Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2019 20:00 Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Margar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um hátíðina. Þó það sé að sjálfsögðu margt menningarlegt og gott við hana líka. Rekstur hennar gekk illa í fyrra og í kjölfarið stigu verktakar og listamenn fram og sögðust ekki hafa fengið greitt fyrir vinnuframlag sitt, sem og bárust upplýsingar um útistandandi skuldina við Reykjavíkurborg. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs, sagði samninginn snúast um að hátíðin sé með gerbreyttu sniði í ár. „Hún er styttri, hún er ekkert inn í nóttina, hún er færri dagar. Við borgin erum að setja inn svona ákveðið teymi sem að vinnur þétt með tónleikahöldurum að því að vinna að forvörnum. Við viljum tryggja það að borgin sé tónlistarborg. Það erum við að gera með þessum hætti. Við erum að mæta þarna umsögnum og tillögum frá fólki úr umhverfinu,“ segir hún. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2014 og skiptar skoðanir með ágæti hennar. Nýi samningurinn inniheldur ekki bara nýjar áherslur heldur einnig nýtt félag. Félagið Soltice Production hefur haldið utan um hátíðina síðustu ár en félagið Lifandi Viðburðir, sem stofnað var í lok júlí 2018, tekur nú við. Forráðamenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Í fréttum okkar í byrjun apríl sagði talsmaður íbúahóps Laugardals þetta sömu hátíðina, með sömu heimasíðuna, sama svæðið og sömu starfsmenn, skuldirnar enn útistandandi en hátíðin samt í farvatninu. „Við erum afskaplega lítið land. Við getum yfirfært allskyns svona dæmi yfir á gríðarlega mikið í atvinnulífinu. Reykjavíkurborg er ekki að skipta sér af því. Við erum fyrst og síðast að huga að því að hér sé menning og hér sé tónlist,“ segir hún. Það sé félaganna tveggja að gera upp sín mál og hvernig skuldin til borgarinnar verði greidd. Reykjavíkurborg geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu þriðja aðila. Aðspurð hvort Reykjavíkurborg beri ekki einhverja ábyrgð ítrekar hún að borgin geti ekki borið ábyrgð á þriðja aðila. Ef að þið eruð að semja við aðila berið þið þá ekki ábyrgð á því? „Nei við getum það ekki,“ segir hún um tengsl félaganna tveggja og nýja samninginn. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Margar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um hátíðina. Þó það sé að sjálfsögðu margt menningarlegt og gott við hana líka. Rekstur hennar gekk illa í fyrra og í kjölfarið stigu verktakar og listamenn fram og sögðust ekki hafa fengið greitt fyrir vinnuframlag sitt, sem og bárust upplýsingar um útistandandi skuldina við Reykjavíkurborg. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs, sagði samninginn snúast um að hátíðin sé með gerbreyttu sniði í ár. „Hún er styttri, hún er ekkert inn í nóttina, hún er færri dagar. Við borgin erum að setja inn svona ákveðið teymi sem að vinnur þétt með tónleikahöldurum að því að vinna að forvörnum. Við viljum tryggja það að borgin sé tónlistarborg. Það erum við að gera með þessum hætti. Við erum að mæta þarna umsögnum og tillögum frá fólki úr umhverfinu,“ segir hún. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2014 og skiptar skoðanir með ágæti hennar. Nýi samningurinn inniheldur ekki bara nýjar áherslur heldur einnig nýtt félag. Félagið Soltice Production hefur haldið utan um hátíðina síðustu ár en félagið Lifandi Viðburðir, sem stofnað var í lok júlí 2018, tekur nú við. Forráðamenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Í fréttum okkar í byrjun apríl sagði talsmaður íbúahóps Laugardals þetta sömu hátíðina, með sömu heimasíðuna, sama svæðið og sömu starfsmenn, skuldirnar enn útistandandi en hátíðin samt í farvatninu. „Við erum afskaplega lítið land. Við getum yfirfært allskyns svona dæmi yfir á gríðarlega mikið í atvinnulífinu. Reykjavíkurborg er ekki að skipta sér af því. Við erum fyrst og síðast að huga að því að hér sé menning og hér sé tónlist,“ segir hún. Það sé félaganna tveggja að gera upp sín mál og hvernig skuldin til borgarinnar verði greidd. Reykjavíkurborg geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu þriðja aðila. Aðspurð hvort Reykjavíkurborg beri ekki einhverja ábyrgð ítrekar hún að borgin geti ekki borið ábyrgð á þriðja aðila. Ef að þið eruð að semja við aðila berið þið þá ekki ábyrgð á því? „Nei við getum það ekki,“ segir hún um tengsl félaganna tveggja og nýja samninginn.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira