Þriggja milljarða króna hjúkrunarheimili byggt á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2019 13:00 Nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi verður hringlaga á tveimur hæðum og staðsett á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Útboð á byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi fer fram í næsta mánuði og fyrsta skóflustungan af heimilinu verður tekin í lok sumars. Sextíu hjúkrunarrými verða á heimilinu og mun byggingin kostar tæpa þrjá milljarða króna. Íbúar í Árnessýslu hafa beðið nokkuð lengi eftir að framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi hefjist en hálfgert neyðarástand skapaðist eftir að dvalar og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri og Blesastöðum á Skeiðum var lokað fyrir nokkrum árum. Biðlisti eru í dag eftir plássi á hjúkrunarheimili í sýslunni. Framkvæmdasýsla ríkisins er með málið í sínum höndum og er þessa dagana að útbúa útboðsgögn. „Hönnun er á lokametrunum og verið að klára útboðsgögnin. Það er búið að vera að rýna ýmsar lausnir með tilliti til rekstrar og endingar, enda er þetta stór og kostnaðarsöm bygging, mikil fjárfesting, þannig að þetta er bara að smella hjá okkur“, segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Hvað gerist þá næst í málinu? „Við erum að horfa á að útboðið fari fram núna í júní og tilboðin verði opnuð í ágúst og framkvæmdir fari þá í gang í byrjun september, þannig að skóflustunga verði í ágúst eða september“, bætir Guðrún við.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem segir að bygging nýja hjúkrunarheimilisins verði boðin út í júní 2019.fjármála- og efnahagsráðuneytiðBygging hússins mun taka eitt og hálft ár sem þýðir að verklok verða í júní 2021. Í upphafi áttu hjúkrunarrýmin að vera fimmtíu en síðan var ákveðið að bæta tíu við. Nýja hjúkrunarheimilið verður staðsett á lóð sjúkrahússins á Selfossi. Húsið verður hringlaga.Hvernig líst Guðrúnu á það? „Okkur líst bara mjög vel á það, þarna myndast mjög skjólgóður og fínn garður í miðjunni og öll dagrými, setustofur og fleira tengjast inn í hringinn og á móti njóta öll hjúkrunarrými útsýnis út á hringinn. Við teljum að þetta verði mjög spennandi og flott viðbót í flóruna á hjúkrunarheimilum hér á landi“. Kostnaður við nýja hjúkrunarheimilið verður 2,8 milljarðar króna en framkvæmdasýslan gefur ekki upp sundurliðun eftir verkþáttum á þessu stigi þar sem útboð hefur ekki farið fram. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Útboð á byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi fer fram í næsta mánuði og fyrsta skóflustungan af heimilinu verður tekin í lok sumars. Sextíu hjúkrunarrými verða á heimilinu og mun byggingin kostar tæpa þrjá milljarða króna. Íbúar í Árnessýslu hafa beðið nokkuð lengi eftir að framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi hefjist en hálfgert neyðarástand skapaðist eftir að dvalar og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri og Blesastöðum á Skeiðum var lokað fyrir nokkrum árum. Biðlisti eru í dag eftir plássi á hjúkrunarheimili í sýslunni. Framkvæmdasýsla ríkisins er með málið í sínum höndum og er þessa dagana að útbúa útboðsgögn. „Hönnun er á lokametrunum og verið að klára útboðsgögnin. Það er búið að vera að rýna ýmsar lausnir með tilliti til rekstrar og endingar, enda er þetta stór og kostnaðarsöm bygging, mikil fjárfesting, þannig að þetta er bara að smella hjá okkur“, segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Hvað gerist þá næst í málinu? „Við erum að horfa á að útboðið fari fram núna í júní og tilboðin verði opnuð í ágúst og framkvæmdir fari þá í gang í byrjun september, þannig að skóflustunga verði í ágúst eða september“, bætir Guðrún við.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem segir að bygging nýja hjúkrunarheimilisins verði boðin út í júní 2019.fjármála- og efnahagsráðuneytiðBygging hússins mun taka eitt og hálft ár sem þýðir að verklok verða í júní 2021. Í upphafi áttu hjúkrunarrýmin að vera fimmtíu en síðan var ákveðið að bæta tíu við. Nýja hjúkrunarheimilið verður staðsett á lóð sjúkrahússins á Selfossi. Húsið verður hringlaga.Hvernig líst Guðrúnu á það? „Okkur líst bara mjög vel á það, þarna myndast mjög skjólgóður og fínn garður í miðjunni og öll dagrými, setustofur og fleira tengjast inn í hringinn og á móti njóta öll hjúkrunarrými útsýnis út á hringinn. Við teljum að þetta verði mjög spennandi og flott viðbót í flóruna á hjúkrunarheimilum hér á landi“. Kostnaður við nýja hjúkrunarheimilið verður 2,8 milljarðar króna en framkvæmdasýslan gefur ekki upp sundurliðun eftir verkþáttum á þessu stigi þar sem útboð hefur ekki farið fram.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira