Gamlar plötur vandi í Vaðlaheiðargöngum Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2019 06:00 Frá opnun Vaðlaheiðarganga. Fréttablaðið/Auðunn Vaðlaheiðargöng hafa lent í nokkrum erfiðleikum frá því göngin voru opnuð með að rukka einstaklinga sem keyra um á bílum með gömlu svörtu númeraplötunum. Myndavélakerfið í göngunum ræður illa við þær. Einnig hefur borið nokkuð á númerslausum bílum sem aka í gegnum göngin. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir hinar gömlu númeraplötur vera nokkuð öðruvísi og því sé nokkuð erfitt fyrir kerfið að lesa af þeim. Sjálfvirkt greiðslukerfi er í göngunum sem tekur myndir af númeraplötum bifreiða og les af þeim.Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Gömlu plöturnar eru öðruvísi að því leyti til að endurskinið af þeim er ekki það sama. Því er erfiðara fyrir hugbúnaðinn að lesa af þeim. Eftir sem áður er öllum skylt að greiða í göngin. Ég get hins vegar ekki ábyrgst að þeir sem eru á gömlu númerunum og hafa fyrirframgreitt 100 ferðir, að allar ferðirnar þeirra telji inn í kerfið okkar,“ segir Valgeir. Valgeir segir að stjórnendur ganganna sjái ef bílar eru að fara í gegnum göngin án þess að komast inn í greiðslufyrirkomulagið. Þá geta þeir gripið til þeirra ráða að skoða öryggismyndavélar sem eru fjölmargar í göngunum. „Við getum því lesið af þeim þannig ef eitthvað misjafnt á sér stað. Greiðslufyrirkomulag sem þetta er að finna víðsvegar í veröldinni og norskir aðilar komu að þessari framkvæmd. Valgeir segir að þessir norsku aðilar hafi sýnt forsvarsmönnum Vaðlaheiðarganga að nokkuð sé um að menn reyni að komast fram hjá greiðslum í svoleiðis göng. „Það er alltaf þannig að einhver hópur reynir að komast hjá greiðslu. Til að mynda hefur eitthvað, en hlutfallslega mjög lítið, verið um að númeraplötur séu ekki til staðar framan á bílum. Þetta er ekki séríslenskur veruleiki. Norsku aðilarnir sýndu okkur hins vegar myndir af ökumanni sem stöðvaði bifreiðina áður en farið var inn í göngin, fór úr bolnum og breiddi yfir númeraplötuna og ók ber að ofan í gegnum göngin. Við höfum ekki séð slíkt hér,“ segir Valgeir í léttum tón. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Vaðlaheiðargöng Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Vaðlaheiðargöng hafa lent í nokkrum erfiðleikum frá því göngin voru opnuð með að rukka einstaklinga sem keyra um á bílum með gömlu svörtu númeraplötunum. Myndavélakerfið í göngunum ræður illa við þær. Einnig hefur borið nokkuð á númerslausum bílum sem aka í gegnum göngin. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir hinar gömlu númeraplötur vera nokkuð öðruvísi og því sé nokkuð erfitt fyrir kerfið að lesa af þeim. Sjálfvirkt greiðslukerfi er í göngunum sem tekur myndir af númeraplötum bifreiða og les af þeim.Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Gömlu plöturnar eru öðruvísi að því leyti til að endurskinið af þeim er ekki það sama. Því er erfiðara fyrir hugbúnaðinn að lesa af þeim. Eftir sem áður er öllum skylt að greiða í göngin. Ég get hins vegar ekki ábyrgst að þeir sem eru á gömlu númerunum og hafa fyrirframgreitt 100 ferðir, að allar ferðirnar þeirra telji inn í kerfið okkar,“ segir Valgeir. Valgeir segir að stjórnendur ganganna sjái ef bílar eru að fara í gegnum göngin án þess að komast inn í greiðslufyrirkomulagið. Þá geta þeir gripið til þeirra ráða að skoða öryggismyndavélar sem eru fjölmargar í göngunum. „Við getum því lesið af þeim þannig ef eitthvað misjafnt á sér stað. Greiðslufyrirkomulag sem þetta er að finna víðsvegar í veröldinni og norskir aðilar komu að þessari framkvæmd. Valgeir segir að þessir norsku aðilar hafi sýnt forsvarsmönnum Vaðlaheiðarganga að nokkuð sé um að menn reyni að komast fram hjá greiðslum í svoleiðis göng. „Það er alltaf þannig að einhver hópur reynir að komast hjá greiðslu. Til að mynda hefur eitthvað, en hlutfallslega mjög lítið, verið um að númeraplötur séu ekki til staðar framan á bílum. Þetta er ekki séríslenskur veruleiki. Norsku aðilarnir sýndu okkur hins vegar myndir af ökumanni sem stöðvaði bifreiðina áður en farið var inn í göngin, fór úr bolnum og breiddi yfir númeraplötuna og ók ber að ofan í gegnum göngin. Við höfum ekki séð slíkt hér,“ segir Valgeir í léttum tón.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Vaðlaheiðargöng Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira