Raddir vorsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. maí 2019 07:00 Á haustmánuðum árið 1962 gaf bandaríska vísinda- og náttúruverndarkonan Rachel Carson út stórvirkið Silent Spring, eða Raddir vorsins þagna. Þetta einstaka og innblásna verk var afrakstur þrotlausra og ítarlegra rannsókna Carson á breiðvirkum skordýraeitrum, hörmulegum áhrifum þeirra á vistkerfi og blekkingarleik efnaframleiðenda um skaðlega eiginleika þeirra. Titill bókarinnar er vísun í þann dapra heim sem blasir við með áframhaldandi eyðingu og útrýmingu vistkerfa og dýrategunda. Heim þar sem vorfuglarnir og söngur þeirra er á brott; heim þar sem vistkerfin eru fátækari. Raddir vorsins þagna var neisti sem tendraði hugsjónabál á seinni hluta síðustu aldar, þar sem sjónum var beint að þeirri staðreynd að náttúran er berskjölduð fyrir áhrifum og gjörðum mannanna. Tilurð bókarinnar, efnistök og áhrif ættu að gera Raddir vorsins þagna að skyldulesningu í öllum skólum. Núna þegar 57 ár eru frá útgáfu bókarinnar höfum við fengið fullkomið fylgirit hennar. Milliríkjanefnd um leiðir til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og vistkerfum (IPBES) birti í gær samantekt á niðurstöðum umfangsmestu úttektar sem gerð hefur verið á áhrifum mannsins á náttúru Jarðar. Á öllum landsvæðum plánetunnar – frá regnskógum Suður-Afríku og hitabeltisgresjum Afríku til sífrerasvæða norðurhvelsins og akra Suðuraustur-Asíu – ógna gjörðir mannanna líffræðilegum fjölbreytileika. Nefndin telur að ein milljón tegunda dýra og plantna sé í hættu á að deyja út. „Stöndugleiki vistkerfa sem við reiðum okkur á er að hrörna hraðar en nokkru sinni fyrr,“ sagði Sir Robert Watson, formaður IPBES, í fréttatilkynningu. „Um allan heim erum við að eyða sjálfum grunni hagkerfa okkar, lífsviðurværis okkar, fæðuöryggi okkar, heilsu okkar og lífsgæðum.“ Vopnin sem maðurinn beitir í þessu stríði sínu gegn náttúrunni eru land- og sjávarnýting, landbúnaður og hvers kyns notkun lífvera, auk losunar gróðurhúsalofttegunda og mengunar. En hvatirnar sem knýja okkur til að beita vopninu eru knúnar áfram af neyslu, græðgi og yfirlæti gagnvart því ríkulega lífi sem þrífst á þessari litlu plánetu. Þetta eru kenndir sem fela í sér það hörmulega, og mjög svo mannlega, viðhorf að við séum ofar náttúrunni sett. Þessar hvatir eru nákvæmlega þær sömu og Rachel Carson skrifaði um í Raddir vorsins þagna árið 1962. Ekkert hefur breyst, nema það að við erum nú að tala um hrun hnattrænna vistkerfa, en ekki staðbundinna. Rétt eins og sláandi niðurstöður milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hafa kallað á tafarlausar aðgerðir til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðrakerfum plánetunnar, þá krefjast niðurstöður IPBES þess að eitthvað sé gert. Til þess þurfum við ábyrgar og djarfar ákvarðanir af hálfu þeirra sem við höfum kosið til að vernda hagsmuni okkar. Kjörnir fulltrúar bera ábyrgð, rétt og eins og almenningur. Það er okkar ábyrgð – það er okkar byrði – að taka þessar erfiðu en nauðsynlegu ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á haustmánuðum árið 1962 gaf bandaríska vísinda- og náttúruverndarkonan Rachel Carson út stórvirkið Silent Spring, eða Raddir vorsins þagna. Þetta einstaka og innblásna verk var afrakstur þrotlausra og ítarlegra rannsókna Carson á breiðvirkum skordýraeitrum, hörmulegum áhrifum þeirra á vistkerfi og blekkingarleik efnaframleiðenda um skaðlega eiginleika þeirra. Titill bókarinnar er vísun í þann dapra heim sem blasir við með áframhaldandi eyðingu og útrýmingu vistkerfa og dýrategunda. Heim þar sem vorfuglarnir og söngur þeirra er á brott; heim þar sem vistkerfin eru fátækari. Raddir vorsins þagna var neisti sem tendraði hugsjónabál á seinni hluta síðustu aldar, þar sem sjónum var beint að þeirri staðreynd að náttúran er berskjölduð fyrir áhrifum og gjörðum mannanna. Tilurð bókarinnar, efnistök og áhrif ættu að gera Raddir vorsins þagna að skyldulesningu í öllum skólum. Núna þegar 57 ár eru frá útgáfu bókarinnar höfum við fengið fullkomið fylgirit hennar. Milliríkjanefnd um leiðir til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og vistkerfum (IPBES) birti í gær samantekt á niðurstöðum umfangsmestu úttektar sem gerð hefur verið á áhrifum mannsins á náttúru Jarðar. Á öllum landsvæðum plánetunnar – frá regnskógum Suður-Afríku og hitabeltisgresjum Afríku til sífrerasvæða norðurhvelsins og akra Suðuraustur-Asíu – ógna gjörðir mannanna líffræðilegum fjölbreytileika. Nefndin telur að ein milljón tegunda dýra og plantna sé í hættu á að deyja út. „Stöndugleiki vistkerfa sem við reiðum okkur á er að hrörna hraðar en nokkru sinni fyrr,“ sagði Sir Robert Watson, formaður IPBES, í fréttatilkynningu. „Um allan heim erum við að eyða sjálfum grunni hagkerfa okkar, lífsviðurværis okkar, fæðuöryggi okkar, heilsu okkar og lífsgæðum.“ Vopnin sem maðurinn beitir í þessu stríði sínu gegn náttúrunni eru land- og sjávarnýting, landbúnaður og hvers kyns notkun lífvera, auk losunar gróðurhúsalofttegunda og mengunar. En hvatirnar sem knýja okkur til að beita vopninu eru knúnar áfram af neyslu, græðgi og yfirlæti gagnvart því ríkulega lífi sem þrífst á þessari litlu plánetu. Þetta eru kenndir sem fela í sér það hörmulega, og mjög svo mannlega, viðhorf að við séum ofar náttúrunni sett. Þessar hvatir eru nákvæmlega þær sömu og Rachel Carson skrifaði um í Raddir vorsins þagna árið 1962. Ekkert hefur breyst, nema það að við erum nú að tala um hrun hnattrænna vistkerfa, en ekki staðbundinna. Rétt eins og sláandi niðurstöður milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hafa kallað á tafarlausar aðgerðir til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðrakerfum plánetunnar, þá krefjast niðurstöður IPBES þess að eitthvað sé gert. Til þess þurfum við ábyrgar og djarfar ákvarðanir af hálfu þeirra sem við höfum kosið til að vernda hagsmuni okkar. Kjörnir fulltrúar bera ábyrgð, rétt og eins og almenningur. Það er okkar ábyrgð – það er okkar byrði – að taka þessar erfiðu en nauðsynlegu ákvarðanir og fylgja þeim eftir.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun