Óli Stefán: Ákváðum að einbeita okkur að sjálfum okkur Guðlaugur Valgeirsson skrifar 19. maí 2019 19:34 Óli Stefán Flóventsson vísir/bára Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA var sáttur með sína menn eftir sigurinn gegn Stjörnunni í dag. Hann sagði að frammistaðan hafi verið góð og að það hafi verið gott að fá 3 stig að auki. „Frammistaðan var hörkugóð og loksins skilaði hún einhverju til baka. Við erum búnir að vera spila ágætlega þó ekki fullkomlega en við settum góða frammistöðu í dag og vorum þéttir og flottir og áttum flottar rispur. Fengum 2 færi sem við klárum og ég er mjög sáttur við það.” Hann sagði að þetta væri mjög gott í ljósi þess hversu svekkjandi síðustu 2 leikir hafa farið. „Við spjölluðum vel eftir síðasta leik og við ákváðum að vera ekkert að leika nein fórnarlömb og allir á móti okkur. Við ýttum því frá okkur og fórum að einbeita okkur að sjálfum okkur og hvað við gætum gert betur.” „Við tókum skref áfram í dag og hlutirnir féllu með okkur og ég er líka svo ánægður með hérna fyrir norðan hversu sterkur kjarni er bakvið okkur og hingað kemur fullt af fólki og styður við strákana þrátt fyrir erfið úrslit sem sýnir að klúbburinn er sterkur og við getum gert góða hluti ef við höldum svona áfram.” Daníel Hafsteinsson fór meiddur útaf undir fyrri hálfleik og KA-menn lentu í fleiri vandræðum vegna meiðsla. Óli útskýrði að hann hefði fengið högg á rifbeinin og átt í erfiðleikum með að anda. „Hann fékk högg á rifbeinið og missti andann. Við óttuðumst að það væri rifbeinsbrot en það lítur betur út og svo missum við Andra Fannar líka, hann stífnaði upp og Elfar líka í seinni hálfleiknum og allar skiptingarnar voru vegna meiðsla.” „En við erum með stóran og breiðan hóp eins og t.d. með Ólaf Aron hann kemur inn á eins og kóngur, er að spila sínar fyrstu mínútur í sumar og gerir gott mark og hann reið í rauninni baggamuninn fyrir okkur.” Óli Stefán sagði að lokum að hann væri gífurlega ánægður með stuðninginn bæði á heimavelli og hvernig þeir mæta í útileikina. „Þeir eru að koma að norðan! Við erum með svo sterkan kjarna. Yfir þúsund manns á leikjunum fyrir norðan og svo kemur þessi kjarni og við finnum fyrir þessu, það er svo gott að hafa þetta og ég er rosalega ánægður með Schiöttarana í dag,” sagði Óli Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA var sáttur með sína menn eftir sigurinn gegn Stjörnunni í dag. Hann sagði að frammistaðan hafi verið góð og að það hafi verið gott að fá 3 stig að auki. „Frammistaðan var hörkugóð og loksins skilaði hún einhverju til baka. Við erum búnir að vera spila ágætlega þó ekki fullkomlega en við settum góða frammistöðu í dag og vorum þéttir og flottir og áttum flottar rispur. Fengum 2 færi sem við klárum og ég er mjög sáttur við það.” Hann sagði að þetta væri mjög gott í ljósi þess hversu svekkjandi síðustu 2 leikir hafa farið. „Við spjölluðum vel eftir síðasta leik og við ákváðum að vera ekkert að leika nein fórnarlömb og allir á móti okkur. Við ýttum því frá okkur og fórum að einbeita okkur að sjálfum okkur og hvað við gætum gert betur.” „Við tókum skref áfram í dag og hlutirnir féllu með okkur og ég er líka svo ánægður með hérna fyrir norðan hversu sterkur kjarni er bakvið okkur og hingað kemur fullt af fólki og styður við strákana þrátt fyrir erfið úrslit sem sýnir að klúbburinn er sterkur og við getum gert góða hluti ef við höldum svona áfram.” Daníel Hafsteinsson fór meiddur útaf undir fyrri hálfleik og KA-menn lentu í fleiri vandræðum vegna meiðsla. Óli útskýrði að hann hefði fengið högg á rifbeinin og átt í erfiðleikum með að anda. „Hann fékk högg á rifbeinið og missti andann. Við óttuðumst að það væri rifbeinsbrot en það lítur betur út og svo missum við Andra Fannar líka, hann stífnaði upp og Elfar líka í seinni hálfleiknum og allar skiptingarnar voru vegna meiðsla.” „En við erum með stóran og breiðan hóp eins og t.d. með Ólaf Aron hann kemur inn á eins og kóngur, er að spila sínar fyrstu mínútur í sumar og gerir gott mark og hann reið í rauninni baggamuninn fyrir okkur.” Óli Stefán sagði að lokum að hann væri gífurlega ánægður með stuðninginn bæði á heimavelli og hvernig þeir mæta í útileikina. „Þeir eru að koma að norðan! Við erum með svo sterkan kjarna. Yfir þúsund manns á leikjunum fyrir norðan og svo kemur þessi kjarni og við finnum fyrir þessu, það er svo gott að hafa þetta og ég er rosalega ánægður með Schiöttarana í dag,” sagði Óli Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira