Er Reykjavík að verða að draugabæ? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. maí 2019 21:25 Allt stefnir nú í að gerðar verði stórvægilegar breytingar á miðborginni og Hlemmi í óþökk fjölmargra, þar með talda rekstrar- og hagsmunaaðila en einnig fjölmargra Reykvíkinga. Breytingarnar eru varanlegar lokanir á helstu götum fyrir bílaumferð. Nýjasta útspil meirihlutans eru áætlanir um að loka fyrir umferð bifreiða umhverfis Hlemm. Einnig að loka fyrir umferð Rauðarárstígs og Snorrabrautar, sunnan við Hlemm sem og loka fyrir bílaumferð að Hlemmi úr austurátt, á kaflanum frá Fíladelfíu að Hlemmi. Önnur þróun hefur einnig verið að eiga sér stað í miðbænum sem veldur mörgum áhyggjum. Byggðar hafa verið fjöldinn allur af rándýrum lúxusíbúðum. Nú er svo komið að offramboð er af þessum einsleitu eignum og hundruð íbúða eru á sölu eða að koma á sölu í miðborginni. Salan á þessum eignum hefur ekki gengið sem skyldi. Íbúðirnar á Hafnartorgi eru einungis ætlaðar auðjöfrum. Hvar eru ódýru íbúðirnar? Hvar er fjölbreytnin? Allt er þetta að gerast í miðri óvissu um ferðaþjónustuna en mikið af íbúðum á þessu svæði tengjast henni. Einhverjir verktakar halda nú að sér höndum og bíða eftir að verslunarrekstur fari af stað. En þvert á móti eru verslunareigendur í hópum að flýja þetta svæði. Átti ekki að gæða miðborgina lífi? Mannlausar íbúðir og tóm verslanarými er myndin sem miðborg Reykjavíkur er að taka á sig.Þöggun er ein birtingarmynd kúgunar Sá sem leyfir sér að tala um ástandið sem er að skapast í miðbænum og lýsa áhyggjum sínum er snupraður fyrir að vera að „tala miðbæinn niður“, eins og það er orðað. Að snupra fólk sem lýsir áhyggjum sínum af stöðu mála í miðborginni með þessum hætti er ekkert annað en taktík til að þagga niður í fólki. Með þessu er verið að varpa ábyrgðinni á þá sem vilja ræða málin með opinskáum hætti og tjá skoðanir sínar. Verði miðbærinn að draugabæ verður þeim sem „töluðu hann niður“ kennt um? Það er vissulega handhægt fyrir þá sem vilja ekki hefja lýðræðislega umræðu að beita þöggunaraðferð sem þessari.Tala og hlusta Öll umræða er af hinu góða, allar upplýsingar eru til gagns og það versta sem hægt er að gera í lýðræðissamfélagi er að reyna að þagga niður umræðu af ótta við að sú hlið málsins sem hugnast ekki valdhöfum og peningaöflum nái eyrum almennings. Meirihluti borgarstjórnar, ekki síst Viðreisn og Píratar, er sífellt að státa sig af því að virða lýðræði. Er það lýðræðislegt að hunsa óskir á þriðja hundrað rekstraraðila um samráð? Meirihlutinn í borgarstjórn státar sig af því að hafa notendasamráð í öllum verkferlum. Er það dæmi um notendasamráð að vinna ekki með notendum að svo víðtækri skipulagsbreytingu sem hér um ræðir? Hagsmunaaðilar hafa fullyrt að ýmist hafi ekkert samráð verið haft við þá eða mjög lítið í besta falli. Í könnunum sem valdhafar vísa í stendur ekki steinn yfir steini hvað varðar að „meirihluti borgarbúar“ sé himinlifandi yfir þessum breytingum. Áfram er gengið á lagið Nú hefur borgarmeirihlutinn ákveðið að ganga enn lengra án þess að spyrja kóng né prest. Nú er Rauðarárstígur, Snorrabraut og Hlemmur einnig undir. En miðborg Reykjavíkur er ekki eign borgarstjóra. Borgarfulltrúi Flokks fólksins krefst þess að haft verði samráð við fólkið sem reynt hefur að ná eyrum ráðandi afla í borginni. Haldi áfram sem horfi er hér verið að misbjóða fólki með grófum hætti. Ótti Flokks fólksins um að miðbærinn verði einungis fyrir túrista, auðjöfra og auðvitað æðstu valdhafa borgarinnar virðist vera að sanngerast. Þar sem þessir hópar munu aldrei ná einir og sér að halda uppi mannlífi í borginni stefnir hratt í að miðbær Reykjavíkur verði að draugabæ.Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Allt stefnir nú í að gerðar verði stórvægilegar breytingar á miðborginni og Hlemmi í óþökk fjölmargra, þar með talda rekstrar- og hagsmunaaðila en einnig fjölmargra Reykvíkinga. Breytingarnar eru varanlegar lokanir á helstu götum fyrir bílaumferð. Nýjasta útspil meirihlutans eru áætlanir um að loka fyrir umferð bifreiða umhverfis Hlemm. Einnig að loka fyrir umferð Rauðarárstígs og Snorrabrautar, sunnan við Hlemm sem og loka fyrir bílaumferð að Hlemmi úr austurátt, á kaflanum frá Fíladelfíu að Hlemmi. Önnur þróun hefur einnig verið að eiga sér stað í miðbænum sem veldur mörgum áhyggjum. Byggðar hafa verið fjöldinn allur af rándýrum lúxusíbúðum. Nú er svo komið að offramboð er af þessum einsleitu eignum og hundruð íbúða eru á sölu eða að koma á sölu í miðborginni. Salan á þessum eignum hefur ekki gengið sem skyldi. Íbúðirnar á Hafnartorgi eru einungis ætlaðar auðjöfrum. Hvar eru ódýru íbúðirnar? Hvar er fjölbreytnin? Allt er þetta að gerast í miðri óvissu um ferðaþjónustuna en mikið af íbúðum á þessu svæði tengjast henni. Einhverjir verktakar halda nú að sér höndum og bíða eftir að verslunarrekstur fari af stað. En þvert á móti eru verslunareigendur í hópum að flýja þetta svæði. Átti ekki að gæða miðborgina lífi? Mannlausar íbúðir og tóm verslanarými er myndin sem miðborg Reykjavíkur er að taka á sig.Þöggun er ein birtingarmynd kúgunar Sá sem leyfir sér að tala um ástandið sem er að skapast í miðbænum og lýsa áhyggjum sínum er snupraður fyrir að vera að „tala miðbæinn niður“, eins og það er orðað. Að snupra fólk sem lýsir áhyggjum sínum af stöðu mála í miðborginni með þessum hætti er ekkert annað en taktík til að þagga niður í fólki. Með þessu er verið að varpa ábyrgðinni á þá sem vilja ræða málin með opinskáum hætti og tjá skoðanir sínar. Verði miðbærinn að draugabæ verður þeim sem „töluðu hann niður“ kennt um? Það er vissulega handhægt fyrir þá sem vilja ekki hefja lýðræðislega umræðu að beita þöggunaraðferð sem þessari.Tala og hlusta Öll umræða er af hinu góða, allar upplýsingar eru til gagns og það versta sem hægt er að gera í lýðræðissamfélagi er að reyna að þagga niður umræðu af ótta við að sú hlið málsins sem hugnast ekki valdhöfum og peningaöflum nái eyrum almennings. Meirihluti borgarstjórnar, ekki síst Viðreisn og Píratar, er sífellt að státa sig af því að virða lýðræði. Er það lýðræðislegt að hunsa óskir á þriðja hundrað rekstraraðila um samráð? Meirihlutinn í borgarstjórn státar sig af því að hafa notendasamráð í öllum verkferlum. Er það dæmi um notendasamráð að vinna ekki með notendum að svo víðtækri skipulagsbreytingu sem hér um ræðir? Hagsmunaaðilar hafa fullyrt að ýmist hafi ekkert samráð verið haft við þá eða mjög lítið í besta falli. Í könnunum sem valdhafar vísa í stendur ekki steinn yfir steini hvað varðar að „meirihluti borgarbúar“ sé himinlifandi yfir þessum breytingum. Áfram er gengið á lagið Nú hefur borgarmeirihlutinn ákveðið að ganga enn lengra án þess að spyrja kóng né prest. Nú er Rauðarárstígur, Snorrabraut og Hlemmur einnig undir. En miðborg Reykjavíkur er ekki eign borgarstjóra. Borgarfulltrúi Flokks fólksins krefst þess að haft verði samráð við fólkið sem reynt hefur að ná eyrum ráðandi afla í borginni. Haldi áfram sem horfi er hér verið að misbjóða fólki með grófum hætti. Ótti Flokks fólksins um að miðbærinn verði einungis fyrir túrista, auðjöfra og auðvitað æðstu valdhafa borgarinnar virðist vera að sanngerast. Þar sem þessir hópar munu aldrei ná einir og sér að halda uppi mannlífi í borginni stefnir hratt í að miðbær Reykjavíkur verði að draugabæ.Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar