Guð og lukkan bjargaði hundruð mannslífa páskadaginn örlagaríka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2019 11:28 Tilviljun ein réði því að Mohammad Nasar Mohammad Azar, einn hryðjuverkamannanna í Sri Lanka árásunum, náði ekki að sprengja í loft upp dómkirkju heilagrar Maríu að morgni páskadags með tilheyrandi mannfalli og skelfingu. Ástæðan er sú að Azar hafði ekki séð auglýsingu um að páskamessunni yrði flýtt. Vísir/ap Tilviljun ein réði því að Mohammad Nasar Mohammad Azar, einn hryðjuverkamannanna í Sri Lanka árásunum, náði ekki að sprengja í loft upp dómkirkju heilagrar Maríu að morgni páskadags með tilheyrandi mannfalli og skelfingu. Ástæðan er sú að Azar hafði ekki séð auglýsingu um að páskamessunni yrði flýtt. Azar kom að lokuðum dyrum dómkirkju heilgrar Maríu klukkan 8.30. Joseph Ponniah, prestur kirkjunnar, greindi honum frá því að messunni væri lokið og gestirnir farnir til síns heima. „Það var þá sem hann hélt til næstu kirkju,“ segir Ponniah um samskipti sín við Azar sem reyndist vera hryðjuverkamaður. Hundruð kirkjugesta sóttu guðsþjónustu í dómkirkju heilagrar Maríu í Batticaloa í austurhluta Sri Lanka. Rúmlega 250 létust í samhæfðum sprengju og skotárásum á þrjár kirkjur og þrjú hótel á Sri Lanka á páskadag. Stjórnvöld telja að íslamska vígasveitin NTJ beri ábyrgð á voðaverkunum. Þrátt fyrir að tímamisskilningur Azars kæmi í veg fyrir mögulegt mannfall í dómkirkju heilagrar Maríu umræddan dag reyndist hann hafa hörmungar í för með sér fyrir evangelískan söfnuð Zion kirkjunnar en þegar dómkirkja heilagrar Maríu rann Azar úr greipum beindi hann næst sjónum sínum að Zion kirkjunni. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem fréttastofa CNN hefur undir höndum sýna Azar á gangi klukkan 08.51 eftir að honum var meinaður aðgangur í dómkirkju heilagrar Maríu. Upptökurnar sýna Azar klæddan bleikum pólóbol og íþróttabuxum með stærðarinnar bláan bakpoka á sér áþekkan þeim sem hinir hryðjuverkamennirnir notuðu í grimmdarverkum sínum.Þúsundir barna á svæðinu vegna sunnudagaskólans Þúsundir barna höfðu nýlokið við sunnudagaskóla þegar Azar bar að garði og flest barnanna höfðu farið út úr kirkjunni til að gæða sér á morgunmat í pásunni sem var á kirkjudagskránni á milli sunnudagaskólans og páskamessunnar sem hófst klukkan 09.00. Þegar Azar nálgaðist anddyri kirkjunnar, og hugðist bregða sér inn fyrir í þeim tilgangi að valda sem mestum skaða, var honum meinaður aðgangur. Tveir starfsmenn kirkjunnar Ramesh Raju og Rasalingam Sasikumar, fannst hann líta grunsamlega út og reyndu að aftra því að hann kæmist inn í kirkjuna. Azar var spurður hvers vegna hann hefði stærðarinnar bakpoka meðferðis í páskamessu en hann svaraði um hæl að hann hefði í hyggju að mynda páskamessuna og að myndavélabúnaður væri í bakpokanum. Starfsmenn kirkjunnar voru langt því frá sannfærðir og sögðust þurfa leyfi prestsins fyrir upptökum. Það var þá sem Azar gerði sér grein fyrir að hann kæmist ekki inn í kirkjuna möglunarlaust þar sem 500 kirkjugestir voru búnir að koma sér fyrir og ákvað að virkja sprengjuna þar sem hann stóð við anddyri hennar með þeim afleiðingum að 29 létu lífið. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Faðir og bræður leiðtoga árásarmanna á Srí Lanka féllu í átökum við herinn Mennirnir þrír höfðu áður kallað eftir stríði við þá sem ekki aðhyllast Íslam. 28. apríl 2019 10:45 Banna fólki að hylja andlit sitt eftir hryðjuverkaárásirnar Þetta er hluti þeirra viðbragða sem gripið hefur verið til eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag þar sem 250 létu lífið og hundruð særðust. 29. apríl 2019 07:06 Systir grunaðs höfuðpaurs í Srí Lanka óttast að á annan tug skyldmenna hafi látist í aðgerðum hersins Systir mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin mannskæðu á páskadag í Srí Lanka óttast að 18 af fjölskyldumeðlimum hennar hafi verið drepnir í aðgerðum stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkanna. 28. apríl 2019 23:30 Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Tilviljun ein réði því að Mohammad Nasar Mohammad Azar, einn hryðjuverkamannanna í Sri Lanka árásunum, náði ekki að sprengja í loft upp dómkirkju heilagrar Maríu að morgni páskadags með tilheyrandi mannfalli og skelfingu. Ástæðan er sú að Azar hafði ekki séð auglýsingu um að páskamessunni yrði flýtt. Azar kom að lokuðum dyrum dómkirkju heilgrar Maríu klukkan 8.30. Joseph Ponniah, prestur kirkjunnar, greindi honum frá því að messunni væri lokið og gestirnir farnir til síns heima. „Það var þá sem hann hélt til næstu kirkju,“ segir Ponniah um samskipti sín við Azar sem reyndist vera hryðjuverkamaður. Hundruð kirkjugesta sóttu guðsþjónustu í dómkirkju heilagrar Maríu í Batticaloa í austurhluta Sri Lanka. Rúmlega 250 létust í samhæfðum sprengju og skotárásum á þrjár kirkjur og þrjú hótel á Sri Lanka á páskadag. Stjórnvöld telja að íslamska vígasveitin NTJ beri ábyrgð á voðaverkunum. Þrátt fyrir að tímamisskilningur Azars kæmi í veg fyrir mögulegt mannfall í dómkirkju heilagrar Maríu umræddan dag reyndist hann hafa hörmungar í för með sér fyrir evangelískan söfnuð Zion kirkjunnar en þegar dómkirkja heilagrar Maríu rann Azar úr greipum beindi hann næst sjónum sínum að Zion kirkjunni. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem fréttastofa CNN hefur undir höndum sýna Azar á gangi klukkan 08.51 eftir að honum var meinaður aðgangur í dómkirkju heilagrar Maríu. Upptökurnar sýna Azar klæddan bleikum pólóbol og íþróttabuxum með stærðarinnar bláan bakpoka á sér áþekkan þeim sem hinir hryðjuverkamennirnir notuðu í grimmdarverkum sínum.Þúsundir barna á svæðinu vegna sunnudagaskólans Þúsundir barna höfðu nýlokið við sunnudagaskóla þegar Azar bar að garði og flest barnanna höfðu farið út úr kirkjunni til að gæða sér á morgunmat í pásunni sem var á kirkjudagskránni á milli sunnudagaskólans og páskamessunnar sem hófst klukkan 09.00. Þegar Azar nálgaðist anddyri kirkjunnar, og hugðist bregða sér inn fyrir í þeim tilgangi að valda sem mestum skaða, var honum meinaður aðgangur. Tveir starfsmenn kirkjunnar Ramesh Raju og Rasalingam Sasikumar, fannst hann líta grunsamlega út og reyndu að aftra því að hann kæmist inn í kirkjuna. Azar var spurður hvers vegna hann hefði stærðarinnar bakpoka meðferðis í páskamessu en hann svaraði um hæl að hann hefði í hyggju að mynda páskamessuna og að myndavélabúnaður væri í bakpokanum. Starfsmenn kirkjunnar voru langt því frá sannfærðir og sögðust þurfa leyfi prestsins fyrir upptökum. Það var þá sem Azar gerði sér grein fyrir að hann kæmist ekki inn í kirkjuna möglunarlaust þar sem 500 kirkjugestir voru búnir að koma sér fyrir og ákvað að virkja sprengjuna þar sem hann stóð við anddyri hennar með þeim afleiðingum að 29 létu lífið.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Faðir og bræður leiðtoga árásarmanna á Srí Lanka féllu í átökum við herinn Mennirnir þrír höfðu áður kallað eftir stríði við þá sem ekki aðhyllast Íslam. 28. apríl 2019 10:45 Banna fólki að hylja andlit sitt eftir hryðjuverkaárásirnar Þetta er hluti þeirra viðbragða sem gripið hefur verið til eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag þar sem 250 létu lífið og hundruð særðust. 29. apríl 2019 07:06 Systir grunaðs höfuðpaurs í Srí Lanka óttast að á annan tug skyldmenna hafi látist í aðgerðum hersins Systir mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin mannskæðu á páskadag í Srí Lanka óttast að 18 af fjölskyldumeðlimum hennar hafi verið drepnir í aðgerðum stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkanna. 28. apríl 2019 23:30 Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Faðir og bræður leiðtoga árásarmanna á Srí Lanka féllu í átökum við herinn Mennirnir þrír höfðu áður kallað eftir stríði við þá sem ekki aðhyllast Íslam. 28. apríl 2019 10:45
Banna fólki að hylja andlit sitt eftir hryðjuverkaárásirnar Þetta er hluti þeirra viðbragða sem gripið hefur verið til eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag þar sem 250 létu lífið og hundruð særðust. 29. apríl 2019 07:06
Systir grunaðs höfuðpaurs í Srí Lanka óttast að á annan tug skyldmenna hafi látist í aðgerðum hersins Systir mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin mannskæðu á páskadag í Srí Lanka óttast að 18 af fjölskyldumeðlimum hennar hafi verið drepnir í aðgerðum stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkanna. 28. apríl 2019 23:30
Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19