Sambýliskona Gísla þakklát fyrir allan stuðninginn Birgir Olgeirsson skrifar 1. maí 2019 20:15 Gísli Þór Þórarinsson. Aðsend/Heiða Þórðar Elena Undeland, sambýliskona Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var myrtur í norska bænum Mehamn á laugardag, kveðst þakklát fyrir allan þann stuðning og velvild sem hún hefur fundið fyrir eftir andlát hans. Þetta kemur fram í viðtali við Elenu í héraðsmiðlinum iFinnmark. „Það hefur verið ljós í myrkrinu í þessari sorg að upplifa þennan frábæra stuðning,“ segir Elena. Hún segir bæði Íslendingasamfélagið í Mehamn, sem telur um 30 manns, og aðra íbúa bæjarins hafa veitt sér og börnum sínum ómetanlegan stuðning í þessari miklu sorg. „Fólk hjálpar til með bókstaflega allt. Fyrstu dagana hef ég fengið nokkra í heimsókn sem hafa haldið utan um mig og börnin. Fólk hefur eldað mat, tekið til og gist hjá mér. Þau hafa passað upp á að ég nái að sofa,“ útskýrir Elena í viðtalinu. Hún lýsir Gísla sem frábærum kærasta og góðum stjúpföður barna sinna. Hún kveðst reyna að forðast að fylgjast of mikið með því sem sagt er um málið í fjölmiðlum, en áreitið hafi verið mikið og hún vilji hlífa börnum sínum. Fréttaflutningur um málið geti tekið mikið á. Elena og fjölskylda Gísla Þórs hafa hafið undirbúning að útför hans en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Jarðneskar leifar Gísla verði sendar heim til Ísafjarðar og hann jarðsettur við hlið fjölskyldumeðlima. Minningarstund verði einnig haldin í Mehamn fyrir þá sem voru nákomnir Gísla en hafa ekki tök á að ferðast til Íslands til að vera viðstaddir útförina. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni er hafin söfnun til að standa straum af kostnaði við flutning Gísla heim til Íslands og segir Elena söfnunina hafa gengið vonum framar, það sem safnast muni umfram kostnað verði gefið til góðgerðarmála en söfnun stendur yfir bæði í Noregi og á Íslandi. „Til þessa hafa safnast 34 þúsund [norskar krónur]. Yfir 100 manns hafa lagt söfnuninni lið. Við erum afar þakklát,“ segir Elena. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Elena Undeland, sambýliskona Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var myrtur í norska bænum Mehamn á laugardag, kveðst þakklát fyrir allan þann stuðning og velvild sem hún hefur fundið fyrir eftir andlát hans. Þetta kemur fram í viðtali við Elenu í héraðsmiðlinum iFinnmark. „Það hefur verið ljós í myrkrinu í þessari sorg að upplifa þennan frábæra stuðning,“ segir Elena. Hún segir bæði Íslendingasamfélagið í Mehamn, sem telur um 30 manns, og aðra íbúa bæjarins hafa veitt sér og börnum sínum ómetanlegan stuðning í þessari miklu sorg. „Fólk hjálpar til með bókstaflega allt. Fyrstu dagana hef ég fengið nokkra í heimsókn sem hafa haldið utan um mig og börnin. Fólk hefur eldað mat, tekið til og gist hjá mér. Þau hafa passað upp á að ég nái að sofa,“ útskýrir Elena í viðtalinu. Hún lýsir Gísla sem frábærum kærasta og góðum stjúpföður barna sinna. Hún kveðst reyna að forðast að fylgjast of mikið með því sem sagt er um málið í fjölmiðlum, en áreitið hafi verið mikið og hún vilji hlífa börnum sínum. Fréttaflutningur um málið geti tekið mikið á. Elena og fjölskylda Gísla Þórs hafa hafið undirbúning að útför hans en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Jarðneskar leifar Gísla verði sendar heim til Ísafjarðar og hann jarðsettur við hlið fjölskyldumeðlima. Minningarstund verði einnig haldin í Mehamn fyrir þá sem voru nákomnir Gísla en hafa ekki tök á að ferðast til Íslands til að vera viðstaddir útförina. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni er hafin söfnun til að standa straum af kostnaði við flutning Gísla heim til Íslands og segir Elena söfnunina hafa gengið vonum framar, það sem safnast muni umfram kostnað verði gefið til góðgerðarmála en söfnun stendur yfir bæði í Noregi og á Íslandi. „Til þessa hafa safnast 34 þúsund [norskar krónur]. Yfir 100 manns hafa lagt söfnuninni lið. Við erum afar þakklát,“ segir Elena.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25
Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01
Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50