Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 19:30 Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. Rútuslysið á fimmtudaginn varð á mjög þröngum kafla á þjóðveginum nærri Fagurhólsmýri. Bæjarstjórinn í Hornafirði sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að íbúar væru á nálum yfir lélegu vegakerfi í gegnum sveitarfélagið. Úrbóta sé þörf og tímabært að breikka hringveginn á þessum slóðum. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, segir að umræddur vegarkafli sé mjög langur. „Við gerum okkur grein fyrir því að hann er mjór og umferðin þarna hefur aukist miklu meira á undanförnum árum heldur en reiknað var með fyrir 10-15 árum,“ segir G. Pétur. Tugprósenta aukning hefur orðið á umferð um Suðurland. Tölur frá Vegagerðinni sýna að meðaltalsumferð á dag yfir árið er orðin meiri á veginum við Reynisfjall við Vík en um Holtavörðuheiði fyrir norðan. Ef eingöngu er litið til vetrarumferðar frá desember til mars hefur hún aukist enn meira á Suðurlandi. Umferð um Kvísker í Öræfum er farin að nálgast umferð um Holtavörðuheiði.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að vegurinn með Suðurströndinni austur að Höfn sé ekinn miklu meira en vegurinn þoli.Skilurðu áhyggjur íbúa á svæðinu? „Mjög eðlilega.“Finnst þér þetta atvik gefa til kynna að það þurfi að fara fyrr í þennan kafla? „Það er það sem er gert, það er notuð tölfræði yfir óhöpp, atvik og slys til að forgangsraða með þeim hætti að fjármunirnir fari þangað sem mest þörf er á.“Þannig að þessi kafli, hann verður eins í það minnsta nokkur ár til viðbótar? „Samkvæmt þeim forgangsverkefnum sem við erum með í dag eru einhver ár í það já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. Rútuslysið á fimmtudaginn varð á mjög þröngum kafla á þjóðveginum nærri Fagurhólsmýri. Bæjarstjórinn í Hornafirði sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að íbúar væru á nálum yfir lélegu vegakerfi í gegnum sveitarfélagið. Úrbóta sé þörf og tímabært að breikka hringveginn á þessum slóðum. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, segir að umræddur vegarkafli sé mjög langur. „Við gerum okkur grein fyrir því að hann er mjór og umferðin þarna hefur aukist miklu meira á undanförnum árum heldur en reiknað var með fyrir 10-15 árum,“ segir G. Pétur. Tugprósenta aukning hefur orðið á umferð um Suðurland. Tölur frá Vegagerðinni sýna að meðaltalsumferð á dag yfir árið er orðin meiri á veginum við Reynisfjall við Vík en um Holtavörðuheiði fyrir norðan. Ef eingöngu er litið til vetrarumferðar frá desember til mars hefur hún aukist enn meira á Suðurlandi. Umferð um Kvísker í Öræfum er farin að nálgast umferð um Holtavörðuheiði.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að vegurinn með Suðurströndinni austur að Höfn sé ekinn miklu meira en vegurinn þoli.Skilurðu áhyggjur íbúa á svæðinu? „Mjög eðlilega.“Finnst þér þetta atvik gefa til kynna að það þurfi að fara fyrr í þennan kafla? „Það er það sem er gert, það er notuð tölfræði yfir óhöpp, atvik og slys til að forgangsraða með þeim hætti að fjármunirnir fari þangað sem mest þörf er á.“Þannig að þessi kafli, hann verður eins í það minnsta nokkur ár til viðbótar? „Samkvæmt þeim forgangsverkefnum sem við erum með í dag eru einhver ár í það já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira