Harmar níðið í myndbandinu en gerir ekki ráð fyrir viðurlögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2019 12:00 Úr leik ÍR og KR í Seljaskóla í gærkvöldi. Myndbandið af stuðningsmönnunum var tekið skömmu fyrir leikinn. Vísir/Daníel Framkvæmdastjóri ÍR harmar orðbragð sem stuðningsmenn karlaliðs félagsins í körfuknattleik viðhöfðu í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í gær. Söngvar stuðningsmannanna sem teknir voru upp á myndbandinu þóttu litaðir fordómum í garð samkynhneigðra en ÍR gerir ekki ráð fyrir því að gripið verði til sérstakra aðgerða eða viðurlaga gagnvart þeim sem áttu í hlut.„Það eru hommar í KR“ Umræddu myndbandi var deilt á Twitter í gær en í því sjást og heyrast stuðningsmenn ÍR kyrja „Það eru hommar í KR“. Myndbandið er tekið skömmu fyrir fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla í körfuknattleik sem fram fór í Seljaskóla í gærkvöldi. Myndbandið má sjá hér að neðan.pic.twitter.com/uMBQmNZKTB— aron kristinn (@aronkristinn) May 2, 2019 Gamaldags hómófóbísk stemning Orðbragð stuðningsmannanna vakti strax hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Einn notandi, Andrés Jakob, beindi því til að mynda til körfuknattleiksdeildar ÍR að skammast sín. Með athæfinu stuðli stuðningsmennirnir að hatri og fordómum í garð samkynhneigðra.@IR_Korfubolti þið ættuð að skammast ykkar. Ég hef verið lamin bara af því að ég er hommi. Og með þessu ýtið þið undir hatur og fordómum. Vonu að börnin ykkar verði stolt af ykkur.— Andrés Jakob (@andresjakob) May 2, 2019 Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 fordæmdi orðbragðið og sagði „gamaldags hómófóbíska stemningu“, líkt og sæist í myndbandinu, vera eina ástæðu þess að ungt hinsegin fólk hrökklist úr íþróttum.Óásættanlegt, @IR_Korfubolti. Svona gamaldags hómófóbísk stemning er ein ástæða þess að hinsegin ungmenni hrökklast úr íþróttum. Ég hvet ykkur til þess að taka ábyrgð, biðjast afsökunar og gera þetta aldrei aftur. https://t.co/Q2opzkHU8f— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) May 3, 2019 Fleiri lýstu einnig yfir vanþóknun sinni á hegðun stuðningsmannanna.Ahh, var ekki lööööööngu búið að leggja þessu asnalega chanti?— Oddur Gunnarsson! Bauer (@oddurbauer) May 2, 2019 10 ár síðan allir menntaskólar landsins uxu upp úr þessu. Ég hélt með ÍR í þessari rimmu en shit hvað þetta drullar í skónna hjá manni.— Atli Viðar (@atli_vidar) May 2, 2019 Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessari homophobiu í íþróttahreyfingunni. Ég vona að ÍR skíttapi þessu. https://t.co/jprGXxG7bM— Hans Orri (@hanshatign) May 2, 2019 Harma að söngvarnir hafi litið dagsins ljós Bæði Körfuknattleiksdeild ÍR og Ghetto Hooligans, stuðningsmannafélag ÍR, birtu stuttar yfirlýsingar vegna myndbandsins á Twitter-reikningum sínum í gær. Í yfirlýsingu hinna fyrrnefndu, sem birtist í morgun, segir að „hvers kyns fordómar og jaðarsetning minnihlutahópa“ sé ekki í nafni félagsins. Þá eigi körfuboltaleikir ekki að vera vettvangur til að „básúna hatri“. Tekið er í sama streng í yfirlýsingu Ghetto Hooligans sem birtist seint í gærkvöldi en þar segir að myndbandið endurspegli hvorki gildi körfuknattleiksdeildarinnar né stuðningsmannanna. Þá sjái þeir eftir umræddum söngvum og harmi að „þeir hafi litið dagsins ljós“.Hvers kyns fordómar og jaðarsetning minnihluta hópa er ekki í okkar nafni. Körfuboltaleikir eru ekki vettvangur til að básúna hatri heldur á að vera staður sem blæs okkur yl í hjarta og sameinar okkur öll. #dominosdeildin #korfubolti— IR Korfubolti (@IR_Korfubolti) May 3, 2019 Í kvöld birtist myndband úr herbergi Ghetto Hooligans sem endurspeglar á engan hátt gildi @IR_Korfubolti eða Ghetto Hooligans. Við sjáum eftir þessum söngvum og hörmum að þeir hafi litið dagsins ljós. Hlökkum til game 5. Áfram íslenskur Körfubolti #dominosdeildin #korfubolti— GhettoHooligans (@HooligansGhetto) May 2, 2019 Svona níð viðgangist ekki innan ÍR Ekki náðist í Guðmund Óla Björgvinsson formann stjórnar körfuknattleiksdeildar ÍR en Árni Birgisson framkvæmdastjóri ÍR segir í samtali við Vísi að sú hegðun og orðbragð sem kemur fram í myndbandinu eigi ekki að viðgangast innan félagsins. Þá sé von á opinberri afsökunarbeiðni frá stuðningsmönnunum. „Og ég harma að þetta hafi gerst,“ segir Árni. Hann gerir þó ekki ráð fyrir því að ÍR muni bregðast við málinu með einhverjum aðgerðum eða viðurlögum gagnvart þeim sem eiga hlut að máli. „Ég geri ekki ráð fyrir því að klúbburinn gangi eitthvað lengra í því nema að óska eftir því að þetta gerist ekki aftur. Þetta er ekki það sem viðgengst hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur og Íþróttafélag Reykjavíkur vill ekki hafa þetta innan sinna vébanda, svona níð. Þetta er bara í farvegi og tekið á því og skoðað inni hjá félaginu en það eru engar sérstakar aðgerðir enn þá komnar upp á borðið.“ Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira
Framkvæmdastjóri ÍR harmar orðbragð sem stuðningsmenn karlaliðs félagsins í körfuknattleik viðhöfðu í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í gær. Söngvar stuðningsmannanna sem teknir voru upp á myndbandinu þóttu litaðir fordómum í garð samkynhneigðra en ÍR gerir ekki ráð fyrir því að gripið verði til sérstakra aðgerða eða viðurlaga gagnvart þeim sem áttu í hlut.„Það eru hommar í KR“ Umræddu myndbandi var deilt á Twitter í gær en í því sjást og heyrast stuðningsmenn ÍR kyrja „Það eru hommar í KR“. Myndbandið er tekið skömmu fyrir fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla í körfuknattleik sem fram fór í Seljaskóla í gærkvöldi. Myndbandið má sjá hér að neðan.pic.twitter.com/uMBQmNZKTB— aron kristinn (@aronkristinn) May 2, 2019 Gamaldags hómófóbísk stemning Orðbragð stuðningsmannanna vakti strax hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Einn notandi, Andrés Jakob, beindi því til að mynda til körfuknattleiksdeildar ÍR að skammast sín. Með athæfinu stuðli stuðningsmennirnir að hatri og fordómum í garð samkynhneigðra.@IR_Korfubolti þið ættuð að skammast ykkar. Ég hef verið lamin bara af því að ég er hommi. Og með þessu ýtið þið undir hatur og fordómum. Vonu að börnin ykkar verði stolt af ykkur.— Andrés Jakob (@andresjakob) May 2, 2019 Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 fordæmdi orðbragðið og sagði „gamaldags hómófóbíska stemningu“, líkt og sæist í myndbandinu, vera eina ástæðu þess að ungt hinsegin fólk hrökklist úr íþróttum.Óásættanlegt, @IR_Korfubolti. Svona gamaldags hómófóbísk stemning er ein ástæða þess að hinsegin ungmenni hrökklast úr íþróttum. Ég hvet ykkur til þess að taka ábyrgð, biðjast afsökunar og gera þetta aldrei aftur. https://t.co/Q2opzkHU8f— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) May 3, 2019 Fleiri lýstu einnig yfir vanþóknun sinni á hegðun stuðningsmannanna.Ahh, var ekki lööööööngu búið að leggja þessu asnalega chanti?— Oddur Gunnarsson! Bauer (@oddurbauer) May 2, 2019 10 ár síðan allir menntaskólar landsins uxu upp úr þessu. Ég hélt með ÍR í þessari rimmu en shit hvað þetta drullar í skónna hjá manni.— Atli Viðar (@atli_vidar) May 2, 2019 Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessari homophobiu í íþróttahreyfingunni. Ég vona að ÍR skíttapi þessu. https://t.co/jprGXxG7bM— Hans Orri (@hanshatign) May 2, 2019 Harma að söngvarnir hafi litið dagsins ljós Bæði Körfuknattleiksdeild ÍR og Ghetto Hooligans, stuðningsmannafélag ÍR, birtu stuttar yfirlýsingar vegna myndbandsins á Twitter-reikningum sínum í gær. Í yfirlýsingu hinna fyrrnefndu, sem birtist í morgun, segir að „hvers kyns fordómar og jaðarsetning minnihlutahópa“ sé ekki í nafni félagsins. Þá eigi körfuboltaleikir ekki að vera vettvangur til að „básúna hatri“. Tekið er í sama streng í yfirlýsingu Ghetto Hooligans sem birtist seint í gærkvöldi en þar segir að myndbandið endurspegli hvorki gildi körfuknattleiksdeildarinnar né stuðningsmannanna. Þá sjái þeir eftir umræddum söngvum og harmi að „þeir hafi litið dagsins ljós“.Hvers kyns fordómar og jaðarsetning minnihluta hópa er ekki í okkar nafni. Körfuboltaleikir eru ekki vettvangur til að básúna hatri heldur á að vera staður sem blæs okkur yl í hjarta og sameinar okkur öll. #dominosdeildin #korfubolti— IR Korfubolti (@IR_Korfubolti) May 3, 2019 Í kvöld birtist myndband úr herbergi Ghetto Hooligans sem endurspeglar á engan hátt gildi @IR_Korfubolti eða Ghetto Hooligans. Við sjáum eftir þessum söngvum og hörmum að þeir hafi litið dagsins ljós. Hlökkum til game 5. Áfram íslenskur Körfubolti #dominosdeildin #korfubolti— GhettoHooligans (@HooligansGhetto) May 2, 2019 Svona níð viðgangist ekki innan ÍR Ekki náðist í Guðmund Óla Björgvinsson formann stjórnar körfuknattleiksdeildar ÍR en Árni Birgisson framkvæmdastjóri ÍR segir í samtali við Vísi að sú hegðun og orðbragð sem kemur fram í myndbandinu eigi ekki að viðgangast innan félagsins. Þá sé von á opinberri afsökunarbeiðni frá stuðningsmönnunum. „Og ég harma að þetta hafi gerst,“ segir Árni. Hann gerir þó ekki ráð fyrir því að ÍR muni bregðast við málinu með einhverjum aðgerðum eða viðurlögum gagnvart þeim sem eiga hlut að máli. „Ég geri ekki ráð fyrir því að klúbburinn gangi eitthvað lengra í því nema að óska eftir því að þetta gerist ekki aftur. Þetta er ekki það sem viðgengst hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur og Íþróttafélag Reykjavíkur vill ekki hafa þetta innan sinna vébanda, svona níð. Þetta er bara í farvegi og tekið á því og skoðað inni hjá félaginu en það eru engar sérstakar aðgerðir enn þá komnar upp á borðið.“
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira