjónustuna og var í kjölfarið gerður samningur,“ bætir Pétur við. „Þetta bar brátt að og á þessum tímapunkti voru engir læknar á LSH þjálfaðir í þessari starfsemi en hér er um læknisstörf að ræða sem krefjast umtalsverðrar sérhæfingar.“ Segir hann biðtímann hafa á stundum verið helst til langan sem eigi sér eðlilegar skýringar. „Þjónustan hefur verið styrkt með góðu samstarfi við erlenda lækna sem hafa komið frá ýmsum Evrópulöndum en einnig lækni frá sjúkrahúsi Akureyrar sem er sérmenntaður í þessum rannsóknum og er biðtími nú ásættanlegur.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira