Loðnubrestur í ferðaþjónustunni Sigrún Hjartardóttir skrifar 8. maí 2019 12:50 Ferðaþjónustan hefur fest sig rækilega í sessi sem undirstöðuútflutningsgrein. Engum dylst mikilvægi hennar í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar og um þriðjungur allra nýrra starfa í landinu frá árinu 2011 hefur orðið til í ferðaþjónustu. En eftir ævintýralegan vöxt undanfarin ár er næsta víst að samdráttur verður í komu erlendra ferðamanna til landsins árið 2019. Enda þótt öllum mætti vera ljóst að 25-30% árlegur vöxtur gæti ekki gengið til eilífðar og þrátt fyrir að lendingin sé e.t.v. harkalegri en á væri kosið, má þó greina þær raddir sem vilja meina að algjört svartnætti blasi við ferðaþjónustunni. En er það raunverulega svo? Getur ekki verið að það sé gott fyrir greinina að fá þetta tækifæri til að staldra við, rýna í þróun undanfarinna ára og draga af henni lærdóm? Hvað var vel gert og hvað mætti betur fara? Það er eðlilegur hluti líftímakúrfu hverrar greinar og raunar hvers fyrirtækis að fara í gegnum þrengingar sem vissulega geta fylgt sársaukafullar aðgerðir en skila, ef vel tekst til, hagkvæmari og sterkari rekstri byggðum á raunhæfum áætlunum og sterkum stoðum. Það þýðir ekki að öll sund séu lokuð. Hinn raunverulegir loðnubrestur sem útgerðin varð fyrir í byrjun árs olli miklum búsifjum fyrir greinina og ekki síst ýmis smærri bæjarfélög sem reiða sig á þær tekjur og atvinnu sem loðnuvertíðinni fylgir. Það er samt engin að tala um að nú þurfi sjávarútvegurinn að pakka saman. Ballið sé búið. Það er vegna þess að grein sem ætlar að vera til í langan tíma veit að eitt ár skiptir ekki höfuðmáli þegar horft er til næstu 50 eða 100 áranna. Markmiðið hlýtur að vera búa svo um hnútana að greinin geti tekið á sig „loðnubrestinn“ þegar hann dynur yfir. Því það mun alltaf gerast, hvaða nafni sem það nefnist hverju sinni, eldgos, farsóttir, hamfarir eða gjaldþrot tiltölulega lítils flugfélags.Höfundur er verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur fest sig rækilega í sessi sem undirstöðuútflutningsgrein. Engum dylst mikilvægi hennar í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar og um þriðjungur allra nýrra starfa í landinu frá árinu 2011 hefur orðið til í ferðaþjónustu. En eftir ævintýralegan vöxt undanfarin ár er næsta víst að samdráttur verður í komu erlendra ferðamanna til landsins árið 2019. Enda þótt öllum mætti vera ljóst að 25-30% árlegur vöxtur gæti ekki gengið til eilífðar og þrátt fyrir að lendingin sé e.t.v. harkalegri en á væri kosið, má þó greina þær raddir sem vilja meina að algjört svartnætti blasi við ferðaþjónustunni. En er það raunverulega svo? Getur ekki verið að það sé gott fyrir greinina að fá þetta tækifæri til að staldra við, rýna í þróun undanfarinna ára og draga af henni lærdóm? Hvað var vel gert og hvað mætti betur fara? Það er eðlilegur hluti líftímakúrfu hverrar greinar og raunar hvers fyrirtækis að fara í gegnum þrengingar sem vissulega geta fylgt sársaukafullar aðgerðir en skila, ef vel tekst til, hagkvæmari og sterkari rekstri byggðum á raunhæfum áætlunum og sterkum stoðum. Það þýðir ekki að öll sund séu lokuð. Hinn raunverulegir loðnubrestur sem útgerðin varð fyrir í byrjun árs olli miklum búsifjum fyrir greinina og ekki síst ýmis smærri bæjarfélög sem reiða sig á þær tekjur og atvinnu sem loðnuvertíðinni fylgir. Það er samt engin að tala um að nú þurfi sjávarútvegurinn að pakka saman. Ballið sé búið. Það er vegna þess að grein sem ætlar að vera til í langan tíma veit að eitt ár skiptir ekki höfuðmáli þegar horft er til næstu 50 eða 100 áranna. Markmiðið hlýtur að vera búa svo um hnútana að greinin geti tekið á sig „loðnubrestinn“ þegar hann dynur yfir. Því það mun alltaf gerast, hvaða nafni sem það nefnist hverju sinni, eldgos, farsóttir, hamfarir eða gjaldþrot tiltölulega lítils flugfélags.Höfundur er verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar