Aðeins fimm daga bið eftir greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Sveinn Arnarsson skrifar 8. maí 2019 08:00 Ekki er bið á því að komast í greiningu hjá Krabbameinsfélaginu. Aðeins fimm daga tekur að lesa úr röntgenmyndum í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það í takt við evrópskar leiðbeiningar þar um. Á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag var fjallað um skort á röntgenlæknum við skimun eftir brjóstakrabbameinum. Eftir umfjöllun blaðsins bárust Krabbameinsfélaginu ábendingar um að skilja mætti greinina svo að vegna skorts á læknum væru tafir á myndgreiningu, það er úrlestri röntgenmynda eftir skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Rétt er að árétta að svo er alls ekki heldur liggja niðurstöður röntgenmynda sem teknar eru við skimanir fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði fyrir innan fimm daga frá því að skimun fer fram,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Ef niðurstöður röntgenmynda benda til að eitthvað krefjist frekari skoðunar er konum vísað í svokallaða sérskoðun af brjóstum, sem felst oftast í ómskoðun og eða ástungu.“ Því er ekki svo að bið sé eftir þjónustunni frá Krabbameinsfélaginu. Að jafnaði er um 4 prósentum kvenna vísað í sérskoðun í framhaldi af skimun. Biðtími eftir þeirri skoðun var á tímabili allt of langur, eftir að framkvæmd skoðananna færðist til Landspítala þann 1. janúar 2017. „Til að vinna niður biðlista hefur spítalinn endurtekið ráðið lækna að utan tímabundið. Ráðstafanir spítalans hafa gert það að verkum að biðtími eftir sérskoðunum hefur styst en enn þarf að bæta í til að biðin sé ekki lengri en tvær vikur eins og kveðið er á um í evrópskum leiðbeiningum,“ segir Halla enn fremur. „Ljóst er að finna þarf leiðir sem duga til þess að biðtími sé alltaf innan ásættanlegra marka og ekki verði til biðlisti sem krefst sérstaks átaks að ná niður.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Aðeins fimm daga tekur að lesa úr röntgenmyndum í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það í takt við evrópskar leiðbeiningar þar um. Á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag var fjallað um skort á röntgenlæknum við skimun eftir brjóstakrabbameinum. Eftir umfjöllun blaðsins bárust Krabbameinsfélaginu ábendingar um að skilja mætti greinina svo að vegna skorts á læknum væru tafir á myndgreiningu, það er úrlestri röntgenmynda eftir skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Rétt er að árétta að svo er alls ekki heldur liggja niðurstöður röntgenmynda sem teknar eru við skimanir fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði fyrir innan fimm daga frá því að skimun fer fram,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Ef niðurstöður röntgenmynda benda til að eitthvað krefjist frekari skoðunar er konum vísað í svokallaða sérskoðun af brjóstum, sem felst oftast í ómskoðun og eða ástungu.“ Því er ekki svo að bið sé eftir þjónustunni frá Krabbameinsfélaginu. Að jafnaði er um 4 prósentum kvenna vísað í sérskoðun í framhaldi af skimun. Biðtími eftir þeirri skoðun var á tímabili allt of langur, eftir að framkvæmd skoðananna færðist til Landspítala þann 1. janúar 2017. „Til að vinna niður biðlista hefur spítalinn endurtekið ráðið lækna að utan tímabundið. Ráðstafanir spítalans hafa gert það að verkum að biðtími eftir sérskoðunum hefur styst en enn þarf að bæta í til að biðin sé ekki lengri en tvær vikur eins og kveðið er á um í evrópskum leiðbeiningum,“ segir Halla enn fremur. „Ljóst er að finna þarf leiðir sem duga til þess að biðtími sé alltaf innan ásættanlegra marka og ekki verði til biðlisti sem krefst sérstaks átaks að ná niður.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira