Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 14:25 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Arnar Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 74 milljónum króna á dag, og drógust heildartekjur flugfélagsins saman um sjö prósent á milli ára. Það er talsvert meira en tap fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra. Þá tapaði Icelandair 4,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair Group sem birt var í Kauphöllinni í gærkvöld. Borgi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að viðburðaríkir mánuðir séu að baki. „Það hafa orðnar miklar breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þá hafi félagið þurft að leggja öllum Boeing 737 MAX flugvélum sínum og fresta móttöku annarra flugvéla sömu tegundar. „Það hefur náttúrulega talsverð áhrif á okkar rekstur til skamms tíma.“ En félagið hefur breytt flugáætlun sinni þar sem kyrrsetning Max vélanna mun vara lengur en búist hafði verið við. Við breytingarnar dregst sætaframboð saman um tæplega 2 prósent. „Við teljum að það muni leysast hratt og örugglega en hefur áhrif á sumarið eins og tilkynning okkar í gær bar með sér.“ Niðurstaðan uppgjörsins sé að mestu í takt við áætlanir. „Fyrsti og fjórði ársfjórðungur hvers árs er alltaf rekinn með tapi. Þannig er það enn þá. Við erum í því að innleiða nýjar flugvélar fyrir sumarið, þjálfun og þess háttar þannig það er talsverður kostnaður sem leggst á fyrsta ársfjórðungs sem er vegna síðari mánaða ársins,“ segir Bogi. Þá kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu að eiginfjárhlutfallið sem var 32 prósent í lok síðasta árs hafi verið komið niður í 23 prósent í mars. Bogi segir að langtímahorfur fyrirtækisins séu góðar og ánægjulegt að bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í flugfélaginu á 5,6 milljarða króna. „Við þurfum að sjálfsögðu að gera betur í okkar rekstri, rekstrarafkoman á síðasta ári var ekki ásættanleg og ekki á fyrsta ársfjórðungi heldur þó að hún sé í takt við áætlanir. Við erum að vinna að því fullum fetum að bæta reksturinn bæði að lækka kostnað og auka tekjur.“ Fréttir af flugi Icelandair Viðskipti Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 74 milljónum króna á dag, og drógust heildartekjur flugfélagsins saman um sjö prósent á milli ára. Það er talsvert meira en tap fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra. Þá tapaði Icelandair 4,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair Group sem birt var í Kauphöllinni í gærkvöld. Borgi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að viðburðaríkir mánuðir séu að baki. „Það hafa orðnar miklar breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þá hafi félagið þurft að leggja öllum Boeing 737 MAX flugvélum sínum og fresta móttöku annarra flugvéla sömu tegundar. „Það hefur náttúrulega talsverð áhrif á okkar rekstur til skamms tíma.“ En félagið hefur breytt flugáætlun sinni þar sem kyrrsetning Max vélanna mun vara lengur en búist hafði verið við. Við breytingarnar dregst sætaframboð saman um tæplega 2 prósent. „Við teljum að það muni leysast hratt og örugglega en hefur áhrif á sumarið eins og tilkynning okkar í gær bar með sér.“ Niðurstaðan uppgjörsins sé að mestu í takt við áætlanir. „Fyrsti og fjórði ársfjórðungur hvers árs er alltaf rekinn með tapi. Þannig er það enn þá. Við erum í því að innleiða nýjar flugvélar fyrir sumarið, þjálfun og þess háttar þannig það er talsverður kostnaður sem leggst á fyrsta ársfjórðungs sem er vegna síðari mánaða ársins,“ segir Bogi. Þá kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu að eiginfjárhlutfallið sem var 32 prósent í lok síðasta árs hafi verið komið niður í 23 prósent í mars. Bogi segir að langtímahorfur fyrirtækisins séu góðar og ánægjulegt að bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í flugfélaginu á 5,6 milljarða króna. „Við þurfum að sjálfsögðu að gera betur í okkar rekstri, rekstrarafkoman á síðasta ári var ekki ásættanleg og ekki á fyrsta ársfjórðungi heldur þó að hún sé í takt við áætlanir. Við erum að vinna að því fullum fetum að bæta reksturinn bæði að lækka kostnað og auka tekjur.“
Fréttir af flugi Icelandair Viðskipti Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44
Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00