Lík tveggja kvenna fundust í frysti Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 20:09 Lögreglumenn að störfum á vettvangi. Getty/Dan Kitwood Búið er að bera kennsl á tvær konur sem fundust í frysti í austurhluta Lundúna. Önnur konan var ungverskur ríkisborgari og bar nafnið Henriett Szucs og hafði verið búsett í Bretlandi í nokkur ár. Hún var 34 ára gömul þegar hún lét lífið. Fyrri konan sem fannst í frystinum var 38 ára gömul og staðfest hefur verið að það hafi verið kona að nafni Mihirican Mustafa, en hún hvarf þann 10. maí 2018. Lögreglan hefur leitað Henriett síðan árið 2016 en þá var síðast vitað um ferðir hennar, en vitað er að hún hafi talað við einstakling sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma. Krufning hefur verið gerð á líkum beggja kvenna en dánarorsök þeirra hefur ekki verið staðfest. Miklir áverkar fundust á líkum þeirra beggja. Simon Harding, yfirrannsóknarlögreglumaður morð- og stórglæpadeildar lögreglunnar biðlaði til fólks sem hefði upplýsingar um konurnar og tengsl þeirra við húsið sem þær fundust í að hafa samband við lögreglu, „okkur skilst að síðast hafi heyrst til hennar [Henriett] sumarið 2016 þegar hún talaði við einhvern sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma; við þurfum að staðfesta að það hafi verið síðasta skiptið sem einhver var í sambandi við Henriett og ég vil biðja fólk sem hafði samband við hana seinna að hafa samband við teymið mitt.“ Húsið sem konurnar fundust í er í Canning Town hverfinu í Lundúnum, en lögreglu bar þar að garði þann 26. apríl síðastliðinn eftir að tilkynning barst um alvarlegt ástand karlkyns íbúa hússins. Líkin fundust eftir að lögregla leitaði í húsinu. Samkvæmt lögreglu hafast íbúar hússins ekki við þar í langan tíma, og flytji þeir sig flestir á milli staða reglulega, en margir þeirra eru einnig háðir eiturlyfjum. Fyrir viku síðan var Zarhid Younis ákærður í tvígang fyrir að koma í veg fyrir „löglega og siðsamlega greftrun líks,“ að sögn Scotland Yard. Bretland England Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Búið er að bera kennsl á tvær konur sem fundust í frysti í austurhluta Lundúna. Önnur konan var ungverskur ríkisborgari og bar nafnið Henriett Szucs og hafði verið búsett í Bretlandi í nokkur ár. Hún var 34 ára gömul þegar hún lét lífið. Fyrri konan sem fannst í frystinum var 38 ára gömul og staðfest hefur verið að það hafi verið kona að nafni Mihirican Mustafa, en hún hvarf þann 10. maí 2018. Lögreglan hefur leitað Henriett síðan árið 2016 en þá var síðast vitað um ferðir hennar, en vitað er að hún hafi talað við einstakling sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma. Krufning hefur verið gerð á líkum beggja kvenna en dánarorsök þeirra hefur ekki verið staðfest. Miklir áverkar fundust á líkum þeirra beggja. Simon Harding, yfirrannsóknarlögreglumaður morð- og stórglæpadeildar lögreglunnar biðlaði til fólks sem hefði upplýsingar um konurnar og tengsl þeirra við húsið sem þær fundust í að hafa samband við lögreglu, „okkur skilst að síðast hafi heyrst til hennar [Henriett] sumarið 2016 þegar hún talaði við einhvern sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma; við þurfum að staðfesta að það hafi verið síðasta skiptið sem einhver var í sambandi við Henriett og ég vil biðja fólk sem hafði samband við hana seinna að hafa samband við teymið mitt.“ Húsið sem konurnar fundust í er í Canning Town hverfinu í Lundúnum, en lögreglu bar þar að garði þann 26. apríl síðastliðinn eftir að tilkynning barst um alvarlegt ástand karlkyns íbúa hússins. Líkin fundust eftir að lögregla leitaði í húsinu. Samkvæmt lögreglu hafast íbúar hússins ekki við þar í langan tíma, og flytji þeir sig flestir á milli staða reglulega, en margir þeirra eru einnig háðir eiturlyfjum. Fyrir viku síðan var Zarhid Younis ákærður í tvígang fyrir að koma í veg fyrir „löglega og siðsamlega greftrun líks,“ að sögn Scotland Yard.
Bretland England Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira