Röntgenlæknar fluttir inn frá Svíþjóð til að stytta biðlistana Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2019 06:15 Um skeið tók fjóra mánuði að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða. Nordicphotos/Getty Landspítalinn hefur gripið til þess ráðs nú í nokkur skipti að flytja inn til landsins sænska röntgenlækna til að greina myndir úr skimunum eftir brjóstakrabbameinum hér á landi og hafa þeir unnið um helgar við þessa iðju. Ástæður þessa voru að biðlisti eftir greiningu um brjóstakrabbamein hafði lengst úr hófi. Það má rekja til þess hversu erfitt er að manna stöður röntgenlækna. Einnig herma heimildir Fréttablaðsins að röntgenlæknar frá Akureyri hafi verið sendir suður til að greina myndir. „Það er rétt að eftir að þessi hluti starfsins fluttist frá okkur til Landspítala þá lengdist biðlisti eftir greiningu nokkuð,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, formaður Krabbameinsfélags íslands. „Hluti af þeirri skýringu má kannski segja að sé skortur á röntgenlæknum til að sinna þessari vinnu. Landspítali hefur því gripið til þess ráðs að fá erlenda lækna til að koma hingað og vinna um helgar.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði á tímabili verið eitthvað á milli þriggja og fjögurra mánaða bið eftir því að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða hjá konum sem verður að teljast nokkuð langur tími. Halla sagði að staðan nú væri mun betri enda hefði Landspítali gripið til viðeigandi ráðstafana. „Biðlistinn hefur minnkað aftur og unnið hefur verið vel úr stöðunni. Ég myndi segja að staðan væri mun betri nú en hún var á tímabili vegna þessara aðgerða,“ bætir Halla við. Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem er algengust meðal kvenna. Um 210 konur greindust í fyrra með slíkan sjúkdóm en aðeins fjórir karlmenn. Þessar tölur hafa ekki breyst mikið undanfarin 15 ár og því kemur nýgengi sjúkdómsins Landspítala ekki í opna skjöldu. Árið 2017 fluttist þessi hluti greiningar brjóstakrabbameina frá Krabbameinsfélagi Íslands til Landspítala. Áður höfðu röntgenlæknar á Domus Medica unnið að þessari myndgreiningu með ágætis árangri. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Karl ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira
Landspítalinn hefur gripið til þess ráðs nú í nokkur skipti að flytja inn til landsins sænska röntgenlækna til að greina myndir úr skimunum eftir brjóstakrabbameinum hér á landi og hafa þeir unnið um helgar við þessa iðju. Ástæður þessa voru að biðlisti eftir greiningu um brjóstakrabbamein hafði lengst úr hófi. Það má rekja til þess hversu erfitt er að manna stöður röntgenlækna. Einnig herma heimildir Fréttablaðsins að röntgenlæknar frá Akureyri hafi verið sendir suður til að greina myndir. „Það er rétt að eftir að þessi hluti starfsins fluttist frá okkur til Landspítala þá lengdist biðlisti eftir greiningu nokkuð,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, formaður Krabbameinsfélags íslands. „Hluti af þeirri skýringu má kannski segja að sé skortur á röntgenlæknum til að sinna þessari vinnu. Landspítali hefur því gripið til þess ráðs að fá erlenda lækna til að koma hingað og vinna um helgar.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði á tímabili verið eitthvað á milli þriggja og fjögurra mánaða bið eftir því að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða hjá konum sem verður að teljast nokkuð langur tími. Halla sagði að staðan nú væri mun betri enda hefði Landspítali gripið til viðeigandi ráðstafana. „Biðlistinn hefur minnkað aftur og unnið hefur verið vel úr stöðunni. Ég myndi segja að staðan væri mun betri nú en hún var á tímabili vegna þessara aðgerða,“ bætir Halla við. Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem er algengust meðal kvenna. Um 210 konur greindust í fyrra með slíkan sjúkdóm en aðeins fjórir karlmenn. Þessar tölur hafa ekki breyst mikið undanfarin 15 ár og því kemur nýgengi sjúkdómsins Landspítala ekki í opna skjöldu. Árið 2017 fluttist þessi hluti greiningar brjóstakrabbameina frá Krabbameinsfélagi Íslands til Landspítala. Áður höfðu röntgenlæknar á Domus Medica unnið að þessari myndgreiningu með ágætis árangri.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Karl ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira