Segir Landspítalann hafa tekið við slæmu búi eftir einkarekstur Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2019 06:15 Pétur H Hannesson yfirmaður röntgendeild LSH Landspítali Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, segir það af og frá að ástæður þess að biðtími eftir þjónustu við krabbameinsleit hafi lengst séu þær að þjónustan hafi flust til Landspítala. Hið rétta sé að þjónustan flutti til spítalans þar sem þeir sem höfðu hana á hendi hafi gefist upp og spítalinn því tekið við erfiðu búi. „Árið 2015 var Krabbameinsfélag Íslands komið í þrot með starfsemina að veita klíníska myndgreiningu og greiningu á brjóstum við grun um brjóstakrabbamein,“ segir Pétur. „Ein ástæða þess var að aðili sem tók þátt í að veita læknisþjónustuna, Röngen Domus Medica, hætti að bjóða fram lækna í þessa starfsemi.“ Segir Pétur að þetta sé einn af vanköntum þess að nýta einkarekstur í sérhæfða læknisþjónustu. „Þeir aðilar geta sagt upp samningum og hætt að veita þjónustu með skömmum fyrirvara og verið af því ábyrgðarlausir.“ „Í kjölfar þrots KÍ hvað varðar þessa þjónustu leitaði ráðuneytið til Landspítala um læknisþjónustuna og var í kjölfarið gerður samningur,“ bætir Pétur við. „Þetta bar brátt að og á þessum tímapunkti voru engir læknar á LSH þjálfaðir í þessari starfsemi en hér er um læknisstörf að ræða sem krefjast umtalsverðrar sérhæfingar.“ Segir hann biðtímann hafa á stundum verið helst til langan sem eigi sér eðlilegar skýringar. „Þjónustan hefur verið styrkt með góðu samstarfi við erlenda lækna sem hafa komið frá ýmsum Evrópulöndum en einnig lækni frá sjúkrahúsi Akureyrar sem er sérmenntaður í þessum rannsóknum og er biðtími nú ásættanlegur.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira
Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, segir það af og frá að ástæður þess að biðtími eftir þjónustu við krabbameinsleit hafi lengst séu þær að þjónustan hafi flust til Landspítala. Hið rétta sé að þjónustan flutti til spítalans þar sem þeir sem höfðu hana á hendi hafi gefist upp og spítalinn því tekið við erfiðu búi. „Árið 2015 var Krabbameinsfélag Íslands komið í þrot með starfsemina að veita klíníska myndgreiningu og greiningu á brjóstum við grun um brjóstakrabbamein,“ segir Pétur. „Ein ástæða þess var að aðili sem tók þátt í að veita læknisþjónustuna, Röngen Domus Medica, hætti að bjóða fram lækna í þessa starfsemi.“ Segir Pétur að þetta sé einn af vanköntum þess að nýta einkarekstur í sérhæfða læknisþjónustu. „Þeir aðilar geta sagt upp samningum og hætt að veita þjónustu með skömmum fyrirvara og verið af því ábyrgðarlausir.“ „Í kjölfar þrots KÍ hvað varðar þessa þjónustu leitaði ráðuneytið til Landspítala um læknisþjónustuna og var í kjölfarið gerður samningur,“ bætir Pétur við. „Þetta bar brátt að og á þessum tímapunkti voru engir læknar á LSH þjálfaðir í þessari starfsemi en hér er um læknisstörf að ræða sem krefjast umtalsverðrar sérhæfingar.“ Segir hann biðtímann hafa á stundum verið helst til langan sem eigi sér eðlilegar skýringar. „Þjónustan hefur verið styrkt með góðu samstarfi við erlenda lækna sem hafa komið frá ýmsum Evrópulöndum en einnig lækni frá sjúkrahúsi Akureyrar sem er sérmenntaður í þessum rannsóknum og er biðtími nú ásættanlegur.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira